Morgunblaðið - 01.12.2016, Side 31

Morgunblaðið - 01.12.2016, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Börnin mín ruglast ennþá á heimilisfangi ykkar hjóna þar sem þau eiga svo margar minn- ingar úr Þrastarhólunum. Ófáar næturgistingar með Mr. Bean í sjónvarpinu og mikill kærleikur milli barnanna okkar. Einnig skutuð þið yfir mína fjölskyldu skjólshúsi þegar við vorum milli íbúða og fyrir það verðum við alltaf þakklát. Þú varst góður hlustandi og gafst þér alltaf tíma til þess að hlusta og setja þig inn í öll mál og koma með góð ráð. Hjálpsemi þín var einstök, þú hjálpaðir öllum sem þú gast hjálpað og ég var oft ein af þeim. Ég vissi alltaf að ef þú gætir aðstoðað mig myndir þú gera það og ég leitaði til þín þegar ég þurfti á því að halda því þú varst bóngóður og skilningsríkur. Fjölskylduboðin í okkar stóru fjölskyldu voru ófá og mörg þeirra hjá ykkur. Þú varst mikill gestgjafi og hrókur alls fagnaðar og alltaf gaman að koma til ykk- ar. Húmoristi og sögumaður varstu góður og einnig góð eft- irherma. Á þessu ári buðuð þið Ólafía mér í bíltúr á afmælinu mínu og var ferðinni heitið upp í bústað að skoða aðstæður. Þar dregur Ólafía upp freyðivín og samlokur og það var skálað. Þessi litli af- mælisrúntur lýsir því vel hvað þið voruð ræktarsöm og alltaf að hugsa um fólkið ykkar og gera líf- ið ríkara. Þessi bíltúr er ómet- anleg minning. Ég mun sakna þín mikið og það er erfitt að hugsa til þess að ég heyri ekki í þér aftur, en ég veit að ég mun minnast þín alla tíð með hlýju og þakklæti. Ég er mjög heppin að hafa átt þig sem bróður. En lífið heldur áfram, æðru- leysið og róin sem þú bjóst yfir þrátt fyrir veikindin bjuggu mig einnig undir þessa erfiðu kveðju- stund. Elsku Einar minn, takk fyrir allan tímann sem við fengum saman og ég mun alltaf hafa þig í hjarta mínu. Elsku Ólafía og fjölskylda, missir ykkar er mikill, ég og fjöl- skyldan mín sendum ykkur, móð- ur minni og systkinum mínum samúðarkveðjur. Guðný Soffía. Minn afar kæri vinur og trún- aðarmaður, Einar Marinósson, hefur nú kvatt þennan heim langt um aldur fram. Við Einar kynntumst fyrir rúmum 50 ár- um, þá 15 ára, þegar við hittumst fyrir tilviljun við inntökupróf í Verzlunarskólann vorið 1966, hann frá Reyðarfirði og ég frá Bolungarvík. Við áttum það því sameiginlegt að vera „sveita- drengir“ sem þekktu engan í skólasystkinahópnum þegar skólinn hófst. Þar myndaðist grunnur þeirrar órofa vináttu sem staðið hefur allar stundir síðan og aldrei fallið skuggi á. Auk þess að leigja báðir her- bergi í Vesturbænum og ganga saman til og frá skóla, áttum við tíu ára samleið í námi í Verzl- unarskólanum og Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Einar var góður námsmaður og einn af þeim sem voru jafn- vígir á allar námsgreinar, hafði mjög fallega og ákveðna rithönd sem lýsti vel karakter hans. Hann hafði einkar góða nærveru, hógvær og tranaði sér aldrei fram, en var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Þegar ég hóf störf sem for- stjóri Olís árið 1993 varð það eitt mitt fyrsta verk að ná Ein- ari til samstarfs við það upp- byggingarstarf sem þar blasti við. Hjá Olís starfaði Einar svo til æviloka, eða í 23 ár. Og marg- ar eru þær rökræðurnar og ákvarðanir sem við höfum tekið í okkar nána samstarfi á vett- vangi Olís. Sannarlega vorum við ekki alltaf sammála, en alltaf leiddi rökræðan okkur til niður- stöðu