Fréttablaðið - 04.02.2017, Page 32

Fréttablaðið - 04.02.2017, Page 32
KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 Karólína tekur sjálf flestar myndirnar í bækurnar sína en fær líka myndir hjá öðrum til að auka fjölbreytnina. Hér er svo stór Hluti lands- ins enn ósnortinn og ég tel að það sé það dýr- mætasta sem þarf að viðHalda. Þegar farið er að spjalla kemur fljótt í ljós að  Karólína metur Ísland, víðerni þess og þjóðmenn­ ingu meira en margur innfæddur. En hvað leiddi hana hingað norður á hjara? „Ég var svolítið í hesta­ mennsku í Þýskalandi sem ungling­ ur og þó ég kynntist ekki íslenska hestinum þar vissi ég af honum og fannst heillandi hvað íslenska sam­ félagið var nátengt honum. Mig langaði að kynnast því nánar og réð mig sem vinnukonu að Húsatóftum á Skeiðum. Kom fyrst til landsins 1989, strax eftir framhaldsskóla. Á þeim tíma  steig maður beint út undir beran himin úr flugvélunum í Keflavík og ég fann strax að hér vildi ég eiga heima, þetta var mitt land. Ég get ekki útskýrt tilfinninguna en það sama gerðist þegar ég fór í fyrsta sinn á bak íslenskum hesti sama kvöld.“ Fór strax að kynna Ísland Karólína hélt aftur til Þýskalands, lærði verkfræði og stofnaði auglýs­ ingastofu í félagi við þáverandi kær­ asta. Þegar upp úr sambúð þeirra slitnaði sá hún sér leik á borði, flutti til Íslands en hélt samt áfram að vinna við fyrirtækið gegnum tölvu. Nokkrum árum seinna stofnaði hún forlag sem systurfyrirtæki þess til að hefja útgáfu bæklinga um Ísland. „Nú er ég sjálfstæð og það er gott en ég og fyrrverandi sam­ býlismaður minn eigum í ágætum samskiptum,“ lýsir hún brosandi. Bækurnar eru orðnar sjö talsins sem Karólína hefur gefið út um sér­ íslenskt efni á þýsku og sumar þeirra hefur hún þýtt á ensku. Fyrir utan bækur um íslenska hestinn, kindina og smalahunda á Íslandi hefur hún skrifað um torfbæi og ferðalög fyrr á tíð. „Ég fór strax að kynna Ísland því að ég vil fræða fólk sem kemur hingað um bakgrunn þjóðarinnar, það er oft lítið um hann í almennum ferðabæklingum,“ útskýrir hún. „Ég er grúskari og hef gaman af þeirri rannsóknarvinnu sem að baki bók­ unum  býr, bæði að rýna í gamlar bækur og sækja fróðleik til eldra fólks sem  hefur frá svo mörgu að segja.“ Ullin áhugamál og lifibrauð Íslensk ull er í uppáhaldi hjá Kar­ ólínu, prjónaflíkur, mislit reyfi, rokkur og kambar heima hjá henni eru til vitnis um það. „Ullin er bæði áhugamál og lifibrauð hjá mér. Íslenska ullin er svo einstök, ég tel að Íslendingar meti hana ekki að verðleikum. Mér finnst hún nýtast best þegar tekið er ofan af, þannig að togið og þelið er aðskilið. Hreint þel er svo mjúkt, svo nota ég togið til að skreyta með.“ Karólína er með kindur í fóstri fyrir fólk í Þýskalandi sem borgar henni fyrir fóður og lyf og fær ull í staðinn. Svo kaupir hún mislita ull af bændum fyrir betra verð en þeir fá hjá Ístexi og selur úti. „Ég fer til Þýskalands nokkrum sinnum á ári og held námskeið þar um íslenska ull, það bókast strax á þau,“ segir hún. „Stundum fæ ég líka ferðahópa til mín á sumrin til að skoða kind­ urnar og fræðast um þær, þær eru alltaf hér nálægt bænum því ég hef 30 hektara innan girðingar. Sumir vilja kaupa ull strax. Þannig gerðist ég ullarsölumaður.“ Engin tún tilheyra Hvammshlíð og Karólína kaupir hey af næsta nágranna, Braga bónda á Þverá, sem aðstoðar hana líka í ýmsu öðru kringum búskapinn. Hún á 600 hekt­ ara af landi sem allt er vaxið lyng­ og kjarrgróðri, þannig vill hún hafa það. Hún sér kosti Íslands betur en margir aðrir. „Ég held að hvergi í heiminum sé jafn tæknilega háþróað samfélag sem er svona nátengt nátt­ úrunni og á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Hér er svo stór hluti landsins enn ósnortinn og ég tel að það sé það dýrmætasta sem þarf að viðhalda. En ég óttast að margir Íslendingar kunni ekki að meta það sem vert er. Mér finnst erfitt að segja útlendingum að hér eyðileggi menn náttúru hálendisins á stórum svæðum bara til að selja útlendum stóriðnaðarfyrirtækjum orku sem græða á henni. Sjálfri finnst mér það mikil skammsýni.“ Baugur fylgist vel með hvernig Karólínu gengur yfir girðinguna í bylnum. ↣ Karólína og hennar grái hrússi sem gengur með svuntu þegar með þarf. 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r32 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 8 -F C 7 C 1 C 2 8 -F B 4 0 1 C 2 8 -F A 0 4 1 C 2 8 -F 8 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.