Fréttablaðið - 25.02.2017, Side 32
Kæru lesendur.
Febrúar er hjarta-
mánuðurinn okkar. Það
er ekki bara vegna þess
að Valentínusardag-
inn og konudaginn ber
upp í febrúar, heldur
finnst okkur það góður
mánuður til að minna
landsmenn á að hlúa
að líffærinu sem dælir
næringu til allra kerfa
líkamans. Hvað er
betra en að grípa tæki-
færið, líta í eigin barm
og hlúa að hjartanu –
græjunni sem heldur
okkur gangandi, en er
á sama tíma svo við-
kvæm fyrir áföllum?
Margir halda að þegar
rætt er um hjarta- og
æðasjúkdóma þá eigi sú
umræða eingöngu við
um gamalt fólk eða fólk
sem hefur á einhvern
hátt farið illa með sig.
Þannig er því þó ekki
háttað, þessi sjúkdóma-
flokkur er mjög breið-
ur og getur spannað allt
frá því að vera saklaus-
ar takttruflanir á gangi
hjartans yfir í alvarlega hjarta-
bilun, skyndidauða, kransæða-
stíflu og heilaáföll. Það má held-
ur ekki gleyma því að árlega fæð-
ast mörg börn með mis alvarlega
hjartagalla.
Það er því mikilvægt að allir
séu meðvitaðir um hvað sé þess-
um mikilvægasta vöðva líkamans
fyrir bestu. Þá er átt við þætti
sem við sjálf getum haft áhrif á;
góður svefn, fjölbreytt og nær-
ingarríkt mataræði, reglubund-
in hreyfing, þyngdar- og streitu-
stjórnun. Að sjálfsögðu eigum við
að þekkja tölur hjartans; blóð-
þrýsting, blóðfitu og blóðsykur,
ekki síður en símanúmer og pin-
númer sem allir eru með á hreinu.
Þessar lykiltölur gefa okkur vís-
bendingar um ástand í líkaman-
um sem við getum haft áhrif á
bæði með lífsstíl og ef þarf, með
lyfjagjöf. Þeir sem eru með fjöl-
skyldusögu um kransæðasjúk-
dóm þurfa sérstaklega að huga
að þessum þáttum. Það
getur orðið okkur til
lífs að vera meðvituð
um innra ástand æða-
kerfis okkar snemma
á lífsleiðinni og vera
virk í að fylgjast með
því alla ævi og leita að-
stoðar ef við þörfnumst
hennar.
GoRed átakið hefur
verið starfrækt hér á
landi frá árinu 2009 og
rauði dagurinn hefur
öðlast fastan sess, en
hann er jafnan í byrjun
febrúarmánaðar og var
svo einnig þetta árið.
Upphaflega var stofnað
til átaksins til þess að
vekja athygli á konum
og hjartasjúkdómum,
en það hefur sýnt sig
að einkenni t.d. hjarta-
áfalla hjá konum geta
verið ólík þeim ein-
kennum sem við venju-
lega teljum að komi frá
hjarta. Nú höfum við
breytt örlítið um stefnu
hér á landi í þá átt að
átakinu er beint til allra
óháð aldri og kyni.
Átakið er samstarfsverkefni
Hjartaverndar, Hjartaheilla,
Heilaheilla, hjartadeilda Land-
spítalans og Neistans. Á öllum
þessum stöðum starfar fólk sem
hefur að atvinnu að sinna og leið-
beina fólki sem á við minni- eða
meiriháttar veikindi að stríða
eða sem er í reglubundnu eftirliti
vegna áhættuþátta, t.d. hækkaðs
blóðþrýstings. Til þess að minna
sjónrænt á átakið hafa nokkr-
ar byggingar verið lýstar upp
með rauðum lit; Háskóli Íslands,
Landspítali, Rafstöðvarhúsið í
Elliðaárdal og Harpa. Við þökk-
um öllum samstarfsaðilum okkar
fyrir að leggja hönd á plóg.
En munum að hjartað slær
líka alla hina mánuði ársins, við
erum einungis að minna ykkur á
það núna og vonum að þið njótið
fræðslunnar í blaðinu okkar og
fylgist með okkur á Facebook-
síðu okkar GoRed Ísland.
Með hjartans kveðju.
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
RitStjóRn
Rannveig H. Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri, skrifstofa hjartalækninga Lsh | ransa@landspitali.is | s. 543-6109
ÁbyRgðaRmaðuR
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
Við Anna Rós mælum okkur
mót á skrifstofu hennar í Hvaleyr-
arskóla þar sem hún er deildar-
stjóri. Skólinn iðar af lífi og nem-
endur þjóta um gangana á leið í
kennslustund. Anna Rós er hreyst-
in uppmáluð og ekki á henni að sjá
að fyrir sjö árum hafi hún fengið
alvarlega kransæðastíflu.