sem við stóðum svo saman að. Ekki er hægt að hugsa sér betri og tryggari samstarfs- mann en nafna minn – ósvikið tryggðatröll. Einar var farsæll í starfi og vann sér traust allra sem honum kynntust. Hans leið- arljós í störfum var heiðarleiki, sanngirni og vinnusemi, en gat verið mjög fastur fyrir ef svo bar undir og honum sýnd fram- koma sem ekki féll að hans lífs- gildum. Hann var varkár og öruggur í störfum sínum og tók enga ákvörðun nema að vel at- huguðu máli en þó tilbúinn að taka viðskiptalega áhættu að vel greindu máli svo sem góðir við- skiptamenn þurfa að gera. Það eina sem hallmæla má mínum kæra vini fyrir var að alla tíð gekk illa að fá hann til að taka sér nema fárra daga frí í senn. Í nánast daglegum samtölum okkar síðustu mánuðina fann ég að hann saknaði þess að hafa ekki gefið fjölskyldu sinni fleiri samverustundir og sameiginleg ferðalög en raunin varð. Einar var mjög vel lesinn og fjölfróður, áhugamaður um tón- list og spilaði sjálfur á bassa sér til ánægju. Hann var mjög virkur í starfi Oddfellow-reglunnar og naut mjög þess starfs sem þar fer fram og eignaðist þar fjölda vina. Einar var mikill fjölskyldu- maður enda alinn upp í stórri samheldinni fjölskyldu. Má öldr- uð móðir hans nú sjá á bak kær- um syni. Þau Einar og Ólafía voru mjög samrýnd hjón og héldu vel utan um fjölskyldu sína og nánasta vinahóp, sem syrgja nú sárt fallinn ástvin. Við Maja og fjölskylda okkar minnumst með gleði margra ánægjulegra samverustunda og sendum Margréti, móður Einars, systkinum hans og fjölskyldum, Ólafíu og börnum þeirra Einars og fjölskyldum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Einkar kærs vinar verður sárt saknað. Einar Benediktsson. Með Einari Marinóssyni er genginn minn besti vinur, æsku- vinur sem var öllum kær og skemmtilegur, heiðursmaður í alla staði. Það er margs að minn- ast á langri lífsleið en það fyrsta sem kemur upp í hugann frá æskuheimili okkar fyrir austan er hve Einar var fallegur dreng- ur, með sítt ljóst hár. Hann var fljótt ræðinn og ófeiminn að ræða heimsmálin við fullorðið fólk og svaraði því spekingslega þannig að fólk tók eftir að þarna var skarpur drengur á ferð. Einar var greindur maður, hafði skarpa sýn á hlutina, úrræðagóður, heið- arlegur í viðskiptum og sáttar- maður mikill. Hann var skemmti- legur, hafði mikla kímnigáfur og var góð eftirherma og sagði skemmtilega frá fólki og atburð- um. Allir þessir góðu eiginleikar Einars gerðu það að verkum að hann laðaði að sér fólk og fólk laðaðist að honum. Það var ávallt gott og skemmtilegt að vera í ná- vist við hann. Við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir í starfi og í frístundum, hvort held- ur uppi á fjöllum, úti á sjó, við veiðar í ám og vötnum eða á er- lendri grundu. Við gengum báðir í Oddfellowstúkuna nr. 3, Hall- veigu IOOF, og áttum þar góðar stundir saman. Einari voru fljót- lega falin mörg og ströng trún- aðarstörf í Reglunni sem hann leysti með einstakri prýði eins og öll önnur hlutverk sem honum voru falin á lífsleiðinni. Fjöl- skyldan mín á margar góðar og kærar minningar um ánægjuleg- ar samverustundir með Einari og Ólafíu gegnum árin sem seint gleymast, fyrir það þökkum við af heilum hug. Einar var mikill gæfumaður, átti yndislega fjöl- skyldu, elskulega eiginkonu, Ólafíu, sem stóð sem klettur við hlið hans í gegnum lífið, elskuleg börn, barnabörn og