Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 33
Kransæðaþræðing (einnig köll-
uð hjartaþræðing eða kransæða-
myndataka) er í senn rannsókn og
möguleg meðferð. Berglind Gerða
Libungan er hjartalæknir með
kransæðaþræðingar og -víkkanir
sem undirgrein. Hún fer yfir fram-
kvæmdina.
Hvernig fer rannsóknin fram?
Sjúklingar eru vakandi meðan á
rannsókninni stendur, en boðið er
upp á róandi lyf fyrir rannsókn.
Eftir sótthreinsun og dúkun er
ástunga gerð á slagæð á úlnlið eða
í sumum tilfellum nára. Þunnur,
um 2 mm æðaleggur, er þræddur
að hjartanu. Litlu magni af skugga-
efni er sprautað í gegnum æðalegg-
inn og röntgenmyndir teknar sam-
tímis. Myndir eru teknar frá mis-
munandi sjónarhornum. Skipta
þarf um æðalegg að minnsta kosti
einu sinni til að geta myndað bæði
hægri og vinstri kransæð. Þá er
fyrst hægt að sjá hvort kransæðar
séu með þrengsli.
Í hvaða tilfellum
er rannsóknin gerð?
Fyrst og fremst er rannsóknin gerð
á sjúklingum sem hafa einkenni og
lækni grunar að einkennin útskýr-
ist af kransæðasjúkdómi.
Einkenni eru fyrst og fremst
brjóstverkir (stundum kallað
hjartaöng) eða verkur í kjálka,
hálsi, baki eða handlegg sem oft-
ast tengist áreynslu.
Aðrar ábendingar geta verið:
l Ný eða versnandi einkenni um
brjóstverk (hvikul hjartaöng eða
kransæðastífla).
l Vegna hjartagalla (meðfæddur
hjartasjúkdómur).
l Hjartabilun.
l Hjartalokusjúkdómar sem gætu
þurft meðferð með skurðaðgerð.
l Alvarlegar takt truflanir
Fylgikvillar
Vegna þess að það er hætta á fylgi-
kvillum eru kransæðaþræðingar
gerðar eftir að aðrar hjartarann-
sóknir hafa verið gerðar, svo sem
hjartalínurit, áreynslupróf og/eða
kransæðasneiðmyndataka.
Algengasti fylgikvillinn er blæð-
ing frá stungustað, en tíðnin er þó
undir 5%. Alvarlegir fylgikvillar
eru sjaldgæfir (<1%) en helst má
nefna: heilablóðfall, æðavandamál
og ofnæmisviðbrögð.
Hvað gerist eftir
kransæðamyndatöku?
Eftir að búið er að mynda krans-
æðarnar er rætt við sjúklinginn
um niðurstöðurnar. Eftir þetta
samtal, sem oftast fer fram á
meðan sjúklingurinn liggur enn
á borðinu, getur þrennt gerst:
1. Sjúklingur fær enga meðferð
eða lyfjameðferð. Venjulega er
þá um að ræða engan/vægan
kransæðasjúkdóm eða sjúkdóm
sem erfitt er að meðhöndla með
víkkun eða hjáveituaðgerð.
2. Sjúklingur fer frá þræðingar-
stofu, en myndirnar eru sýnd-
ar á svokölluðum hjartafundi.
Venjulega eru þetta sjúkling-
ar með flókinn kransæðasjúk-
dóm eða sjúklingar sem eru
með lokusjúkdóm. Á slíkum
fundum er tekin ákvörðun um
hvort eigi að bjóða upp á hjá-
veituaðgerð.
3. Sjúklingur fer í kransæðavíkk-
un sem er gerð í beinu fram-
haldi af kransæðaþræðingunni.
Kransæðavíkkun
Kransæðavíkkun er að jafnaði ár-
angursrík fyrir fólk með krans-
æðaþrengsli. Þá er þröng krans-
æð víkkuð út og við það eykst
blóðflæðið til hjartans. Þá geta ein-
kenni minnkað eða horfið sem fólk
hafði vegna þrengslanna.
