Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 79

Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 79
 Frá upphafi hefur Hjartavernd lagt áherslu á að koma niðurstöðum rannsókna sinna til almennings og heilbrigðisstarfsfólks og er Handbók Hjarta- verndar og áhættureiknir Hjartaverndar hluti af því. Lærdómur sem draga má af þessari vitneskju er að það er mikilvægt að allir, einkum ungt fólk, átti sig á því að líkamsþyngd er erfitt að stilla af eftir hentugleika. Að berjast gegn viðleitni heilans til að viðhalda jafnvægi með viljastýrðum ákvörðunum getur reynst erfitt. Bolli Þórsson Vafalítið hefur sú hugsun hvarfl- að að mörgum þeirra sem tóku þátt í rannsókn Hjartaverndar á árunum 2006-2013 að rétt væri að grenna sig Stór ástæða þess að fólk á erf- itt með að grennast liggur í stjórn heilans á líkamanum. Allar lífver- ur kappkosta að halda umhverfi sínu í jafnvægi (homeostasis). Þannig stýrir heilinn líkamsstarf- seminni til að ná sem mestu jafn- vægi. Dæmi um þetta er stjórnun á þéttni súrefnis, koltvísýrings og salt-jóna í blóði sem er haldið hár- nákvæmri með ýmsum leiðum. Halda má fram að hægt sé að hafa áhrif á slíkt jafnvægi í líkamanum með viljastýrðum hætti. Það gild- ir til dæmis um öndun. Börn reyna gjarnan að athuga hvað þau geta haldið lengi niðri í sér andanum en komast fljótt að raun um það geng- ur aðeins mjög stutta stund. Lík- amsþyngd þ.e. orkuefnaskiptun- um, er stjórnað með viðlíka hætti. Þetta sést glöggt ef magn þeirr- ar fæðu sem neytt er á ákveðnu tímabili, t.d. yfir eitt ár, er skoð- að í samhengi við líkamsþyngd- ina. Þyngdin helst oftast tiltölu- lega jöfn frá ári til árs þrátt fyrir mikla „veltu“ í þeirri fæðu sem neytt er. Þarna eru að verki mik- ilvæg stjórntæki líkamans sem vernda okkur gegn orkuskorti, en orkuskortur er bein hótun við líf viðkomandi. Mikill orkuforði á formi líkamsfitu er ekki viðlíka hótun. Heilinn kappkostar að halda þyngdarjafnvægi, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir orkuskort. Þessi stýring heilans á orkubú- skapnum hefur mikið verið rann- sökuð. Fjölmörg boðefni og horm- ón hafa verið uppgötvuð sem eru hluti af þessu kerfi. Það hefur hvatt lyfjaframleiðendur til að reyna að þróa lyf sem hafa áhrif á líkamsþyngdina. Það hefur þó ekki borið mikinn árangur. Aðeins eitt lyf við offitu er skráð hér á landi. Það lyf dregur úr frásogi fitu í görn en hefur ekki bein áhrif á sjálfa líkamsþyngdarstjórnunina. Önnur lyf sem sem fást við sjálfa þyngdarstjórnunina hafa verið reynd á tilraunadýrum en hafa flest aðeins skammvinn áhrif til megrunar. Þetta hafa menn talið að geti skýrst af því, að sé ein boð- leið í þyngdarstjórnuninni trufluð taki önnur við. Þannig hafi í gegn- um þróun mannslíkamans komið fram fjölmörg stjórnkerfi sem geti tekið við hvert af öðru ef eitt bregst. Því sé ekki einfalt að hafa áhrif á þessi kerfi með lyfjum. Lærdómur sem draga má af þessari vitneskju er að það er mikilvægt að allir, einkum ungt fólk, átti sig á því að líkamsþyngd er erfitt að stilla af eftir hentug- leika. Þótt megrunarkúrar séu flestir árangursríkir til skamms tíma litið, þekkja flestir að þyngd- in leitar aftur í sama farið eftir einhverja mánuði eða