Morgunblaðið - 01.12.2016, Side 22

Morgunblaðið - 01.12.2016, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * ** Síðumúla 21, Selmúlamegin, sími 533 6040, www.stimplar.is Einnig mikið úrval af hurða- og póstkassaskiltum, barmmerkjum og hlutamerkjum og fleira Stimplar eru okkar fag Áratuga reynsla Örugg þjónusta Magnús Carlsen varðiheimsmeistaratitilinn ískák með því að vinnaatskákhluta einvígisins 3:1 og einvígið samtals 9:7. Hann knúði fram sigur í síðustu skákinni með glæsilegri drottningarfórn. Carlsen vann 15. einvígisskák sína og þá 16. við Sergei Karjakin skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Gríðarleg taugaspenna einkenndi skákirnar í gær en þær hófust kl. 19 að íslenskum tíma og virtist norski heimsmeistarinn, sem varð 26 ára þennan dag, staðráðinn í að vinna en mætti að venju harðvítugri mót- spyrnu. Skákirnar vöktu mikla at- hygli um allan heim og voru t.a.m. sýndar á risatjaldi á Times square í New York. Kvöldið hófst á fjórum atskákum með tímamörkunum 25 10 en síðan var gert ráð fyrir tveim hraðskákum, 5 3 ef ekki fengjust úrslit og loks bráðabanaskák. Carlsen var yfirleitt með betri tíma og í 2. skákinni í gær munaði á köflum á þeim um tíu mín- útum. Fyrsta skákin, sú þrettánda í einvíginu, var fremur bragðdauf og lauk með jafntefli eftir 37 leiki en í þeirri næstu dró til tíðinda: 14. einvígisskák: Magnús Carlsen – Sergei Karjak- in 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. 0-0 Rf6 5. d3 0-0 6. a4 a6 7. c3 d6 8. He1 Ba7 9. h3 Re7 10. d4 Rg6 11. Rbd2 c6 12. Bf1 a5 13. dxe5 dxe5 14. Dc2 Be6 15. Rc4 Dc7 16. b4!? Reynir að þenja út svæði sitt á drottningarvæng. 16. … axb4 17. cxb4 b5!? Karjakin hefði betur sleppt þessu þó að leikurinn sé freistandi þar sem lúmsk gildra leynist í stöðunni, 18. axb5 Bxf2+! og hrókurinn á a1 stendur valdlaus eftir. 18. Re3! bxa4 19. Hxa4 Tímamismunur 10 mínútur Carl- sen í vil. 19. … Bxe3!? 20. Bxe3 Fórnar e-peðinu en öruggara var 20. Hxe3. 20. … Hxa4 21. Dxa4 Rxe4 22. Hc1 Bd5 23. b5 23. … cxb5?! Sú ákvörðun að leysa upp stöðuna og tefla með hrók og peði á móti tveim léttum var vafasöm en tíminn var að styttast hjá Karjakin. 24. dxe4 Dxc1 25. Dxd5 Dc7 26. Dxb5 Hb8 27. Dd5 Hd8 28. Db3 Hb8 29. Da2 h6 30. Dd5 De7 31. De4 Df6 32. g3 Hc8 33. Bd3 Dc6 34. Df5 He8 35. Be4 De6 36. Dh5 Re7? 37. Dxe5 Magnús var fljótur að grípa e- peðið en hann gat unnið með 37. Rg5! Df6 (37. … hxg5 tapar eftir 38. Dh7+ Kf8 39. Dh8+ Rg8 40. Bc5+ He7 41. Bh7.) 38. Bh7+ Kf8 39. Bd3 Kg8 40. Rxf7! Dxf7 41. Bc4! o. s.frv. 37. .. Dxe5 38. Rxe5 Rg6 39. Bxg6 Hxe5 40. Bd3 Þessa stöðu með tvo biskupa ætti að vera hægt að vinna en í fram- haldinu lék Magnús af sér f-peðinu og varð að sætta sig við jafntefli eft- ir 84 leiki. En hann var ekki af baki dottinn og tefldi af miklum þrótti í næstu skák: New York 2016; 15. einvíg- isskák: Sergei Karjakin – Magnús Carl- sen Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. d3 b5 7. Bb3 d6 8. a3 0-0 9. Rc3 Ra5 10. Ba2 Be6 11. b4 Rc6 12. Rd5 Rd4 13. Rg5 Bxd5 14. exd5 Rd7 15. Re4 f5 16. Rd2 f4 17. c3 Rf5 18. Re4 De8 19. Bb3 Dg6 20. f3 Bh4 21. a4 Rf6 22. De2 a5 23. axb5 axb4 24. Bd2 bxc3 25. Bxc3 Re3 26. Hfc1 Hxa1 27. Hxa1 De8 28. Bc4 Kh8 29. Rxf6 Bxf6 30. Ha3 30. … e4 31. dxe4 Bxc3 32. Hxc3 De5 33. Hc1 Ha8 34. h3 h6 35. Kh2 Dd4 36. De1 Db2 37. Bf1 Ha2 38. Hxc7?? Mistök í miklu tímahraki. Hann gat varist með 38. Hb1. 