Fréttablaðið - 25.02.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 25.02.2017, Síða 10
Ný miðstöð fyrir þolendur ofbeldis verður opnuð þann 2. mars næst- komandi, Bjarkahlíð. Húsið stendur í skógarlundi við Bústaðaveg og þar verður boðið upp á ráðgjöf og upp- lýsingar fyrir allt fólk sem hefur verið beitt ofbeldi og unnið með þolend- um á þeirra forsendum. Fyrirmyndin að Bjarkahlíð er sótt til Banda- ríkjanna, í miðstöðvarnar Family Justice Center sem þar eru reknar, og er samstarfsverkefni Reykja- víkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins, Lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, Sam- taka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. „Þetta er spennandi samstarf sem ég trúi að muni skipta þolendur ofbeldis miklu máli. Þessi þjónusta hefur ekki verið áður í boði en hér verður veitt samhæfð þjónusta fyrir brotaþola ofbeldis,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefna- stjóri Bjarkahlíðar. Rögnu til halds og trausts verður Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræð- ingur og félagsráðgjafi. Hafdís segir reynslu margra þolenda vera að þeir þurfi að leita á marga staði eftir hjálp og segja sögu sína oft mismunandi aðilum. „Því fylgir of mikið álag að fara á milli ólíkra stofnana og kerfa og við viljum koma í veg fyrir þetta. Fólk hefur verið að standa í þessu á erfið- ustu stundum lífs síns,“ segir Hafdís sem segir álagið auka hættu á upp- gjöf. „Við viljum auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar og jafnvel leiða fólk hingað til þess að aðstoða það,“ segir hún. Ragna segir að í Bjarkahlíð verði tenging við aðra þjónustu, heilsu- gæslu og félagsþjónustu. „Hér fara fram einstaklingsviðtöl. Við metum öryggi viðkomandi og þörf á þjón- ustu. Hér verður einnig sinnt laga- legri ráðgjöf og félagslegri og veitt aðstoð til að sækja ýmis úrræði, segir hún frá. „Við erum komin í gott samstarf við heilsugæslu og neyðar- móttöku. Við fáum einnig aðstoð lögreglu við að leggja fram kærur í ofbeldismálum og að veita upplýs- ingar um réttarvörslukerfið. Mark- miðið er að þolendur geti gefið lög- reglunni skýrslu í Bjarkahlíð þegar fram líða stundir,“ segir Ragna. „Það eru stór skref að þurfa að stíga inn á lögreglustöð. Við sjáum fyrir okkur að skrefin hingað inn verði léttari,“ útskýrir Hafdís. Ein helsta nýlunda miðstöðvar- innar er sú að hún tekur á móti þol- endum af öllum kynjum sem sætt hafa heimilisofbeldi, kynferðisof- beldi, ofbeldi gegn öldruðum, fötl- uðum eða eru fórnarlamb mansals. Ragna segir viðkvæmari hópa sam- félagsins fá sérstaka athygli. „Á sama tíma er mikilvægt að það komi fram að allir sem hafa orðið fyrir ofbeldi geta leitað til okkar,“ segir Ragna og bendir á að Bjarkahlíð muni líka stuðla að fræðslu til samfélagsins. „Við viljum einfaldlega vinna hlutina á forsendum þeirra sem hingað leita og viljum að fólk finni til trausts,“ segir Ragna. Sérstök þjónusta verður við börn í Bjarkahlíð. „Sálfræðingar Barna- verndar Reykjavíkur verða með viðtöl við börn sem verða vitni að heimilisofbeldi en það getur haft jafn alvarlegar afleiðingar fyrir börn eins og ef þau yrðu sjálf fyrir ofbeldi,“ segir Ragna og ítrekar að það sé and- legt ofbeldi gegn barni að það verði vitni að því.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Þjónusta á forsendum þolenda ofbeldis Ný miðstöð, Bjarkahlíð, veitir öllum fullorðnum þolendum ofbeldis þjónustu á einum stað. Þolendur ofbeldis hafa hingað til þurft að leita eftir hjálp á mörgum stöðum og segja sögu sína oft mismunandi aðilum. „Við viljum koma í veg fyrir þetta,“ segir félagsráðgjafi. Hafdís Inga Hinriksdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir taka á móti þolendum ofbeldis í Bjarkahlíð sem verður opnuð 2.mars. FRéttaBlaðIð/SteFán KaRlSSon Margháttuð aðstoð verður sótt handa þolendum sem leita til Bjarkahlíðar. Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 – Almennur fundur um aðalskipulagstillögu – Almennur fundur um heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudaginn 28. febrúar nk. kl. 20:00. Fundurinn er liður í kynningu og samráði við skipulagsgerðina gagnvart íbúum í Hveragerði og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum verður kynnt tillaga að aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og gerð grein fyrir forsendum hennar og umhverfismati. Tillagan felur í sér stefnu bæjarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgön- gu- og þjónustukerfi og umhverfismál allt til ársins 2029. Við skipulagsvinnuna var lögð áhersla á: • þéttingu byggðar svo nýta megi betur núverandi innviði bæjarins s.s. gatna- göngustíga- og veitukerfi. • lágreista byggð og fjölbreytni í gerð íbúða • ný svæði fyrir fjölbreytta athafnastarfssemi. • umferðarskipulag og umferðaröryggi Á fundinum verða m.a. kynntir: • tveir valkostir á legu Suðurlandsvegar á móts við þéttbýlið í Hveragerði • tillaga um hvar heimilt verði að reka leyfisskilda gististaði að undangenginni grenndarkynningu • tillaga um verndun yfirbragðs elsta byggðarkjarna bæjarins • tillaga um verndun verðmætra trjáa Nánari upplýsingar um aðalskipulagstillöguna er að finna á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Hveragerði Lógo Hveragerðisbæjar Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 – Almennur fundur um aðalskipulagstillögu – Almennur fundur um heildarendurskoðun aðalskipulags Hverag- erðis verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudaginn 28. febrúar nk. kl. 20:00. Fundurinn er liður í kynningu og samráði við skipulagsgerðina gagnvart íbúum í Hveragerði og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum verður kynnt tillaga að aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og gerð grein fyrir forsendum hennar og umhverfismati. Tillagan felur í sér stefnu bæjarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál allt til ársins 2029. Við skipulagsvinnuna var lögð áhersla á: • þéttingu byggðar svo nýta megi betur núverandi innviði bæjarins s.s. gatna- göngustíga- og veitukerfi. • lágreista byggð og fjölbreytni í gerð íbúða • ný svæði fyrir fjölbreytta athafnastarfssemi. • umferðarskipulag og umferðaröryggi Á fundinum verða m.a. kynntir: • tveir valkostir á legu Suðurlandsvegar á móts við þéttbýlið í Hveragerði • tillaga um hvar heimilt verði að reka leyfisskilda gis- tistaði að undangenginni grenndarkynningu • tillaga um verndun yfirbragðs elsta byggðarkjarna bæjarins • tillaga um verndun verðmætra trjáa Nánari upplýsingar um aðalskipulagstillöguna er að finna á hei- masíðu bæjarins www.hveragerdi.is Skipulagsfulltrúinn í Hveragerði Birtingarmyndir ofbeldis l Líkamlegt ofbeldi: Kýla, slá, sparka, hrinda. l Andlegt ofbeldi: Skamma, ógna, niðurlægja, stjórna. l Kynferðislegt ofbeldi: nauðgun, sifjaspell, kynferðisleg áreitni, stafrænt kynferðislegt ofbeldi, klám, mansal. l Fjárhagslegt ofbeldi: Fjármun- um haldið frá fólki/notaðir í ósamræmi við vilja einstaklings. l Efnislegt ofbeldi: Eignaréttur ekki virtur, hlutir eyðilagðir. l Vanræksla: Aðstoð haldið frá viðkomandi, lyfjagjöf ekki sinnt sem skyldi o.s.frv. l Elta eða hóta: Að elta mann- eskju og sitja fyrir henni gegn vilja hennar – eltihrellir. Hótanir um að birta á netinu nektar- myndir – hrelliklám. l Ofbeldi sem felur í sér mis- munun: Ofbeldi og áreitni sem beinist t.d að uppruna, kyni, kynþætti, kynhneigð, skerðingu eða annarri stöðu viðkomandi. Sérstök þjónusta verður við börn í Bjarkahlíð og sálfræðingar taka viðtöl. Við viljum auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar og jafnvel leiða fólk hingað til þess að aðstoða það. Hafdís Inga Hinriksdóttir 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 4 F -E E 8 8 1 C 4 F -E D 4 C 1 C 4 F -E C 1 0 1 C 4 F -E A D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.