Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 40

Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 40
Fáar hljómsveitir hafa haft jafn mikil áhrif á tónlistarsöguna og samtímann síðustu áratugi og bandaríska rokksveitin Nirvana. Söngvari og gítarleikari sveitar­ innar, Kurt Cobain, lést árið 1994 aðeins 27 ára gamall og hefði því orðið 50 ára fyrr í vikunni. Af því tilefni ætlar vel mönnuð heiðurs­ sveit að flytja lög Nirvana á tvenn­ um tónleikum. Þeir fyrri voru í gær á Græna hattinum á Akureyri en þeir síðari verða í kvöld á Hard Rock Café í Reykjavík. Gítarleikari heiðurssveitar­ innar er Franz Gunnarsson, best þekktur sem meðlimur rokksveit­ anna Ensími og Dr. Spock. „Hann man vel eftir því þegar hann heyrði fyrst í Nirvana og öðrum gruggsveitum í upphafi tíunda ára­ tugar síðustu aldar. Ég hugsaði með mér, Guði sé lof, þegar ég upp­ lifði Nirvana og hinar gruggsveit­ irnar fyrst. Rokklandslagið hafði verið svo lengi litað af hámet­ al böndum að það var frábært að fá þessa nýju rokksenu inn í blóð­ streymið. Ég man sérstaklega eftir tónleikum í Fellahelli sem ég spil­ aði á sem unglingur. Það voru 20 hljómsveitir sem komu fram og 18 þeirra spiluðu Smells Like Teen Spirit af Nevermind sem kom út árið 1991.“ Aðrir meðlimir heiðurssveit­ arinnar eru Einar Vilberg söngv­ ari, Kristinn Snær Agnarsson trommuleikari og Jón Svanur Sveinsson bassaleikari. Mikil áhrif Áhrif Nirvana, ásamt öðrum gruggböndum, á tónlist samtím­ ans voru gríðarlega mikil og Franz man vel eftir þessum tíma. „Þessi músíkstefna hafði mikil áhrif á mig. Rokkið varð „main stream“ og það spruttu upp hér á landi gruggbönd á borð við Dos Pilas sem gáfu út plötur. Það segir allt um áhrifin á þessum litla mark­ aði. Þessi tónlist hafði líka áhrif á tískuna því æ fleiri fóru að ganga í flónelskyrtum og baggy buxum.“ Þetta er ekki í fyrsta skipt­ ið sem þeir félagar halda tón­ leika til heiðurs Nirvana og alltaf hefur stemningin verið góð að sögn Franz. „Við höfum hald­ ið svona tónleika í nokkur skipti í gegnum árin og viðtökurnar hafa alltaf verið mjög góðar. Nirvana fangaði greinilega mörg hjörtun á sínum ferli og fólk kemur með til að upplifa þessi lög og kannski detta í nostalgíu fíling.“ OrkuMikil tónlist Lagavalið verður fjölbreytt á tón­ leikunum þótt lög af Nevermind verði eðlilega fyrirferðarmest. „Á þessum tveimur tónleikum ætlum við eingöngu að vera rafmagnað­ ir. Lögin sem rata á prógrammið verða allir slagararnir af Never­ mind, In Utero og Bleach ásamt góðgæti af Incesticide.“ Hann býst við góðri stemningu eins og á fyrri tónleikum. „Það verður heitt og það verður sveitt, allavega á sviðinu því það fer mikil orka í að flytja þessa tónlist. Bandið ætlar allavega að skemmta sér gríðarlega vel og svo vonum við bara að fólk fjölmenni og haldi upp á 50 ára afmæli Kurt Cobain með rífandi stemmingu.“ Tónleikarnir hefjast kl. 23 í kvöld og miðasala fer fram á tix.is. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Einar Vilberg söngvari (t.v.) og Franz Gunnarsson gítarleikari, flytja flest frægustu lög Nirvana í kvöld á Hard Rock Café ásamt Kristni Snæ Agnarssyni trommuleikara og Jóni Svani Sveinssyni bassaleikara. MYND/VILHELM Heiðurssveitin hefur áður haldið sambærilega tónleika og hefur stemningin alltaf verið mjög góð. MYND/HULDA BJÖRNSDÓTTIR heitt Og sveitt Kurt Cobain, söngvari Nirvana, hefði orðið fimmtugur fyrr í vikunni hefði hann lifað. Af því tilefni hélt vel mönnuð heiðurssveit tónleika á Akureyri í gærkvöldi og aðra á Hard Rock Café í Reykjavík í kvöld. AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR 2017 Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn að Borgartúni 30, annarri hæð til hægri, laugardaginn 18. mars kl. 14. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kjör formanns og nýrra stjórnarmanna, umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar. www.gedhjalp.is FRÁBÆR KÍNVERSKU R VEITINGAST AÐUR Í MEIRA EN 30 ÁR Krakkar að 5 ára aldri borða frítt 5 -12 ára börn 1.200kr. HLAÐBORÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11:00 - 14:00 Verð kr. 2.100 Veglegt hlaðborð með fjölbreyttum og bragðgóðum réttum Tilvalið fyrir fjölskyldur! Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l kinahofid@kinahofid.is l Sími 554 5022 www.kinahofid.is ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r6 f ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X Xf ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 5 0 -2 9 C 8 1 C 5 0 -2 8 8 C 1 C 5 0 -2 7 5 0 1 C 5 0 -2 6 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.