38. … Ha1! – og Karjakin gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Gríðarlega mikil tauga- spenna á úrslitastundu AFP Skák Peter Thiel leikur fyrsta leikinn í einvíginu í gær. Í gamalli bók úr safni Veda-ritanna ind- versku segir: „Full- komnun mannlegs lífs getur aðeins orðið að veruleika, þegar hinni fullkomnu heild er þjónað.“ (Sri Isop- anishad bls. 3) Í Post- ulasögunni í Nýja- Testamentinu segir svo frá einingu hinna frumkristnu: „Allir þeir sem trúðu voru saman og höfðu allt sameig- inlegt. Þeir seldu eigur sínar og fjár- muni og skiptu því meðal allra, eftir því, sem hver hafði þörf til.“ (Post- ulasagan 2:44-45) Þessi kommúnuhugsjón, sem þarna greinir frá er þó nokkuð öðruvísi en kommúnisminn, sem byggður var upp á síðustu öld víða um heim. Komm- únismi ritninganna er allt annar, enda viðurkennir hann æðsta Drottin, arki- tekt alheimsins, skaparann, sem stjórnar veröldum öllum og himin- geimi. Í því gerðu rauðliðarnir mistök. Öll erum við einstaklingar sömu heildar, sama heims. Samfélag manna verður því aldrei heilt og laust við hin mýmörgu samfélagsvandamál, fyrr en fólki lærist þessi algildu sannindi, sem byggð eru á boðorði Jesú Krists, sem var til áður en veröldin var sköp- uð og er á þessa leið: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Matteus 7:12) Í Markúsarguðspjalli 12:31 segir einnig eftir Jesú Kristi: „Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð er þessu æðra.“ Græðgistefnan í þjóðfélaginu á ekk- ert skylt við hinar ofangreindu háleitu hugsjónir kærleikslögmálsins. Stjórn- mál græðgisvæðingarinnar fót- umtroða velferð heildarinnar, eða þann hluta, sem fátækir tilheyra. Ef ofangreindu lögmáli væri framfylgt myndi án efa byggjast upp þjóðfélag samhjálpar; heilbrigðisvandinn yrði leystur og öll önnur samfélagsmein þjóðfélagsins, sem grassera í græðgi- svæðingunni og guðleysinu. Á meðan boðorðin eru hunsuð: Þú skalt ekki ljúga og þú skalt ekki stela (2. Mósebók 20:14) og elska skaltu náung- ann, munum við ekki lifa í hinum fyrirmyndar heimi. Samfélagsmein nútímans stafa því fyrst og fremst af siðferð- isbresti og lögmáls- brotum og verða ekki læknuð nema með for- skrift hins himneska hæstaréttar og löggjaf- arvalds. Forskriftin er einföld, en virðist óframkvæmanleg í ófullkomnu þjóðfélagi manna. Reyndar hafa menn í sértrúarsöfn- uðum fengið að njóta þeirra blessana, sem hljótast af iðkun þjónustu við náungann og að deila því, sem þeir eiga með trúbræðrum sínum og systrum. Það er synd að ávextir þessa lögmáls fái ekki að vaxa víðar í því þjóðfélagi, sem við þekkjum og hrærumst í í dag. Kristur Jesús sagði að auki: „Torvelt verður auðmanni inn að ganga í himnaríki.“ (Matteus 19:23) Þangað inn kaupir sér enginn aðgang með öðru en fjársjóðum á himnum, sem menn öðlast með góð- um verkum á jörðu niðri. Þau verk felast m.a. í því, að deila eigum sínum með fátækum. (Matteus 19:21) Mikið væri gott ef fólk hefði það hugfast fyrir jól og myndi láta fátæka njóta fjármuna sinna í staðinn fyrir að bera gjafir í þá sem allt eiga. En kannski eru margir moldríkir menn nógu ein- lægir til að staðfesta það með breytni sinni, að þeir séu hvort eð er ekkert á leiðinni til himna. En allavega mætti halda, að þeir gerðu ráð fyrir því að lifa eilíflega á jörðu, eftir jarðneskum auðæfum þeirra að dæma. Forskrift að samfélagi fólks Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon » Græðgistefnan í þjóðfélaginu á ekkert skylt við hinar ofangreindu háleitu hugsjónir kærleiks- lögmálsins. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.