tengdabörn. Það sást best í veikindum Einars hve samhent fjölskyldan var að gera honum lífið bærilegra og umvefja hann ást. Það er með trega og sorg sem ég kveð minn gamla og trausta vin, vin sem ég þakka samfylgd- ina gegnum árin. Minningin lifir. Við Bella sendum Margréti móður hans, Ólafíu, börnunum, barnabörnunum og fjölskyldum okkar innilegustu samúðar- kveðju. Thulin Johansen. Áratugalöng vinátta sem skil- ur eftir sig ljúfar minningar. Minningar um góðan dreng mik- illa mannkosta. Einar átti erindi við marga og komst vel frá sam- skiptum við samferðamenn sína. Fyrst og síðast var hann mikill fjölskyldumaður, trúr vinum sín- um og velviljaður í betra lagi. Hann hafði góða nærveru, glett- inn, glaður og skemmtilegur, með bros á vör. Hann var líka al- vörumaður ef því var að skipta. Umfram allt var hann einlægur, jákvæður og umburðarlyndur. Það var gaman að sjá hann spauga við börnin, en því fylgdi oftar en ekki hvatning og leið- beining í senn. Hann náði vel til þeirra. Einar átti létt með nám og kom því vel til skila á starfsævi sinni. Það vita þeir sem með hon- um störfuðu. Í félagsstarfi náði hann stórum áföngum og til hans var horft í mikilvægum verkefn- um. Honum hlotnuðust vegtyllur sem hann þáði af auðmýkt, með- vitaður um ábyrgð sína. Það var ekki bara á bókina, ef svo má að orði komast, sem Einar átti auð- velt með að nema. Hann hlustaði einnig vel á umhverfi sitt og sam- ferðamenn sína sér til gagns. Það var gott að spjalla við Ein- ar. Fara um víðan völl. Hann hafði skoðanir á mönnum og mál- efnum, lagði gott til og fátt mönn- um til hnjóðs. Hann var hins veg- ar fastur fyrir þegar því var að skipta og honum fannst ástæða til þess að láta til sín taka. Það gerði hann málefnalega og há- vaðalaust, vel máli farinn. Hann var góður hlustandi og það var gjöfult að eiga trúnað hans. Einar unni náttúrunni og var næmur á blæbrigði hennar, naut útiveru, renndi fyrir fisk, gekk til rjúpna og annarra skotveiða, vel þjálfaður af föður sínum. Hann var með gott veganesti úr for- eldrahúsum sem hann nýtti vel en var um leið aflögufær og deildi af því með okkur hinum. Einar var góður heim að sækja, hrókur alls fagnaðar og þau Ólafía sam- hent í öllu og ekki síst að gera vel við gesti sína. Ekki spillti fyrir þegar unga fólkið á heimilinu var með í hópnum. Þá flaut umræðan vel og kátt var á hjalla. Einar hverfur frá okkur í blóma lífsins eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún var háð af hugrekki og æðruleysi til hins síðasta dags og ekki laust við spaugsyrði ef svo bar undir. Sam- ur við sig, hjálpsamur okkur hin- um í smæð okkar andspænis hinu óumflýjanlega. Líkaminn gaf sig en andinn var sterkur. Við Einar kynntumst á leið á skólasetningu í Versló. Hann birtist á stoppistöð á Sogavegin- um brosandi, ávarpaði mig að bragði, gerði grein fyrir sér stolt- ur, að austan. Reyðfirðingur. Ferðin í skólann lagði grunninn að vinskap okkar. Ég á honum margt gott upp að unna. Fyrir það vil ég nú þakka. Nú hefur Einar yfirgefið vagninn en eftir situr minning um góðan dreng. Hún er lykillinn að því að takast á við söknuð og sorg. Mestur harmur er kveðinn að Ólafíu og börnum þeirra og barnabörnum, móður, systkinum og þeirra fólki. Þau eiga samúð okkar Þóru alla. Við sendum þeim hlýjar kveðjur. Megi allar góðar vættir styrkja þau og vísa þeim veginn. Hvíl í friði, minn kæri vinur. Þórður