„Þetta gerðst vorið 2010. Sama
ár og Eyjafjallajökull gaus,“ segir
hún kankvíslega. „Ég var búin
að vera frekar óánægð með mig,
fannst ég vera í lélegu formi þótt
ég væri búin að vera dugleg að
hreyfa mig. Ég var í líkamsrækt
og fór oft út að ganga með hund-
inn okkar en mér fannst ég alltaf
finna fyrir einhverjum óþægind-
um. Þegar ég lá út af fannst mér
eins og það væri þungt loft í her-
berginu og mig vantaði súrefni. Ef
ég gekk brekkur fannst mér betra
að bakka upp, það var léttara,“
rifjar Anna Rós upp.
Hún sótti einnig tíma í jóga og
sumar æfingarnar ollu henni sárs-
auka. „Ég fann til í viðbeininu
þegar ég sneri mér í ákveðna átt.
Það voru því ýmis teikn á lofti sem
ég áttaði mig ekki á og grunaði alls
ekki að eitthvað alvarlegt væri að
mér,“ segir hún, enda ekki saga um
hjartveiki í hennar fjölskyldu.
Send á Hjartagáttina
„Ég var stödd í vinnunni þegar ég
ákvað að hringja í lækni og láta
athuga mig. Það var búið að vera
ofboðslega mikið álag á mér. Við
erum fá í stjórnendateymi hér við
skólann og það hafði verið mikið
um forföll svo það var enn meira
að gera en vanalega. Daginn áður
hafði ég verið uppi í hesthúsi að
sópa fóðurganginn og fann þá fyrir
skrýtnum verkjum sem mér fannst
vera í lungunum. Ég settist niður
og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp
að sópa. Þá kom þessi verkur aftur.
Hann leiddi ekki út í handlegg og
það var ekkert sérstakt sem benti
til hvað þetta gæti verið,“ segir
Anna Rós sem fannst vissara að
láta skoða sig. „Ég var svo hepp-
in að það hafði einmitt losnað tími
hjá Gunnari Þór Jónssyni, sem er
heimilislæknirinn minn, en ég á
honum líf mitt að launa.“
Anna Rós sagði ritara skólans að
hún yrði í burtu í mesta lagi hálf-
tíma. Annað kom þó á daginn. „Ég
tók ekki einu sinni kápuna mína
með mér. Mér fannst ég varla hafa
tíma til að staldra við hjá læknin-
um en hann vildi athuga mig betur
og setti mig í línurit. Hann fór yfir
niðurstöðurnar, kom til baka og
spurði hvort ég væri á bíl. Ég sagði
svo vera og hélt að hann vantaði far
og var alveg til í að skutla honum.
Gunnar læknir sagði þá að ég yrði
að skilja bílinn eftir, hann ætlaði
að hringja á sjúkrabíl, hann væri
búinn að hringja niður á Hjartagátt
og þar yrði tekið á móti mér. Mér
fannst þetta ægilega mikil fyrir-
höfn og vildi alls ekki fara í sjúkra-
bíl,“ segir Anna Rós sem hringdi í
eiginmann sinn og bað hann um að
skutla sér á Hjartagáttina. Henni
fannst þó betra að koma bílnum
heim, sem hún og gerði og þaðan
fór hún á sjúkrahúsið.
Tók lækninn ekki alvarlega
„Ég tók þetta ekki alvarlega. En
ég var rosalega heppin því ég lenti
í góðum höndum og það var strax
brugðist hárrétt við. Á Hjartagátt-
inni var byrjað á að senda mig í
rannsóknir sem ég man reynd-
ar óljóst eftir. Ég steinsofnaði því
ég var svo þreytt,“ segir Anna Rós
sem var ung, reyklaus, í kjörþyngd
og góðu formi og því ekki dæmi-
gerður hjartasjúklingur. „Það
var ekkert sem benti til þess að
ég væri að fá hjartaáfall en Þór-
dís Jóna Hrafnkelsdóttir, sem er
hjartalæknirinn minn í dag, ákvað
að setja mig í hjartaþræðingu. Ég
man að í aðgerðinni sagði einn
læknirinn að hér væri greinilega
korter í hjartaáfall.“
Aðspurð segist hún ekki hafa
verið hrædd en þetta hafi allt verið
mjög óraunverulegt. „Ég var eins
og við hliðina á sjálfri mér,“ segir
hún.
