Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 34

Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Jóhanna Gunnlaugsdóttir, læknir við Borgarspítalann, á 30 áraafmæli í dag. Hún vinnur á svæfinga- og gjörgæsludeild og erað hefja sérnám í svæfingalækningum. „Þær hafa alltaf heillað mig því þær eru með fjöl- breyttari sérgreinum. Svæfingarnar þurfa að taka mið af því hvaða aðgerð sjúklingurinn þarf að fara í og hvernig heilsufar hans er. Síðan vinna svæf- ingalæknar líka á gjör- gæsludeild, þar sem veik- asta fólkið liggur, t.d. eftir slys eða alvarleg veikindi. Þeir vinna því með allt frá hraustasta fólkinu sem fer í minni háttar aðgerðir yfir í veikasta fólkið sem þarf mikinn stuðning og aðkomu margra sérfræðinga.“ Þegar vinnunni sleppir þá eyðir Jóhanna tíma með fjölskyldunni en hefur einn- ig gaman af útivist og al- mennri hreyfingu. „Mér finnst mikilvægt fyrir al- menna líðan og heilsu að hreyfa mig reglulega, sér- staklega þegar mikið álag er í vinnunni. Ég æfi cross- fit og finnst það skemmti- legt og hef farið þrisvar til fjórum sinnum í viku á æfingar en þar sem ég er ófrísk þá fer ég minna núna. Ég hjóla líka mikið, oft með syni mínum, sem finnst fátt skemmtilegra en að vera í kerrunni aftan á hjólinu. Svo hef ég eins og flestallir læknar líka gaman af því að lesa. Núna er ég að lesa sjálfs- ævisögu eftir heila- og taugaskurðlækninn Paul Kalanithi sem greindist ungur með lungnakrabbamein. Bókin heitir When Breath Becomes Air og er fræðandi að lesa hana sem læknir, með tilliti til samskipta við sjúklinga og aðstandendur en einnig sem manneskja og hefur áhrif á sýn manns á lífið. Í tilefni dagsins ætlum við fjölskyldan að hafa huggulegan kvöld- mat í kvöld. Svo verður smá veisla um helgina en allt með frekar ró- legu sniði, þetta verður meira svona aðventukaffi.“ Sambýlismaður Jóhönnu er Darri Hilmarsson, sérfræðingur í fjár- máladeild Samskipa. Sonur þeirra er Róbert Leó Darrason sem er tveggja ára gamall. Fjölskyldan Jóhanna, Darri og Róbert Leó stödd í Orlando í Flórída sl. sumar. Spennt fyrir svæf- ingalækningum Jóhanna Gunnlaugsdóttir er þrítug í dag H araldur Reynisson fæddist í Reykjavík á fullveldisdaginn 1966, yngstur fjögurra systkina. Fyrstu ævi- árin átti hann heima á Bergþórugötu en flutti tveggja ára í Neðra- Breiðholtið og hefur síðan lengst af verið viðloðinn Breiðholtið. Halli var alla sína grunnskólagöngu í Breið- holtsskóla enda af fyrstu kynslóð barna í þessu nýja hverfi sem var að breytast úr sveit og óbyggðum holtum og hæðum í fjölmennasta hverfi borg- arinnar. Hann æfði og keppti með ÍR í knattspyrnu og handbolta og er enn í dag virkur ÍR-ingur. Halli var í sveit á sumrin, eitt sumar við Hornafjörð og síðan á Erpsstöðum í Dalasýslu hjá frændfólki í föðurætt. Frá barnæsku hafði hann svo verið mikið á Hömrum í Þverárhlíð í Borg- Haraldur Reynisson grunnskólakennari - 50 ára Tónlistarmaðurinn Haraldur hefur sungið, leikið á gítar og samið eigin lög um árabil og er enn að með kennslunni. Tónelskur kennari í líkamsrækt og jóga Flottir Hér eru synirnir, Reynir, Sölvi og Steinar, við Sigurbogann í París. Arna Dögg Kristinsdóttir, Róbert Bragi Vestmann Kárason, Heiðar Þórarinn Jó- hannsson, Júlía Sól Arnórsdóttir og Alís Helga Brynjudóttir héldu tombólu við verslun Samkaupa við Borgarbraut á Akureyri. Þau söfnuðu 15.826 krónum sem þau styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isVeit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MIKILVÆGUR STUÐNINGUR Bjóðum mikið úrval af vönduðum stuðningshlífum á góðu verði. Kíktu til okkar og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina fyrir þig. HNÉSPELKUR MJÓBAKSSPELKUR ÚLNLIÐS- OG ÞUMALSPELKURVið slitgigt í hné, liðbanda- og/eða liðþófaskaða og óstöðugleika í hné. Margar tegundir af stuðningshlífum og spelkum fyrir hné. Hentar við langvarandi bakverkjum t.d. við samfallsbroti í mjóhrygg, óstöðugleika í mjóbaki og útbungun á brjóski. Hentar eftir gifsmeðferð og alvarlegar tognanir, við slitgigt eða liðagigt og við verkjum í úlnlið. Nú í samn ingi við Sjúkratryg gingar Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.