Fréttablaðið - 02.02.2017, Qupperneq 29
fólk
kynningarblað 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r
„Málum og skálum gengur út á
að ég tek á móti hópum hingað á
vinnustofuna mína eina kvöld-
stund. Hver og einn málar eina
mynd, 40 x 50 að stærð og tekur
með sér heim og er allt efni inni-
falið í verðinu. Þetta geta verið
vinahópar, gæsa- eða steggjahóp-
ar og saumaklúbbar. Fólk má hafa
með sér eigið léttvín eða bjór til
að búa til skemmtilega stemm-
ingu. Eins get ég tekið á móti for-
eldrum með börn á vinnustofuna,
til dæmis um helgar. Fólk hefur
bara samband og pantar en allan
febrúar verð ég með kynningar-
verð, 4.900 krónur á manninn,“
útskýrir Charlotta Sverrisdóttir
myndlistarkona. Hún tekur fram
að Fun Art, Not Fine Art-kvöld-
in séu ekki námskeið í málun. Til-
gangurinn sé að eiga skemmtilegt
kvöld í góðra vina hópi og hver
máli með frjálsri aðferð.
„Ég kynntist þessu fyrirkomu-
lagi í Bandaríkjunum en þar er
þetta mjög vinsælt og kallast Fun
Art, Not Fine Art. Mig langaði til
að prófa að bjóða upp á Fun Art,
not Fine Art hér heima og svo er
hægt að þróa þetta áfram á alla
vegu. Marga hefur oft langað til
að mála en leggja kannski ekki í
heilt námskeið, þá er þetta snið-
ugt til að prófa. Svo sitjum við og
spjöllum og málum og fáum okkur
rauðvínssopa inn á milli og eigum
notalega stund. Fyrirkomulag-
ið er nokkuð frjálst, ég segi fólki
auðvitað til við málunina eins og
það vill en ég er myndlistarmað-
ur sjálf og kennari. Ég er með
myndvarpa á stofunni ef fólk vill
teikna upp eitthvað ákveðið sem
það ætlar sér að mála. Eins er ég
með hugmyndir fyrir þá sem eru
alls ókunnugir málun. Vinnustof-
an mín tekur u.þ.b. 8 manns í einu.
Ég veit ekki til þess að nokkur
listamaður bjóði upp á neitt þessu
líkt hér á Íslandi.
Ég fór sjálf að mála þegar ég
varð fimmtug árið 2000. Þá fór ég
til Bandaríkjanna í nám í eitt ár
í Fine Art. Ég hélt áfram eftir að
heim var komið í myndlistarnámi
MáluM og skáluM Með lottu
KYNNING Myndlistarkonan Charlotta Sverrisdóttir býður upp á Fun Art, Not Fine Art-uppákomu á vinnustofu sinni
fyrir hópa, undir heitinu Málum og skálum. Uppákoman er að bandarískri fyrirmynd en Charlotta stundaði nám í
myndlist þar ytra. Hún segir slík kvöld kjörin fyrir vinahópa til að eiga skemmtilega stund. Kynningartilboð í febrúar.
Charlotta Soffía Sverrisdóttir myndlistarmaður býður hópum upp á Fun Art, Not Fine Art-kvöld á vinnustofu sinni að bandarískri fyrirmynd. „Fólk má hafa með sér eigið
léttvín eða bjór til að búa til skemmtilega stemmingu,“ segir Charlotta. Kynningarverð í febrúar. MYNd/VIlhelM
F I N A L S A L E
60%
AFSLÁTTUR
SMÁRALIND
við Myndlistaskóla Kópavogs, allt
til ársins 2009. Ég hef verið með
vinnustofu hér í Auðbrekku 6 í
níu ár. Hér eru fleiri listamenn í
húsinu með vinnustofur og mjög
góður andi hér,“ segir Charlotta.
Charlotta er einn stofnenda
Grósku, félags listamanna í
Garðabæ og hefur haldið fjölda
sýninga með því félagi auk einka-
sýninga. Þá er Charlotta einn-
ig í Myndlistafélagi Kópavogs í
Aart67 á Laugavegi 67. Myndlist
Charlottu má kynna sér á heima-
síðunni www.lotta.is og undir Art
Gallery Lotta á Facebook.
0
2
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
2
5
-6
C
4
8
1
C
2
5
-6
B
0
C
1
C
2
5
-6
9
D
0
1
C
2
5
-6
8
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K