Ein æð reyndist alveg stífluð
og tvær með þrengingar. Stoðnet
var sett í stífluðu æðina en það
víkkar hana út. Anna Rós var á
sjúkrahúsi í viku og þaðan lá leið-
in á Reykjalund. „Ég fékk rosalega
góða þjónustu í öllu þessu ferli. Ég
fór í endurhæfingu á Reykjalund í
sex vikur, sem var yndislegt. Alls
var ég frá vinnu í um þrjá mánuði,“
segir Anna Rós.
Hún segir mesta áfallið hafa
verið þegar hún áttaði sig á að
hún þyrfti að taka sex tegundir af
hjartalyfjum daglega það sem eftir
væri ævinnar. „Þá kom smá blús
yfir mig. Hins vegar lít ég aldrei á
mig sem sjúkling og finnst furðu-
legt að fá póst þar sem ég er ávörp-
uð sem „kæri hjartasjúklingur“.
Mér finnst það ekki eiga við mig.“
Að endurhæfingu lokinni fór
Anna Rós að vinna á ný og hefur
auk þess lokið námi í stjórnun og
sérkennslufræðum. Hún hefur
ekki látið þessi veikindi stoppa sig
í daglegu lífi en skyldi hún hafa
breytt einhverju varðandi lífsstíl?
„Ég hugsa öðruvísi um mataræðið
en áður. Ég er alin upp við íslensk-
an mat en núna forðast ég reyktan
og saltaðan mat. Auk þess hreyfi
ég mig mikið en ég hef svo sem
alltaf gert það.“
Engin skýring fannst á því að
hún fékk kransæðastíflu svona
ung. „Ég veit ekki hvort það er vís-
indalega sannað en sjálf held ég
að stress og mikill erill hafi slæm
áhrif á heilsuna og geti komið und-
irliggjandi veikindum af stað.“
anna Rós er mikil hestakona.
„ef ég gekk brekkur fannst mér betra að bakka upp, það var léttara,“ segir anna
Rós sem í dag gengur á fjöll eins og ekkert sé.
anna Rós lítur alls ekki á sig sem sjúkling og segir fjölskylduna ekki heldur gera það.
Sigríður inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Þekkið tölur hjartans
Rannveig
Ásgeirsdóttir,
verkefnastjóri
goRed Ísland
Þórdís jóna
Hrafnkelsdóttir,
formaður
goRed Ísland
HjaRtamÁnuðuR - gO Red Kynningarblað
25. febrúar 20172
Landssamtök hjartasjúklinga voru
stofnuð 8. október 1983. Stofn-
félagar voru 230, flestir hjarta-
sjúklingar, vandamenn þeirra og
velunnarar, en einnig voru þar
læknar og hjúkrunarfólk.
Árið 2012 var nafni samtakanna
breytt í Hjartaheill.
Hlutverk Hjartaheilla er:
l að sameina hjartasjúklinga, að-
standendur þeirra og áhugafólk
um heilbrigt hjarta
l að stuðla að betri heilsu og
bættum lífsgæðum í íslensku
samfélagi, með áherslu á fram-
farir í forvörnum, fræðslu og
meðferð hjartasjúkdóma
l að standa vörð um hagsmuni og
réttindi hjartasjúklinga
Framtíðarsýn Hjartaheilla:
l Hjartaheill verði leiðandi við að
bæta lífsgæði landsmanna með
eflingu forvarna og fræðslu um
hjartasjúkdóma
l Hjartaheill verði öflug hags-
munasamtök á sviði heilbrigð-
ismála á Íslandi með stóran og
virkan hóp félagsmanna.
Samtökin hafa frá árinu 2000
staðið fyrir fræðslu, blóðfitu-,
blóðsykurs- blóðþrýstingsmæl-
ingum og súrefnismettunar-
mælingum. Hefur þetta framtak
mælst afar vel fyrir en mæling-
ar hafa verið gerðar á 112 stöðum
um land allt og um 13.200 ein-
staklingar notið slíkrar þjónustu.
Árlega deyja um 2.200 Íslend-
ingar, þar af um 800 úr hjarta- og
æðasjúkdómum eða 36% allra
sem látast á hverju ári.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru
langalgengasta dánarorsök Ís-
lendinga. Sjá nánar á hjartaheill.is
HjaRTaHeiLL – LandSSamTök
HjaRTaSjúkLinga
Sveinn guðmundsson, formaður
Hjartaheilla.
2
5
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
4
F
-B
D
2
8
1
C
4
F
-B
B
E
C
1
C
4
F
-B
A
B
0
1
C
4
F
-B
9
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
1
2
s
_
2
4
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K