Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2017, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 02.02.2017, Qupperneq 29
fólk kynningarblað 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r „Málum og skálum gengur út á að ég tek á móti hópum hingað á vinnustofuna mína eina kvöld- stund. Hver og einn málar eina mynd, 40 x 50 að stærð og tekur með sér heim og er allt efni inni- falið í verðinu. Þetta geta verið vinahópar, gæsa- eða steggjahóp- ar og saumaklúbbar. Fólk má hafa með sér eigið léttvín eða bjór til að búa til skemmtilega stemm- ingu. Eins get ég tekið á móti for- eldrum með börn á vinnustofuna, til dæmis um helgar. Fólk hefur bara samband og pantar en allan febrúar verð ég með kynningar- verð, 4.900 krónur á manninn,“ útskýrir Charlotta Sverrisdóttir myndlistarkona. Hún tekur fram að Fun Art, Not Fine Art-kvöld- in séu ekki námskeið í málun. Til- gangurinn sé að eiga skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi og hver máli með frjálsri aðferð. „Ég kynntist þessu fyrirkomu- lagi í Bandaríkjunum en þar er þetta mjög vinsælt og kallast Fun Art, Not Fine Art. Mig langaði til að prófa að bjóða upp á Fun Art, not Fine Art hér heima og svo er hægt að þróa þetta áfram á alla vegu. Marga hefur oft langað til að mála en leggja kannski ekki í heilt námskeið, þá er þetta snið- ugt til að prófa. Svo sitjum við og spjöllum og málum og fáum okkur rauðvínssopa inn á milli og eigum notalega stund. Fyrirkomulag- ið er nokkuð frjálst, ég segi fólki auðvitað til við málunina eins og það vill en ég er myndlistarmað- ur sjálf og kennari. Ég er með myndvarpa á stofunni ef fólk vill teikna upp eitthvað ákveðið sem það ætlar sér að mála. Eins er ég með hugmyndir fyrir þá sem eru alls ókunnugir málun. Vinnustof- an mín tekur u.þ.b. 8 manns í einu. Ég veit ekki til þess að nokkur listamaður bjóði upp á neitt þessu líkt hér á Íslandi. Ég fór sjálf að mála þegar ég varð fimmtug árið 2000. Þá fór ég til Bandaríkjanna í nám í eitt ár í Fine Art. Ég hélt áfram eftir að heim var komið í myndlistarnámi MáluM og skáluM Með lottu KYNNING Myndlistarkonan Charlotta Sverrisdóttir býður upp á Fun Art, Not Fine Art-uppákomu á vinnustofu sinni fyrir hópa, undir heitinu Málum og skálum. Uppákoman er að bandarískri fyrirmynd en Charlotta stundaði nám í myndlist þar ytra. Hún segir slík kvöld kjörin fyrir vinahópa til að eiga skemmtilega stund. Kynningartilboð í febrúar. Charlotta Soffía Sverrisdóttir myndlistarmaður býður hópum upp á Fun Art, Not Fine Art-kvöld á vinnustofu sinni að bandarískri fyrirmynd. „Fólk má hafa með sér eigið léttvín eða bjór til að búa til skemmtilega stemmingu,“ segir Charlotta. Kynningarverð í febrúar. MYNd/VIlhelM F I N A L S A L E 60% AFSLÁTTUR SMÁRALIND við Myndlistaskóla Kópavogs, allt til ársins 2009. Ég hef verið með vinnustofu hér í Auðbrekku 6 í níu ár. Hér eru fleiri listamenn í húsinu með vinnustofur og mjög góður andi hér,“ segir Charlotta. Charlotta er einn stofnenda Grósku, félags listamanna í Garðabæ og hefur haldið fjölda sýninga með því félagi auk einka- sýninga. Þá er Charlotta einn- ig í Myndlistafélagi Kópavogs í Aart67 á Laugavegi 67. Myndlist Charlottu má kynna sér á heima- síðunni www.lotta.is og undir Art Gallery Lotta á Facebook. 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 5 -6 C 4 8 1 C 2 5 -6 B 0 C 1 C 2 5 -6 9 D 0 1 C 2 5 -6 8 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.