ár. Að berj- ast gegn viðleitni heilans til að við- halda jafnvægi með viljastýrðum ákvörðunum getur þannig reynst erfitt. Of algengt er að ungt fólk láti eftir sér að fitna t.d. þegar fólk hættir að reykja, vinnur að erfiðu verkefni eða fer í erfið próf. Einn- ig hættir ungum mæðrum til að fitna of mikið á meðgöngu. Megr- un sem fólk ætlar í „einhvern tíma seinna“ er ólíkleg til að hafa langtíma áhrif. Vörumst því að „kynna“ fyrir heilanum í okkur það ástand að hafa mikið orku- forðabúr því líklega mun hann líta á það sem eðlilegt ástand. Vörumst fitugildruna! Bolli Þórsson, innkirtlasérfræðingur Hvernig á að grennast? Svarið virðist einfalt: Með því að borða minna. En hvers vegna grennast þá svona fáir? Í rannsókn Hjartaverndar, þar sem fólk á miðjum aldri kom í tvær heimsóknir á árunum 2006-2013 kom í ljós að aðeins 8% karla grenntust um meira en 5 kg milli heimsókna á meðan 92% stóðu í stað eða þyngdust. Þó voru 80% karla yfir kjörþyngd og 30% glímdu við offitu. Svipað gilti um konur. Á árunum upp úr 1950  urðu læknar á lyflækningadeild Land- spítala þess varir að innlögn- um vegna bráðrar kransæða- stíflu fjölgaði verulega. Á þess- um árum var lítið vitað um það hvað olli sjúkdómnum og engin sérhæfð meðferð var til. Um það bil þriðjungur þeirra sem veiktust létust af sjúkdómnum áður en þeir náðu að útskrifast af sjúkrahúsinu og oft var þetta fólk á besta aldri. Þrír læknar sem störfuðu á lyflækningadeild- inni á þessum árum, þeir Sigurð- ur Samúelsson, Theodór Skúla- son og Snorri Páll Snorrason sáu að við svo varð ekki búið. Þeir kölluðu til fundar í turnherbergi Hótel Borgar miðvikudaginn 15. apríl 1964 þar sem Hjartavernd- arfélag Reykjavíkur var stofn- að. Litlu síðar voru landssam- tök hjartaverndarfélaga: Hjarta- vernd stofnuð. Tilgangur félagsins var strax í upphafi, eins og segir í fyrstu lögum samtakanna: „barátta við hjarta- og æðasjúkdóma, út- breiðslu þeirra og afleiðingar“ og til þess að ná þeim markmið- um hugðust menn stuðla að aukn- um rannsóknum á þeim hérlend- is. Það var svo árið 1967 sem Rannsóknarstöð Hjartavernd- ar var stofnuð og Hóprannsókn Hjartaverndar hleypt af stokk- unum. Þetta var ein stærsta far- aldsfræðilega rannsókn á hjarta- og æðasjúkdómum sem fram- kvæmd hafði verið á þeim tíma. Með því var lagður grunnurinn að því starfi Hjartaverndar sem haldið hefur verið uppi æ síðan, að fylgjast með áhættuþáttum og faraldsfræði kransæðasjúkdóma hjá íslensku þjóðinni. Hjá Hjartavernd hefur einnig verið lögð áhersla á rannsóknir á öðrum langvinnum sjúkdóm- um. Helst er þar að nefna Öldr- unarrannsókn Hjartaverndar. Þar hefur safnast gífurleg þekk- ing á þróun sjúkdóma í öldrun og möguleika á því að hafa áhrif á þá þróun. Frá upphafi hefur Hjartavernd lagt áherslu á að koma niðurstöð- um rannsókna sinna til almenn- ings og heilbrigðisstarfsfólks og er Handbók Hjartaverndar og áhættureiknir Hjartavernd- ar hluti af því starfi. Hver og einn getur reiknað út líkur á því að hann fái kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum með áhættureikni Hjartaverndar sem er opinn al- menningi og fagfólki á netinu. Hjartavernd hefur einnig stað- ið að útgáfu ritraðar fræðslu- bæklinga um áhættu