Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2017, Qupperneq 111

Fréttablaðið - 04.02.2017, Qupperneq 111
Því myndin byrjar einhvers staðar Myndlistarsýning í Arion banka Laugardaginn 4. febrúar kl. 13.30 verður myndlistarsýning opnuð í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Þar verða verk í eigu bankans frá 1939–1993 pöruð við verk yngri listamanna frá 2010–2016. Við opnunina heldur Dorothée Kirch fyrirlestur um verkin og enduróm hugmynda. Listamenn / Bragi Ásgeirsson / Davíð Örn Halldórsson / Guðmundur Thoroddsen / Heimir Björgúlfsson / Helgi Már Kristinsson / Helgi Þorgils Friðjónsson / Helgi Þórsson / Hildur Bjarnadó…ir / Ingunn Fjóla Ingþórsdó…ir / Jóhanna Kristbjörg Sigurðardó…ir / Jóhannes Jóhannesson / Magnús Helgason / Magnús Kjartansson / Marta María Jónsdó…ir / Ragnheiður Jónsdó…ir Ream / Snorri Arinbjarnar / Svavar Guðnason / Vilhjálmur Bergsson / Þorvaldur Jónsson / Þorvaldur Skúlason Laugardagur til lista Allir velkomnir – sýningin stendur til 17. mars. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 7- 03 50 TónlisT HHHHH Caput hópurinn flutti verk eftir Jónas Tómasson, Sigurð Árna Jónsson, Áskel Másson og Niels Rosing-Schow á Myrkum músíkdögum. Stjórnandi: Guðni Franzson. Einleikari: Helene Navasse. Norðurljós í Hörpu Laugardaginn 28. janúar Átta hægir dansar handa Láru eftir Jónas Tómasson, sem fluttir voru á tónleikum Caput hópsins á Myrkum músík- dögum, vöktu spurningar. Fyrir það fyrsta var tónlistin einn samfelldur kafli og erfitt að greina hvenær einn dansinn endaði og sá næsti tók við. Í öðru lagi var fráleitt að um dans væri að ræða, því takturinn í tónlistinni var svo torkennilegur að hann var í rauninni ekki til staðar. Nú getur nútímadans auðvitað verið nokkurn veginn hvað sem er og vissulega hægt að dansa við takt- lausa tónlist, en þá finnst manni að eitthvað grípandi þurfi að vera við hana. Það sem hér var boðið upp á var hins vegar flatt og leiðinlegt, gersneytt öllum innblæstri. Verkið samanstóð af löngum, samhengis- lausum tónum sem mynduðu ein- staklega fráhrindandi hljóma. Það var engin stígandi, engin framvinda, enginn fókus. Ég hef heyrt glæsileg tónverk eftir Jónas; hann getur gert betur en þetta. Flashlight eftir Niels Rosing- Schow kom ekki heldur vel út. Þar var eins konar einleikur, sem var í höndunum á Helene Navasse, en hún lék á bassaflautu. Einnig komu rafhljóð við sögu, og svo var meðleik- urinn í höndunum á Caput hópnum. Mestmegnis grundvallaðist tónlistin á hröðum nótum og fínlegri áferð, sem náði aldrei að virka lokkandi. Grunnhugmyndirnar voru fyrst og fremst klisjur, og því risti heildar- myndin ekki djúpt. Einleikurinn var auk þess lítt krassandi, aðallega fálm- kenndar tónahendingar sem höfðu ekkert að segja. Annað á dagskránni var tilkomu- meira. Shades eftir Áskel Másson var að hluta til byggt á þjóðlaginu við textann „Kvinnan fróma, klædd með sóma“. Úr því vann tónskáldið stór- brotinn vef fjölbreytilegra litbrigða sem einkenndust af kröftugri fram- setningu. Form verksins var nokkurs konar frásögn með spennuþrunginni uppbyggingu og sterkum hápunkti og niðurstöðu. Það var ánægjulegt áheyrnar. Referral Stampede eftir Sigurð Árna Jónsson var líka flott. Tónahug- myndirnar voru að vísu ekki sérlega skemmtilegar og minntu mjög á aka- demíska samtímatónlist frá áttunda áratuginum, en úrvinnslan var snörp og fókuseruð. Framvindan var því ávallt athyglisverð. Caput hópurinn spilaði vel í alla staði, leikurinn var nákvæmur og samtaka. Dagskráin hefði aftur á móti þurft talsvert meiri yfirlegu. Jónas Sen niðursTaða: Misjöfn dagskrá en flutningurinn var góður. Kvinnan fróma, klædd með sóma Sýning á yfir 300 refilsaumuðum myndum verður opnuð í Laugar- borg í Eyjafjarðarsveit í dag klukk- an 14, að frumkvæði Bryndísar Símonardóttur, fjölskylduráðgjafa og handverkskonu í Eyjafirði. Myndirnar eru saumaðar af afkomendum skoskra innflytj- enda í 33 löndum og sýningin, sem nefnist Scottish Diaspora Tapestry, hefur verið á ferð milli þeirra landa síðustu tvö ár. Ísland er síðasti við- komustaðurinn á leið til Skotlands aftur og hér munu fimm myndir bætast við eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, teiknara og rit- höfund. Myndirnar segja sögu systranna Þórunnar hyrnu og Auðar djúp- Saga landnámskvenna á saumuðum myndum Vilborg Davíðs- dóttir, Bryndís Símonardóttir og Kristín Ragna Gunnarsdóttir með mynd af Þórunni hyrnu. úðgu Ketilsdætra sem komu hingað til lands með fjölskyldur sínar frá Skotlandi á níundu öld. „Ég teiknaði myndirnar undir handleiðslu Vilborgar Davíðsdótt- ur sem er sérfræðingur í þeim Auði og Þórunni,“ segir Kristín Ragna. „Nú er saumaskapurinn að mestu eftir en ég held þó að fimm konur séu þegar byrjaðar. Það verður hægt að sjá þær að verki á opnuninni í dag og alltaf er gaman að fylgjast með verki í vinnslu.“ – gun Nú er saumaskapur- iNN að mestu eftir eN ég held þó að fimm koNur séu þegar byrjaðar. M e n n i n g ∙ F r É T T a B l a ð i ð 67l a u g a r D a g u r 4 . F e B r ú a r 2 0 1 7 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 9 -0 1 6 C 1 C 2 9 -0 0 3 0 1 C 2 8 -F E F 4 1 C 2 8 -F D B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.