Valdimarsson. Minningarnar um lífið byggj- ast oft á brotum um meðbyr og mótlæti. Mótlætið kennir manni margt og þroskar og svo sann- arlega var barátta okkar Einars við viðfangsefni viðskiptanna ekki alltaf undan vindi. Á slíkum stundum var ómetanlegt að hafa mann sér við hlið sem bjó yfir fá- gætri sjálfsstjórn, glöggskyggni og mikilli staðfestu. Á stundu sem þessari, þegar ég kveð kær- an og gegnheilan vin, fyllist ég þakklæti fyrir að leiðir okkar skyldu hafa legið saman. Eigin- leikar Einars komu best í ljós þegar hann stóð frami fyrir dómi lífsins og ákvað að barma sér hvergi eða beygja af leið. Ein- stakur maður er horfinn – bless- uð sé minning hans. Ég votta Ólafíu og börnum þeirra mína innilegustu samúð. Kristján Gíslason. Enn fækkar í hópi fyrrverandi nemenda minna sem voru mér hugumkærir um svo margt. Nú hefur Einar Marinósson kvatt okkur eftir harða baráttu við óvæginn sjúkdóm sem fáu eirir. Einar var næstelztur í hinum vel gjörða barnahópi þeirra Mar- grétar Einarsdóttur og Marinós Sigurbjörnssonar heima á Reyð- arfirði, en þar ólust þau öll upp við hið ágætasta atlæti og ástúð og báru þess öll glögg merki, þar sem sönn manngæði skipuðu æðstan sess. Einar var einstakt ljúfmenni, einn af prúðustu nemendum mín- um, greindur vel, ágætur og kappsamur námsmaður, fljótur að tileinka sér hlutina, nokkuð sem kom honum ágætlega í ann- ríki starfanna síðar meir. Hlýr var hláturinn, bjart brosið og æv- inlega jafnindælt að hitta hann. En ljúflingurinn Einar átti líka til atorku og dug, ákveðinn en sann- gjarn var hann og þess vegna náði hann langt á sínu starfssviði og naut mikils trúnaðar við hvað sem hann vann, enda skilaði hann miklu og góðu ævistarfi. En efst í minningu minni er þessi skemmtilegi persónuleiki, glett- inn og launfyndinn, hvers manns hugljúfi alla ævi, rómaður af sam- starfsfólki, viðmótið vermandi gott. Hans er ljúft að minnast í mik- illi þökk fyrir löngu liðnar stundir sem merla í muna, minnast starfa hans og einlægni hugarins við hvað sem var fengist. Við Hanna sendum eiginkonu hans og af- komendum, móður hans og systkinum innilegar samúðar- kveðjur. Þar gekk um götur lífs- ins heilladrjúgur drengur sinni samtíðar sem iðjaði ötull af sam- vizkusemi og ósérplægni alla tíð. Blessuð sé merlandi minning Einars Marinóssonar. Helgi Seljan. Fallinn er frá stúkubróðir okk- ar og félagi Einar Marinósson, langt um aldur fram eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ljúfmennska, fyndni, glettn- isglampi í augum og hlýja kemur upp í hugann þegar við minn- umst kærs vinar sem lokið hefur lífsgöngu sinni allt of fljótt, en minningin um góðan dreng lifir áfram. Leiðir okkar lágu saman í starfi í Oddfellowreglunni fyrir um 30 árum síðan. Þar sýndi sig strax að Einar hafði góða nær- veru, skapandi hugsun, framsýnn og lét verkin tala. Öll fengum við að njóta hæfileika hans, hvort heldur sem það var með gaman- málum, hnyttnum tilsvörum eða á öðrum snertipunktum. Einari voru falin mörg ábyrgðastörf fyr- ir stúku sína og regluna sem hann sinnti af kostgæfni. Fyrir utan stúkustarfið bundumst við vináttuböndum og áttum margar ánægjulegar samverustundir í leik og starfi sem og ferðalögum með þeim hjónum bæði innan- lands sem og erlendis. Síðustu ár hafa erfið veikindi sett mark sitt á líf Einars, sem hann tók af miklu æðruleysi. Í dag kveðjum við vin okkar með söknuði um