Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2017, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 25.02.2017, Qupperneq 27
Bakstursofninn HB 63A1520S frá Siemens fékk hæstu einkunn í nýjustu prófunum Testfakta í Svíþjóð (www.testfakta.se) á bakstursofnum með sjálfhreinsun („pyrolysis“). Annað sætið vermir bakstursofninn HBG 673CS1S frá Bosch sem fékk toppeinkunn fyrir hitadreifingu og orkunotkun. Þú þarft aldrei að þrífa þessa ofna. Pyrolys-hreinsikerfið sér um það. Líttu inn til okkar núna. Þú átt skilið að fá sigurvegara í eldhúsið þitt. Veldu sigurvegara! Siemens og Bosch í efstu sætunum! þess vegna er ég alltaf að segja mönn- um að listamenn, ekki síst myndlist- armenn, séu alls ekki fólk sem fellur í þessa kríteríu fordómanna. Þeir eru miklu nær handverkinu – fólki sem er inni á verkstæðum og vill sjá hlutina verða til. Þegar ég horfi á þessa flóru af listamönnum sé ég fólk sem vill nota hendurnar og skapa. Þetta vilja menn ekki skilja því ef það er ekki fiskur eða hrávara þá eru öll ljós slökkt óháð því hversu mikil verðmæti myndlistin skapar. Hugsið ykkur hversu mikið við Íslendingar erum búin að græða á nöfnum eins og Ólafi Elíassyni, sem Danir eru alveg til í að deila með okkur, Steinu og Woody Vasulka sem Bandaríkjamenn mundu gjarnan vilja eigna sér, eða Ragnari Kjartanssyni sem við eigum einir. Eða Erró sem allir þekkja í Frakklandi. En við erum ekki að vinna markvisst með þetta, nýta þetta og sjá þetta í samhengi. Það er synd.“ Í rétta átt En nú þegar Halldór Björn er að hætta er ekki úr vegi að spyrja einfaldlega – hvað þarf safnið? „Við þurfum stærra geymslupláss sem er sem betur fer að koma. Við höfum fengið aukið varðveislurými í Laugarnesi en það er reyndar ekki tryggt vegna þess að enn er ekki vitað hversu miklu plássi Listaháskólinn þarf á að halda. En svo er það sýningapláss, það er mjög brýnt. Ég verð að játa, þó svo ég fái kannski bágt fyrir, að ég hef verið að berjast fyrir húsi hérna vestur af Reykjavík en það er Lækningaminja- safnið. Það er skelin ein í dag en ég vil að það komi til okkar sem samtíma- listadeild yfir stór verk og rafræn verk. Ég er búinn að hamast í þessu frá 2015 og það hefur náðst að Sel- tjarnarnesbær, læknafélögin og við höfum skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að þetta komi til okkar. Þá horfi ég til þess að bjóða læknum sérstaklega aðstöðu fyrir þing, ráð- stefnur og kennslu. Þetta eru hátt í fjórtán hundruð fermetrar og rosa- lega vel útbúið hús enda er það byggt sem safn. Þarna er hægt að ganga upp á þak og njóta norðurljósanna betur en nokkurs staðar á höfuðborgar- svæðinu. Þá sé ég fyrir mér að hérna við Frí- kirkjuveginn verði klassískari sýn- ingar og safnkosturinn enda eigum við ótrúlega mikið af merkilegum verkum sem aldrei fá að njóta sín. Að auki þá tókst okkur að fá fjármála- ráðuneytið, við erum því afar þakk- lát fyrir það, til þess að kaupa lóðina hérna fyrir ofan okkur með húsinu hans Þorsteins Bergmann. Húsið er að vísu ónýtur hjallur en lóðin gefur okkur tilefni til þess að hugsa til fram- tíðar og jafnvel tengja þetta hús við núverandi safn. Sama ár varð Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar á Laugar- nestanga, sú dýrmæta perla, hluti af Listasafni Íslands. Ef allt gengur upp ætti það að duga svona næstu þrjátíu til fimmtíu ár. Þetta er það sem ég hef lagt mesta áherslu á og að mati fólks- ins míns of mikla sem hefur stundum fundist ég vera eins og eitthvert verk- fræðitröll – allur í húsunum. En pláss- leysið brennur svo á mér.“ Annað líf Halldór Björn segir að eftir mikla baráttu á síðustu tíu árum fylgi því góð tilfinning að vera að hætta. „Ég er sáttur við mín tíu ár og finnst að ég hafi gert það sem ég gat en hitt liggur á milli hluta. Ég fer sáttur frá borði og er sérstaklega sáttur við sýningar á borð við Untitled Stills eftir Cindy Sherman, List mót byggingarlist, Louise Bourgeois og svo auðvitað Vasulka-stofu, en þeirri Lilju hefðu fjölmörg söfn úti hinum stóra heimi viljað skreyta sig með, en þau hjónin völdu okkur. Hér í Listasafni Íslands er með ein- dæmum gott fólk og valin mann- eskja í hverju rúmi. Sú sem tekur við af mér, Harpa Þórsdóttir, er brilljant manneskja sem hefur starfað hér og þekkir vandamál safnsins. Hún veit á hvaða veggi hún er að fara að ganga. Ég er búinn að nefna við hana að það skiptir miklu máli að byggja upp traust hollvinafélag fyrir Lista- safnið. Það er brýnt verkefni að búa til bakland og ráðuneytið þyrfti líka að koma sér upp baklandi auk meiri þekkingar. En nú verður það ekki minn haus- verkur því ég er kominn með annað líf og á eflaust eftir að fara út um víðan völl,“ segir Halldór Björn og hlær glaðlega við tilhugsunina. „Ég á eflaust eftir að hrella fólk í tíu ár til viðbótar að minnsta kosti en í far- vatninu er einn fastur punktur. Eftir mánuð ætlum við hjónin að fara í stóra Suður-Ameríkuferð, fljúga á Lima og fara upp í Inkabyggðirnar og fljúga þaðan til Buenos Aires og svo á Iguazu-fossana á landamærum Bras- ilíu, Argentínu og Paragvæ og þetta verður þriggja vikna ferð og er mikið tilhlökkunarefni. Spurðu mig svo bara þegar ég kem heim hvað tekur við.“ h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 27l A U g A R D A g U R 2 5 . F e B R ú A R 2 0 1 7 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 4 F -E 9 9 8 1 C 4 F -E 8 5 C 1 C 4 F -E 7 2 0 1 C 4 F -E 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.