Fréttablaðið - 02.02.2017, Síða 12

Fréttablaðið - 02.02.2017, Síða 12
Bandaríkin Tilskipun Donald Trump um bann við komu fólks frá nokkrum múslimalöndum vekur afar hörð viðbrögð víða um heim. Mörgum blöskrar að múslimum sérstaklega sé meinað að koma til Bandaríkjanna. Sagt er stangast á við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna að neita alfarið að taka við flóttafólki, jafnvel þótt bannið sé sagt vera tímabundið. Óljóst orðalag tilskipunarinnar hefur skapað ringulreið á flugvöllum og landamærastöðvum. Mörg mál eru komin fyrir dómstóla. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin loka landamærunum fyrir tilteknum hópum fólks. Meðal hópa sem orðið hafa fyrir slíku eru Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smit- aðir einstaklingar. Jafnvel betlarar og flogaveikt fólk líka. Hér er saga sambærilegra aðgerða bandarískra stjórnvalda rakin og meðal annars stuðst við fréttavef sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera. Hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórn- völd hafa áður lokað landamærunum fyrir. 1882 Kínverjar og verkafólk almennt Chester A. Arthur var forseti þegar ákveðið var að banna verkafólki almennt, bæði ómenntuðu og iðnmenntuðu, að koma til Banda- ríkjanna í tíu ár. Sérstaklega átti bannið að ná til kínverskra námu- verkamanna. Mikið atvinnuleysi var í Bandaríkjunum. Almenningur taldi Kínverjana taka vinnu frá heimafólki. 1903 Anarkistar, betlarar og flogaveikt fólk Theodore Roosevelt var forseti er anarkistum var bannað að koma til Bandaríkjanna. William McKinley Bandaríkjaforseti var myrtur árið 1901 í nafni anarkismans. Þá var flogaveikum, betl urum og mönnum sem fluttu inn vændis- konur bönnuð koma til landsins. 1939 Gyðingar á flótta undan nasistum Franklin D. Roosevelt var nýorðinn forseti Bandaríkjanna er Adolf Hitl- er var kosinn til valda í Þýskalandi. Roosevelt taldi að flóttamanna- straumur gyðinga gæti reynst Bandaríkjunum hættulegur. Hann ákvað því að takmarka mikið fjölda gyðinga sem fengju að koma. 1950 Kommúnistar Harry Truman forseti var andvígur því að banna kommúnistum að koma til Bandríkjanna. Bandaríkjaþing setti engu að síður lög sem bönnuðu þeim, sem voru skráðir í kommún- istaflokk, að flytja til landsins. Truman sagði þessi lög vera mann- réttindakafla bandarísku stjórnar- skrárinnar til háðungar. 1980 Íranar Jimmy Carter var forseti Banda- ríkjanna árið 1979 er Íranar gerðu byltingu gegn keisaranum. Bylting- arleiðtoginn var Ruhollah. Íranskir námsmenn tóku tugi manns í gíslingu í bandaríska sendiráðinu. Bandaríkin slitu öll stjórnmála- tengsl við Íran og bönnuðu Írönum að koma til Bandaríkjanna. 1987 HIV-smitaðir Ronald Reagan var forseti er alnæmisfaraldurinn braust út. Fordómar fóru á flug er í ljós kom að smitleiðirnar tengdust gjarnan kynlífi, að samkynhneigðir karl- menn væru í meiri hættu en aðrir og að uppruni veirunnar væri lík- lega í Afríku. HIV-smituðum var þá bannað að koma til Bandaríkjanna. TRUMP Múslimar frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Meðal fyrstu verka Donalds Trump sem forseta er að banna fólki frá sjö múslimalöndum að koma til Bandaríkjanna. Bannið gildir í 90 daga fyrir fólk frá Írak, Íran, Jemen, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi. Eftir það taka við nýjar reglur sem eiga að vera tilbúnar er fresturinn rennur út. Þá verður ekki tekið við flóttafólki í 120 daga og sýrlenskir flóttamenn eru óvelkomnir þangað til annað verður tilkynnt. Samt er tekið fram að sýrlenskir flótta- menn séu velkomnir ef þeir eru ekki múslimar. Ákvæðið er orðað þannig að fólk sem tilheyrir trúar- legum minnihlutahópum í Sýrlandi er undanþegið banninu. Hinir óvelkomnu 2.590.000 kr.2.990.000 kr. Kia Soul EXKia cee’d EX 1.6 Árgerð 6/2015, ekinn 70 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 5,2/100 km. Árgerð 9/2015, ekinn 9 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla frá 4,2 l/100 km. 3.150.000 kr. Kia Soul EX Árgerð 12/2015, ekinn 27 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 5,2 l/100km. 5.390.000 kr.6.290.000 kr. Kia Sorento EX LuxuryKia Sorento EX Luxury Árgerð 12/2014, ekinn 84 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 6,7 l/100 km. Árgerð 3/2015, ekinn 50 þús. km, dísil, 2.199 cc, 200 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 6,7 l/100 km. 21.460 kr. á mánuði*24.800 á mánuði* 51.500 kr. á mánuði* 25.800 kr. á mánuði* 43.900 kr. á mánuði* Raðnúmer: 290535 Raðnúmer: 320412 Raðnúmer: 320045 Raðnúmer: 290627 Raðnúmer: 170228 4.590.000 kr.5.790.000 kr. Kia Sportage EX 4WDKia Sportage GT Line 4WD Árgerð 11/2015, ekinn 69 þús. km, bensín, 1.995 cc, 136 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 5,9 l/100 km. Árgerð 2/2016, ekinn 15 þús. km, bensín, 1.591 cc, 177 hö, sjálfskiptur, eyðsla frá 7,5 l/100 km. 47.400 kr. á mánuði* 37.900 kr. á mánuði* Raðnúmer: 170266 Raðnúmer: 992224 21.400 kr. á mánuði* Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ 2.590.000 kr. Kia cee’d LX 1.4 Árgerð 4/2015, ekinn 35 þús. km, dísil, 1.396 cc, 90 hö, beinskiptur, eyðsla frá 4,2 l/100 km. Raðnúmer: 320333 Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 84 mánuði. Vextir 8,50% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,30%. Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. * Notaðir bílar 3 til 6 ára ábyrgð fylgir! 2 . f e B r ú a r 2 0 1 7 f i M M T U d a G U r12 f r é T T i r ∙ f r é T T a B L a ð i ð 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 5 -7 1 3 8 1 C 2 5 -6 F F C 1 C 2 5 -6 E C 0 1 C 2 5 -6 D 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.