leið og við vottum Ólafíu, börnum og fjölskyldu innilega samúð og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk í sorg sinni. Magnús Halldórsson, Sveinbjörn Friðjónsson, Þórir Haraldsson, Örn Ottesen Hauksson. Fallinn er frá góður vinur minn og samstarfsmaður til rúm- lega tveggja áratuga, eftir bar- áttu við erfiðan andstæðing. Ein- ar tók erfiðleikunum sem fylgdu veikindum hans af mikilli yfirveg- un og yfir honum var æðruleysi fram til síðasta dags. Það er mjög erfitt að sjá á eftir góðum vin sem hverfur úr þessu lífi en góðar minningar um traustan vin standa skýrar fyrir hugskotssjónum og það er margs að minnast. Einar hóf störf hjá Olís 1993 sem starfsmannastjóri og komu eiginleikar hans þar að góðum notum. Hann hafði mikinn áhuga á sínum viðfangsefnum og var fagmaður fram í fingurgóma og með vinnusamari mönnum sem ég hef kynnst. Einar bjó yfir miklum skipulagshæfileikum og byggði sterkan grunn í störfum sínum sem nýtast Olís vel enn þann dag í dag. Einar tók á móti mér þegar ég hóf störf hjá félaginu og tókst með okkur sterk vinátta og áttum við náið samstarf alla tíð. Einar tók síðan við starfi fjármálastjóra árið 2001, starfi sem hann leysti afburða vel af hendi enda með eindæmum nákvæmur og glögg- ur maður. Hann tók svo við starfi aðstoðarforstjóra í maí 2016 og sinnti því starfi með sama áhuga og elju og öðrum trúnaðarstörf- um sem hann tók að sér fyrir fé- lagið. Einar naut alla tíð virðing- ar og trausts hjá samstarfsfólki sínu og það sama á við gagnvart viðskiptavinum félagsins. Mannkostir Einars voru mikl- ir, hann var skarpgreindur og glöggur á smæstu atriði en hafði alla jafna einnig góða yfirsýn og sá alltaf heildarmyndina. Hann var næmur á fólk, heiðarlegur og sanngjarn og það var ákaflega gott að leita til hans. Það var allt- af hægt að treysta því að eiga góðar og heiðarlegar viðræður þegar maður leitaði til hans með viðfangsefni sem gott var að fá álit hans á. Einar var mikill húm- oristi, naut þess að eiga skemmti- legar samræður og var frábær sögumaður. Hann var góð eftir- herma og sagði oft skemmtilegar sögur af sveitungum sínum frá sínum heimaslóðum og maður hreinlega veltist um af hlátri þeg- ar hann fór í þau hlutverk. Hann var sanngjarn maður og hallaði ekki orði um nokkurn mann og leitaði alltaf að hinu jákvæða í fari annarra. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnu og eldheitur stuðningsmaður Liver- pool. Söngur þeirra Liverpool- manna, „You’ll Never Walk Alone“ fær einhvern veginn allt aðra merkingu fyrir mig eftir að hafa verið samferða Einari und- anfarna tvo áratugi. Einar var frábær ferðafélagi og höfum við farið margar ferðir á liðnum árum saman, bæði við leik og störf. Það leita á hugann eftirminnilegar samverustundir í Kaupmannahöfn, ásamt Guðrúnu og Ólafíu, að borða kengúru og krókódíl og að hlusta á Kevin Spacy segja sögur í New York. Það voru atvik af þessu tagi sem gerðu samverustundir með Ein- ari svo innihaldsríkar og eftir- minnilegar. Ég tel mig vera rík- ari á öllum sviðum eftir að hafa kynnst Einari og unnið með hon- um síðustu tvo áratugi. Við Guð- rún vottum Ólafíu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum, minning um góðan dreng lifir. Jón Ólafur Halldórsson. Ég fylltist sorg er ég frétti að Einar Marinósson væri allur eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Ein- ar var mikill Oddfellowi. Sem