Fréttablaðið - 04.02.2017, Blaðsíða 65
Kynntu þér Veitur á veitur.is og á Facebook
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
-
1
7
-0
2
8
7
Úrræðagóðir stjórnendur gegna lykilhlutverki við að halda
viðskiptavinum okkar í sambandi – alla daga. Við leggjum
áherslu á að stjórnendur okkar gegni forystuhlutverki í
öryggismálum, efli og styðji starfsfólk til góðra verka, sýni
virðingu og ábyrgð í samskiptum og heiðarleika í upplýsingagjöf.
Verkstjóri rafdreifikerfis
Verkstjórinn leiðir hóp rafiðnaðarmanna sem sinnir viðhaldi og
bregst við bilunum auk þess að taka þátt í nýframkvæmdum
við rafdreifikerfi höfuðborgarsvæðisins.
Til að sækja um þarftu að vera með meistararéttindi í rafiðn
eða hafa lokið iðnfræði og hafa reynslu af verkstjórn. Þekking
á rafdreifikerfum og háspennutengingum er æskileg.
Verkstjóri vatnskerfa með áherslu á hitaveitu
Verkstjórinn leiðir hóp iðnaðarmanna sem sinnir viðhaldi og bregst
við bilunum auk þess að taka þátt í nýframkvæmdum við hitaveitu-
kerfi höfuðborgarsvæðisins.
Til að sækja um þarftu að vera með meistararéttindi í málmiðn eða
pípulögnum, eða hafa lokið iðnfræði og hafa reynslu af verkstjórn.
Þekking á lagnakerfum og jarðvinnu er kostur.
Verkstjóri vatnskerfa með áherslu á vatnsveitu
Verkstjórinn leiðir hóp iðnaðarmanna sem sinnir viðhaldi og bregst
við bilunum auk þess að taka þátt í nýframkvæmdum við vatns-
veitukerfi höfuðborgarsvæðisins.
Til að sækja um þarftu að vera með meistararéttindi í pípulögnum
eða málmiðn, eða hafa lokið iðnfræði og hafa reynslu af verkstjórn.
Þekking á lagnakerfum og jarðvinnu er kostur.
Verkstjóri vatnsöflunar og miðlunar
Verkstjórinn leiðir hóp vélfræðinga og rafvirkja sem sinnir viðhaldi,
eftirliti og daglegum rekstri borhola, dælustöðva, tanka og stofnæða
vatns- og hitaveitu höfuðborgarsvæðisins.
Til að sækja um þarftu að vera vélfræðingur með sveinspróf í
málmiðn og hafa reynslu af verkstjórn. Sveinspróf í rafiðn er kostur.
Reynsla af keyrslu stórra kerfa er æskileg.
Verkstjórar annast daglega stjórn vinnuflokka okkar. Þeir
undirbúa verk, skipuleggja og samhæfa með það að leiðarljósi
að hvert verk sé unnið á faglegan og öruggan hátt.
Teymisstjóri fageftirlits
Teymisstjóri fageftirlits tekur þátt í störfum og leiðir hóp starfsmanna
sem hefur eftirlit með framkvæmdaverkum. Hann tekur þátt í eftirliti
með framkvæmdum í rafdreifikerfi, framkvæmir öryggis- og lokaúttektir
og er verktökum til ráðgjafar.
Til að sækja um þarftu að vera rafmagnstæknifræðingur, iðnfræðingur
eða rafvirki og hafa reynslu af stjórnun. Þekking á rafdreifikerfum og
háspennutengingum er æskileg. Þekking á lagnakerfum og jarðvinnu
er kostur.
Það er mikið um að vera hjá Veitum
og því viljum við bæta í hópinn
Árleg vinnustaðakönnun sýnir að hjá okkur er
frábær starfsandi, mikil ánægja með stjórnendur
og allur aðbúnaður fyrsta flokks.
ÖFLUGIR STJÓRNENDUR
Tæknistjóri vatnsveitu
Tæknistjóri vatnsveitu er lykilaðili í uppbyggingu stærstu
vatnsveitu landsins. Hann gerir fjárfestingaráætlanir til lengri
og skemmri tíma og leiðir samningagerð við hagsmunaaðila.
Hann setur af stað og undirbýr verkefni, er bakhjarl verkefna-
stjóra og einn af lykilaðilum í öflugu verkefnateymi.
Til að sækja um þarftu að hafa leiðtogahæfileika og haldgóða
þekkingu á veitukerfum. Próf í verk- eða tæknifræði á sviði
bygginga eða véla er skilyrði.
Rafmagnshönnuður
Öflugir hönnuðir eru lykilaðilar í undirbúningi verka. Við leggjum
mikla áherslu á að hönnuður horfi fram á veginn og hugi að
öryggismálum í allri hönnun til að fólk geti unnið á öruggan hátt
bæði á framkvæmda- og rekstrartíma.
Til að sækja um þarftu að vera lipur í samskiptum, hafa reynslu
af hönnun og góða þekkingu á AutoCad. Próf í rafmagnsverk-
eða tæknifræði er skilyrði.
Verkefnastjóri
Framkvæmdaverkefni Veitna eru fjölbreytt og krefjandi. Við leitum
að öflugum einstaklingi í verkefnastjórateymið okkar. Mikil
áhersla er lögð á fagmennsku og að verkefnastjórar afli sér
alþjóðlegrar verkefnastjórnunarvottunar.
Til að sækja um þarftu að vera öflugur leiðtogi, lipur í samskiptum
og hafa reynslu af verkefnastjórnun. Próf í verk- eða tæknifræði
er skilyrði.
Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins sem rekur vatnsveitu,
hitaveitu, rafveitu og fráveitu þar sem hver einasti starfsmaður
er mikilvægur hlekkur í að veita viðskiptavinum okkar áreiðanlega
þjónustu. Við erum fagfólk á líflegum vinnustað sem leitast við
að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi.
Við tökum jafnréttið alvarlega og viljum hafa fjölbreyttan hóp
starfsmanna. Því hvetjum við jafnt konur sem karla til að sækja um.
ELDKLÁRIR SÉRFRÆÐINGAR
Við tökum á móti umsóknum á www.veitur.is
þar sem nánari upplýsingar um störfin er að
finna. Frekari aðstoð veitir Bryndís Ernstsdóttir,
netfang starf@veitur.is. Umsóknarfrestur er til
og með 15. febrúar.
Kalda vatnið er álíka lengi að renna
frá Gvendarbrunnum í Heiðmörk
niður í Neðra-Breiðholt og það
tekur að horfa á Fanga frá upphafi til
enda – með hóflegum klósettpásum
„
“
KRAFTUR, ELDMÓÐUR OG HELLINGUR AF HÆFILEIKUM
0
4
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
9
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
2
9
-4
B
7
C
1
C
2
9
-4
A
4
0
1
C
2
9
-4
9
0
4
1
C
2
9
-4
7
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
8
s
_
3
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K