hjarta- og æðasjúkdóma og gaf út Tímarit Hjartaverndar samfellt í 38 ár. Hjartavernd er mjög virkt í því að koma vísindalegum nið- urstöðum sínum á framfæri til annarra vísindamanna og birt- ir árlega rannsóknarniðurstöð- ur í mörgum tugum alþjóðlegra læknisfræði og vísindatíma- rita í fremstu röð. Hjartavernd er einnig í náinni samvinnu við Háskóla Íslands og eru nokkrir starfsmenn Hjartaverndar einn- ig starfsmenn háskólans. Á þeim fimm áratugum sem nú eru liðnir frá því að braut- ryðjendastarf Sigurðar Samú- elssonar og félaga hófst hefur mikið áunnist. Við vitum nú að dauðsföllum vegna kransæða- sjúkdóma hefur fækkað jafnt og þétt frá því um 1980 en eru samt sem áður helsta orsök ótíma- bærra dauðsfalla á Íslandi. Við þekkjum allar helstu orsakir þessara sjúkdóma og vitum að um 80-90% þeirra er hægt að koma í veg fyrir vegna þess að þeir ráðast af lífsstíl okkar og venjum. Við vitum sömuleiðis að með markvissum aðgerðum má hafa áhrif á þessa þætti og draga úr sjúkdómsbyrði. Þættir eins og reykingar, óhollt mataræði og hreyfingarleysi hafa legið til grundvallar stórum hluta krans- æðasjúkdóma og eru sem betur fer á undanhaldi. Þetta má að miklu leyti þakka markvissum lýðheilsuinngripum sem allar þjóðir geta ekki státað af. Við höfum líka skyggnst inn í fram- tíðina og sjáum að á næstu árum og áratugum eru það vaxandi of- fita og sykursýki sem koma til með að valda auknum ótíma- bærum dauðsföllum ef ekki verð- ur gripið í taumana. Við þekkj- um verkfærin sem þarf að nota til að draga úr þessum áhrifum og vitum að til þess þarf að beita lýðgrunduðum forvarnaraðgerð- um sem ná til alls almennings. Dæmi um þetta eru reglugerðir um innihald matvæla og auknir möguleikar til að ferðast bíllaust í og úr vinnu. Hér þurfa allir að leggjast á eitt til þess að ná ár- angri, stjórnvöld, sveitarfélög, íþróttafélög, skólar, vinnuveit- endur, fagfélög og heimili. Sá árangur sem náðst hefur í forvörnum hjarta- og æðasjúk- dóma hér á landi er engin tilvilj- un heldur byggir hann á mark- vissum aðgerðum í lýðheilsu. Þessar aðgerðir eiga stoð í þeirri þekkingu sem hefur meðal ann- ars skapast með margra ára vís- indastarfi Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Hjá Hjartavernd verður áfram unnið að forvörn- um hjarta- og æðasjúkdóma byggt á faraldsfræðilegum gögn- um og vísindarannsóknum. Þar er mikið starf óunnið. Sjá nánar á hjartavernd.is Fimm áratuga forvarnarstarf Rannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð árið 1967. Sama ár var hóprannsókn Hjartaverndar hleypt af stokkunum en með því var lagður grunnur að starfsemi Hjartaverndar í dag sem hverfist um að fylgjast með áhættuþáttum og faraldsfræði kransæðasjúkdóma. Karl Andersen, stjórnarformaður Hjartaverndar Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar Bolli segir stóra ástæðu þess að fólk eigi erfitt með að grennast liggja í stjórn heilans á líkamanum. MYND/EYÞÓR Kynningarblað HjARtAMáNuðuR - Go RED 25. febrúar 2017 5 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 _ K N ýt t. p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 5 0 -0 7 3 8 1 C 5 0 -0 5 F C 1 C 5 0 -0 4 C 0 1 C 5 0 -0 3 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.