slíkur tók hann að sér vandasöm verkefni sem hann leysti vel af hendi. Þekking hans á fjármálum og rekstri kom sér vel er hann gerðist formaður regluheimilis Oddfellowa í Reykjavík. Var hann vakandi og sofandi yfir rekstrin- um og mun hans framlag verða öðrum fyrirmynd. Einar fór ekki leynt með veikindin sín og var aðdáunarvert hvernig hann tókst á við þau. Er hann óskaði eftir því að ég yrði eftirmaður hans bauðst hann til að vera á kantinum ef á þyrfti að halda. Og það var gott að hafa hann sér við hlið allt fram að síðustu stundu. Í síðasta tölvu- pósti sínum til mín svaraði hann aðspurður um heilsufarið; „Þokkalegur, oft betri en líka stundum verri. Sem sagt nokkuð brattur og reyni að ná því besta út úr lífinu þá daga sem ég fæ góða.“ Þessi orð lýsa betur en nokkuð annað hvernig hann tókst á við þennan vágest. Einar var fylginn sér í því sem hann tók sér fyrir hendur. Ósérhlífinn, rökfastur og umfram allt samningslipur og átti auðvelt með að starfa með fólki. Hvar sem hann kom að málum voru ágreiningsefnin leyst vel úr hendi og allir fóru sáttir frá borði. Hann var maður friðarins. Hans verður sárt saknað. Fyrir hönd stjórnar regluheimilisins í Reykjavík sendi ég eiginkonu og börnum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Sigurður Ágúst Sigurðsson. Kær vinur og samstarfsmaður, Einar Marinósson, er fallinn frá. Við Einar kynntumst þegar hann hóf störf hjá Olís fyrir tæp- um aldarfjórðungi. Hann var ráð- inn í starf forstöðumanns starfs- mannamála en það starf hafði ekki verið áður til hjá félaginu. Það kom því í hlut Einars að móta starfið og leggja grunninn að þeirri stefnu sem stuðst hefur verið við í starfsmannamálum Ol- ís síðan þá. Störf okkar Einars sköruðust mikið en á þessum tíma sá ég um rekstur þjónustustöðvanna og því var stuðningur hans einstak- lega dýrmætur. Nokkrum árum seinna, þegar Einar tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Olís, tók ég við gamla starfinu hans og þá kynntist ég því best hve skipulagður hann var og hvernig allir hlutir voru á sínum stað. Öll gögn og upplýsingar voru skilmerkilega frágengin og því auðvelt að finna það sem þurfti hverju sinni og ef ég fann það ekki þá þurfti ég bara að spyrja því hann var með þetta allt á hreinu. Með árunum þróaðist með okkur góð og traust vinátta. Það var svo gott að leita til Einars með eiginlega hvað sem var, hvort sem það voru vangaveltur í starfi eða einkalífi. Þegar hann varð 50 ára héldu þau hjón mynd- arveislu fyrir vini og vandamenn og þvílíkur heiður sem mér þótti að fá að vera veislustjóri í því boði. Hann launaði svo vinar- greiðann með því að stýra 50 ára afmælisveislunni minni nokkrum árum síðar og gerði hann það með þeim myndarskap, prúð- mennsku og húmor sem var svo einkennandi fyrir hann. Einar var orðvandur maður, hallaði ekki orði á nokkurn mann og hafði einstaklega gott lag á að eiga eitthvað gott að segja um alla. Hann naut trausts og virð- ingar í störfum sínum hjá Olís og er hans einlægt saknað. Einar var mikill fjölskyldu- maður, stoltur af hópnum sínum og talaði af mikilli virðingu og væntumþykju um þau öll. Ég þakka fyrir góða og trausta vináttu og ómetanlegt samstarf síðasta aldarfjórðunginn og bið Guð að blessa Ólafíu, börnin þeirra, móður Einars og fjöl- skylduna alla og veita þeim styrk í sorginni. Hvíl þú í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.