Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 86

Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 86
Ástkær móðir mín og amma okkar, Kristín Helgadóttir Eskihlíð 8a, lést á Landspítalanum 10. febrúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Erlingur Smári Jónsson Hafþór Úlfar Erlingsson Kristín Helga Erlingsdóttir Ástkær móðir okkar, Guðrún Magnúsdóttir lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 19. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 4. mars kl. 14. Gerður Bjarnadóttir, Vilhjálmur Árnason, Kristín Árnadóttir og fjölskyldur. Einlægar þakkir fyrir samúð, hlýhug og minningargjafir við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, Eiðs Svanbergs Guðnasonar fyrrv. sendiherra, Bjarkarási 18, Garðabæ. Helga Þóra Eiðsdóttir Ingvar Örn Guðjónsson Þórunn Svanhildur Eiðsdóttir Gunnar Bjarnason Haraldur Guðni Eiðsson Ragnheiður Jónsdóttir og barnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingiríður Helga Leifsdóttir áður til heimilis að Grandavegi 47, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugardaginn 18. febrúar sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingimundur Jónsson Kristín Andrésdóttir Helga Jónsdóttir Hallgrímur T. Sveinsson Leifur Jónsson Anna Arndís Árnadóttir Fríða B. Aðalsteinsdóttir Guðmundur S. Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ásta Jónsdóttir Sólvangi, Hafnarfirði, áður Miðvangi 41, lést 12. febrúar síðastliðinn. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. mars kl. 11.00. Erla G. Sigurðardóttir Loftur Magnússon Hjálmar Jón Sigurðsson Rita Kværnø Kristín M. Sigurðardóttir Ómar R. Agnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Vilborg Þorgeirsdóttir kennari, lést 21. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 9. mars kl. 13. Einar Sverrisson Þorgeir Einarsson Halla Kristín Þorsteinsd. Sverrir Einarsson Sólveig Ásgeirsdóttir Vilborg Rósa Einarsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir Sigrún Unnur Einarsdóttir Sigurjón Bragason og ömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Georg Breiðfjörð Ólafsson Silfurgötu 13, Stykkishólmi, lést á Dvalarheimili Stykkishólms miðvikudaginn 22. febrúar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gylfi, Júlíus Bragi og Ágúst Ólafur Georgssynir Eiginmaður minn, faðir og afi Helgi Pétursson, Snorrabraut 56b, Reykjavík, lést á Landspítala, Fosssvogi 16. febrúar. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja minnast Helga er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Anna Sigríður Einarsdóttir Kristín Jóhanna Helgadóttir Jóhanna Bettý Durhuus, Guðmundur Bergsson Helgi Durhuus, Andrea Björk Guðnýjardóttir Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður , tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Sigurjónsdóttur dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki dvalarheimilisins Höfða fyrir einstaka umönnun, velvild og hlýju. Guðrún Þórðardóttir Ingileifur S. Jónsson barnabörn og barnbarnabörn. Elsku móðir mín og tengdamóðir, systir okkar og amma, Þóra Steingrímsdóttir tónlistarmaður, lést að heimili sínu í Vikmanshyttan í Svíþjóð 22. febrúar síðastliðinn. Steingrímur Þorbjarnarson, Rumyana Björg Ivansdóttir Laufey Steingrímsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir og barnabörn. Kammermúsíkklúbbur-inn fagnar 60 ára afmæli sínu með tvennum tón-leikum nú um helgina í Norðurljósasal Hörpu. Þar mun hinn þekkti þýski strengjakvartett Auryn-quartet flytja alla sex strengjakvintetta Mozarts, ásamt Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. Ásdís býr í Hollandi og er stödd hjá Þórunni systur sinni þegar í hana næst, nýkomin af æfingu í Hörpu. Hún segir óvenju langt síðan hún kom heim síð- ast. „Ég kom í jarðarför stjúpa míns í janúar í fyrra en árið áður kom ég fimm sinnum, meðal annars til að spila með Kammermúsíkklúbbnum með Einari Jóhannessyni. Ég hef spilað nánast á hverju ári fyrir klúbbinn undanfarið og er ægilega ánægð með að hann var tilbú- inn að leyfa mér að koma með þennan kvartett að spila alla kvintetta Mozarts því ég var búin að reyna við Listahátíð en fékk aldrei svar. Ég held það sé mjög gaman fyrir Íslendinga að fá að heyra þessa tónlist, hún er sú fegursta í heimi.“ Félögunum í Auryn-quartett kveðst Ásdís hafa kynnst fljótlega eftir að hún lauk námi. „Ég held það hafi verið 1985 sem við spiluðum saman oktett eftir Mendelson. Fyrir nokkrum árum endur- nýjuðum við kynnin því víóluleikarinn þeirra veiktist og ég hoppaði inn í fyrir hann. Í framhaldi af því buðu þeir mér að spila alla Mozartkvintettana með þeim á Ítalíu. Mér fannst það svo gaman að ég fór að hugsa að þetta yrði að gerast á Íslandi líka. Ég veit að þeir hafa aldrei verið fluttir í heild sinni hér og kvintett nr. 1 í B-dúr K174, hefur aldrei verið fluttur á Íslandi áður svo menn viti. Það er sá sem við byrjum á.“ Spurð hvort það sé ekki komin löng röð fyrir utan Hörpu svarar Ásdís: „Ég veit það ekki en vona bara að fólk komi. Þetta er svo guðdómleg tónlist, maður fer bara til himnaríkis meðan maður hlustar.“ Ásdís kveðst hafa komið með alla fjölskylduna heim núna, eiginmann- inn Michael Stirling sem er sellisti og er hálfur Breti og hálfur Frakki og börnin tvö sem eru 12 ára og tæplega 16. „Við vorum svo heppin að það hittist þann- ig á að það er vetrarfrí í skólunum þessa viku og því gátum við komið öll,“ segir hún kampakát. Hún segir þau Michael hafa sest að í Hollandi fyrir 13 árum því hann hafi fengið svo góða vinnu þar en gæðin hafi minnkað vegna mikils niður- skurðar til lista í Hollandi. „Heimurinn er að breytast,“ segir hún. Tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur Ásdís ekki fram hjá sér fara þegar hún er á landinu. „Það er svo gaman að heyra í hljómsveitinni, mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Ég held það sé svo gott fyrir sveitina að æfa í svona góðu húsi, þá heyrir fólk svo vel hvert í öðru.“ gun@frettabladid.is Mozart-maraþon í Hörpu Meðal þeirra sem spila alla strengjakvintetta Mozarts í fyrsta sinn á Íslandi er Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari. Tilefnið er sextíu ára afmæli Kammermúsíkklúbbsins. Félagarnir í Auryn-quartett, Stewart Eaton, Matthias Lingenfelder, Andreas Arndt og Jens Oppermann með Ásdísi á milli sín. FréttAbLAðið/ViLhELM Þetta er svo guðdómleg tónlist, maður fer bara til himnaríkis meðan maður hlustar. 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r34 t í m a m ó t ∙ f r É t t a b L a ð i ð 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 4 F -E 9 9 8 1 C 4 F -E 8 5 C 1 C 4 F -E 7 2 0 1 C 4 F -E 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.