Fréttablaðið - 04.02.2017, Síða 46

Fréttablaðið - 04.02.2017, Síða 46
„Við rottuðum okkur saman nokkrir krakkar hér í hverfinu og leggjum undir okkur Kaffi­ barinn í dag. Hann er að verða einn af fáum stöðum í miðbæn­ um sem eru að gera skemmti­ lega hluti fyrir kúnnahópinn sinn,“ segir Árni Sveinsson kvik­ myndagerðarmaður, sem stend­ ur fyrir flóamarkaði á Kaffi­ barnum ásamt Helga Snæ Jónas­ syni Kjeld, Kristínu Johnsen, Gná Jónsdóttur og Wiolu Önnu. „Ég er gamli karlinn í hópnum,“ segir hann. „Stelpurnar ætla að koma sér fyrir á efri hæðinni og við strákarnir verðum niðri. Við erum með þyngra stöff, dekk, loftpressur og verkfæri en þær verða með föt og húsmuni,“ segir Árni, en er svo bara að grínast. Strákarnir munu einnig selja úr fataskápnum sínum, hljómplöt­ ur og diska. Hann á von á góðri stemmingu. „Það verður spiluð einhver tónlist og boðið upp á góð tilboð á mat og fleiru. Það verður ýmis­ legt í boði þarna á barnum annað en áfengi, það er alveg hægt að koma með krakkana. Við hugs­ uðum reyndar ekki fyrir nein­ um hressum skemmtiatriðum.“ Hvernig eyðirðu helgunum yfir leitt? „Það fer nú bara eftir því hvað er í gangi, fer í sund, fæ mér ís. Djammið er alveg dautt. Það er mun skemmtilegra að fara eitthvað í eftirmiðdaginn og vera þá kominn heim á skikkanlegum tíma,“ segir Árni. Það sé nota­ legra að skemmta sér heima í góðra vina hópi. „Maður hefur alveg reynt að kíkja eitthvað út mjög seint og manni bara líst ekki á blikuna. Kannski er það bara aldurinn,“ segir hann, helg­ arnar snúist að miklu leyti um að finna afþreyingu fyrir einkadótt­ urina. „Hún er orðin 9 ára svo rólu­ vallahangsi er lokið, nú verð­ ur maður bara að vera hress og finna eitthvað skemmtilegt að gera, sem er reyndar hæg­ ara sagt en gert í þessari borg. Þegar maður er búinn með Hús­ dýragarðinn hvað er þá eftir, bókasöfnin? Það vantar meira fjör. Hnignunin er reyndar alls­ staðar ef út í það er farið,“ segir hann glottandi. „Ég fór á Holtið um daginn og barþjónninn kunni ekki að blanda drykk! Þetta er ekki bara í heilbrigðiskerfinu. En ég ætla ekkert að vera svart­ sýnn.“ Þegar Árni er ekki að leita uppi skemmtilegheit um helg­ ar er hann á kafi í kvikmynda­ gerð. Heimildarmynd um hina nýhættu hljómsveit Retro Stef­ son er væntanleg á næstu vikum. „Við tókum upp lokatónleika Retro Stefson og ýmislegt fleira í kringum það. Sú mynd kemur vonandi út í mars. Svo eru ýmis fleiri spennandi verkefni í vinnslu.“ Flóamarkaðurinn hefst á Kaffi- barnum klukkan 16 og stendur til klukkan 20. Gamli karlinn oG krakkarnir með markað Fatnaður, nýr sem vintage, fyrir stráka og stelpur, vínyll og list er meðal þess sem finna má á flóamarkaði á Kaffibarnum í dag. Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður er einn þeirra sem selja út úr skápunum hjá sér á barnum. „Ég er gamli karlinn í hópnum,“ segir Árni Sveins kvikmyndagerðarmaður en hann blæs til flóamarkaðar á Kaffibarnum ásamt Helga Snæ Jónassyni Kjeld, Kristínu Johnsen, Gná Jónsdóttur og Wiolu Önnu milli klukkan 16 og 20 í dag. mynd/Gva Það verður spiluð einhver tónlist og boðið upp á góð tilboð á mat og fleiru. Það verður ýmislegt í boði þarna á barnum annað en áfengi, það er alveg hægt að koma með krakkana. Árni Sveins Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Eggjamúffur í morgunmat. Grænmetisþeytingur úr bland­ aranum er fljótlegur morgun­ matur og örugg leið til þess að innbyrða haug af vítamínum og trefjum að morgni þegar lítill tími er til stefnu. Ávaxtaþeyt­ ingar eru einnig vinsælir en þó má deila um hversu hollt það er að skella í sig svo miklu magni af ávaxtasykri í einu. Þar fyrir utan hentar ekki alltaf að svolgra í sig ískaldan drykk að morgni. Til dæmis er gott á köldum vetr­ armorgnum að fá eitthvað heitt í kroppinn en samt fljótlegt. Þá koma eggjamúffurnar inn en þær er auðveldlega hægt að baka fyrirfram og hita upp á örfáum mínútum í örbylgjunni. Saxið niður grænmeti, til dæmis papriku, lauk, sveppi og spínat. Brjótið 4 egg í skál og þeytið saman. Gljásteikið paprikuna í olíu á pönnu í nokkrar mínútur, bætið þá sveppunum út í, loks spínati og mörðum hvítlauk. Blandið grænmetinu saman við eggjahræruna, hellið í múffu­ form og bakið í ofni við 175 gráð­ ur í fimmtán mínútur. Látið kólna á grind og svo sett í frysti í loftþétt­ um umbúðum. Uppskrift fengin af www.show- metheyummy.com. Heit eggjamúffa Vetraryfirhafnir - Sparidress - Peysur - Blússur - Bolir Laugavegi 63 • S: 551 4422 ÚTSÖLU-sprengja 50-70% afsláttur www.laxdal.is 50–70% afsláttur Síðasta útsöluvika Sérstök dagskrá verður í níu sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöld er kjörið tækifæri að skella sér í sund og upplifa magn­ aða stund í lauginni þar sem ljós, myrkur og gleði verður allsráð­ andi. Á morgun er síðan hægt að skemmta sér á skíðum í Bláfjöll­ um þar sem snjó og birtu verður fagnað. Í tilefni Vetrarhátíðar verður sérstök dagskrá í níu sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðal þess sem hægt er að velja um er jóga, dans, samflot, kajaksigling­ ar í sundi, sundpóló, sundlauga­ diskó, Improv Ísland og tónleikar með Jóni Jónssyni. Sundlaugarnar sem um er að ræða eru Álftanes­ laug, Árbæjarlaug, Ásvallalaug, Klébergslaug, Lágafellslaug, Laug­ ardalslaug, Salalaug í Versölum, Sundlaug Kópavogs og Seltjarnar­ neslaug. Á milli kl. 18 og 23 er að­ gangur í þessar laugar ókeypis. Á morgun verður síðan snjó­ fögnuður í Bláfjöllum þar sem snjó og birtu verður fagnað á lokadegi Vetrarhátíðar. Frítt er fyrir 16 ára og yngri í fjallið og 20% afsláttur af skíðaleigu, auk þess sem tilboð verða á veitingum í veitingasölu. Synt í myrkri og Skíðað í birtu 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r4 f ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X Xf ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 9 -5 5 5 C 1 C 2 9 -5 4 2 0 1 C 2 9 -5 2 E 4 1 C 2 9 -5 1 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.