Aðgerðin fer þannig fram að
mjór vír er þræddur fram hjá
þrengslasvæðinu. Síðan er belg-
ur blásinn upp á þrengslasvæð-
inu. Oftast er sett stoðnet á svæð-
inu til að minnka líkurnar á endur-
þrengslum.
Kransæðaþræðingar á Íslandi
Fyrsta kransæðavíkkunin var gerð
á Íslandi árið 1987. Hröð þróun
hefur átt sér stað frá því að fyrsta
þræðingin var gerð og aðferðin
verður stöðugt öruggari.
Tvær hjartaþræðingarstofur
eru starfandi hérlendis og gerð-
ar eru um 5-10 þræðingar á virk-
um dögum. Árið 2014 kom nýtt
hjartaþræðingartæki á Landspít-
alann sem var að mestu fjármagn-
að með gjafafé. Í dag er hægt að
meðhöndla fleiri og fleiri með flók-
inn kransæðasjúkdóm með víkkun
á kransæð/um. Vakt er á hjarta-
þræðingarstofunni allan sólar-
hringinn alla daga ársins. Tafar-
laus kransæðavíkkun er kjörmeð-
ferð við bráðri kransæðastíflu og
þarf því að vera í boði hvenær sem
er sólarhringsins.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Það besta sem hægt er að gera til
að koma í veg fyrir kransæðasjúk-
dóm er fyrirbyggjandi meðferð,
helst má nefna:
l Hætta að reykja, mjög mikil-
vægt!
l Huga vel að mataræðinu. Borða
hollan mat sem ekki inniheldur of
mikið af kolvetnum og fitu.
l Hreyfa sig reglulega.
l Halda kjörþyngd.
l Fylgjast með blóðþrýstingi,
efri mörk blóðþrýstings eiga að
jafnaði að liggja <140mmHg en
strangara <135mmHg hjá þeim
sem eru með sykursýki.
l Fylgjast með blóðfitu (kólester-
ól í blóði). Sumir þurfa kólester-
óllækkandi lyf til að lækka blóð-
fitu. Það er mismunandi eftir ein-
staklingum hvað telst vera of hátt
kólesteról, og er miðað við undir-
liggjandi áhættu fyrir æðasjúk-
dómi.
Rannsókn og möguleg meðferð í senn
Kransæðaþræðing er rannsókn þar sem skuggaefni og röntgengeislun er beitt til að mynda æðarnar umhverfis hjartað. Kransæðaþræðing
er ein besta rannsókn sem völ er á til að greina kransæðasjúkdóm og gefur möguleika á meðferð eins og kransæðavíkkun eða -aðgerð.
Neistinn, styrktarfélag
hjartveikra barna, var
stofnað þann 9. maí
1995.
Félagið er opið öllum
þeim sem áhuga hafa á
velferð hjartveikra barna
og fullorðinna með hjarta-
galla.
Í dag eru rúmlega 400 fjöl-
skyldur í félaginu en árlega grein-
ast um 70 íslensk börn með
hjartagalla. Gallarnir eru mis-
flóknir og þurfa sum börn að
fara í nokkrar hjartaaðgerð-
ir. Neistinn leggur mikla áherslu
á að styðja við bakið á fjölskyld-
um hjartveikra barna, félagslega
jafnt sem fjárhagslega svo að þau
geti tekist á við þetta mikla verk-
efni sem er fyrir höndum þar sem
mörg hver þurfa að ferðast til út-
landa til að gangast undir flókn-
ar aðgerðir.
Einnig miðlar Neistinn fræðslu
hvers kyns sem lýtur að hjarta-
göllum og meðferð þeirra,
til dæmis með útgáfu frétta-
blaðs og upplýsingavef sínum,
Hjartagáttinni, sem hefur komið
sér vel fyrir foreldra í undirbún-
ingi sínum.
Neistinn er með öflugt félags-
starf, fjölskyldum hjartabarna
til skemmtunar og stuðnings.
Má þar nefna reglulegan hitting
mæðra hjartabarna, sumarhá-
tíð, árshátíð, spilakvöld foreldra
og bingó.
Unglingastarfið, sem þétt-
ir hóp hjartveikra unglinga, þykir
líka einkar líflegt með alls kyns
uppákomum svo sem norrænum
sumarbúðum, bíókvöldum, keilu
og mörgu fleira.
Neistinn stendur líka að baki
og vinnur náið í samstarfi með
styrktarsjóði hjartveikra barna,
sem styrkir hjartafjölskyldur fjár-
hagslega.
Húfuverkefni Neistans
Vikuna 7. til 14. febrúar stóð yfir
alþjóðleg vitundarvika um með-
fædda hjartagalla. Þá var vakin
athygli á fræðslu til almennings
um meðfædda hjartagalla og um
leið á starfi Neistans.
Stjórn Neistans ákvað að hefja
vinnu á húfuverkefni að amerískri
fyrirmynd, eftir hugmynd banda-
rísku hjartasamtakanna og félagi
hjartveikra barna í Ameríku sem
kallast „Little hats, big hearts“.
Þá prjónaði Neistinn og gaf,
með aðstoð sjálfboðaliða og
hjartavina, öllum nýburum sem
fæddust þessa viku rauða húfu
til að heiðra baráttu hjartveikra
barna og minnast um leið þeirra
barna sem látist hafa. Sjá nánar á
neistinn.is
NeistiNN – styrKtArFélAg HjArtveiKrA bArNA
Samtök slagþolenda, að-
standenda og fagað-
ila, voru stofnuð 1. des-
ember 1994 og hétu þá
Félag heilablóðfallssjúkl-
inga og stofnfélagar voru
um 65, flestir slagsjúkling-
ar, vandamenn þeirra og velunn-
arar. Fagaðilar bættust við á síðari
árum. Árið 2006 var nafni samtak-
anna breytt í Heilaheill.
Hlutverk Heilaheilla er:
l að sameina heilablóðfallssjúkl-
inga, aðstandendur þeirra og
áhugafólk um heilbrigðan heila og
gæta hagsmuna þeirra.
l að stuðla að betri heilsu og bætt-
um lífsgæðum í íslensku samfélagi,
með áherslu á framfarir í forvörn-
um, fræðslu og meðferð heila- og
æðasjúkdóma.
l að standa vörð um hagsmuni og
réttindi þeirra er hafa fengið heila-
blóðfall.
Framtíðarsýn
Heilaheilla:
l Heilaheill hafa verið leiðandi
með öðrum félögum við að bæta
lífsgæði landsmanna með eflingu
forvarna og fræðslu um heilablóð-
fall.
l Heilaheill verði öflugri hags-
munasamtök á sviði heilbrigðis-
mála á Íslandi með stóran og virk-
an hóp félagsmanna. Samtökin
hafa staðið fyrir fræðslu á áhættu-
þáttum er leiða til slags s.s. gátta-
tifi, blóðþrýstingsmælingum o.fl.
og almennri lýðheilsu.
Árlega fá 343 Íslendinga heila-
blóðfall í fyrsta sinn og er það talið
þriðja algengasta dánarorsök í
heiminum. Sjá nánar á heilaheill.is
HeilAHeill – FélAg
HeilAblóðFAllssjúKliNgA
Að sögn Berglindar Libungan hjartasérfræðings eru gerðar fimm til tíu þræðingar á dag á virkum dögum.
Ingibjörg Guðmundsdóttir yfirlæknir
myndar kransæðar.
Séð inn á þræðingarstofu frá stjórnstöð.
Elín Eiríksdóttir,
formaður Neistans Þórir Steingrímsson,
formaður Heilaheilla
Kynningarblað HjARtAmáNuðuR - Go REd
25. febrúar 2017 3
2
5
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
5
0
-0
2
4
8
1
C
5
0
-0
1
0
C
1
C
4
F
-F
F
D
0
1
C
4
F
-F
E
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
_
2
4
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K