Fréttablaðið - 02.02.2017, Síða 42

Fréttablaðið - 02.02.2017, Síða 42
Vísinda-Villi er búinn að vera rosa mikið í því að fara í skóla og halda fyrir-lestra og útskýra vísindi fyrir krökkunum en hérna er þetta búið að stækka alveg svakalega og þetta er orðin heljarinnar leiksýning. Hún er miklu, miklu flottari en ég þorði að vona, ef ég á að segja eins og er. Og það er bara því frábæra fólki að þakka sem kemur að sýningunni. Þau eru öll snillingar. Það eru alls konar pælingar sem er verið að kynna hér, þetta er hádramatískt og stundum rómantískt meira að segja og alltaf mjög fyndið samt – og töff, það er mjög mikilvægt,“ segir Vilhelm Anton Jónsson eða Vísinda-Villi sem hefur verið duglegur við að kynna ótrúlegan heim vísindanna fyrir börnunum bæði í sjónvarpi og í heimsóknum sínum í skóla landsins. Núna er komið að því að Villi færi sig yfir á leiksviðið með tilraunirnar sínar en frumsýningin verður næstkom- andi laugardag, þann 4. febrúar. „Þetta eru ég, Vignir Rafn Valþórsson, sem er líka leikstjórinn, og svo hún Vala Kristín sem erum að semja sýninguna. Og svo frábært fólk sem kemur að henni sem listrænir stjórnendur. Þetta er dálít- ill tími sem við höfum haft til að vinna sýninguna og hún er orðin miklu stærri en ég bjóst við áður en við byrjuðum – það eru komin alls konar söngatriði og næstum því dansatriði líka – alls konar geggjað. Sagan er síðan þannig að Villi er að búa sig undir vísindasýningu og svo kemur Vala Kristín leikkona til að hjálpa honum að læra á leikhúsið – hvernig það er hægt að nota leikhúsið til að gera til- raunirnar og vísindin flottari. Töfrar leikhússins og töfrar vísindanna mætast þarna. Síðan byrjar sýningin á rafmagns- gítar!“ Þetta er ansi merkilegur gítar, ekki satt? „Jú, ég er með gamla Fenderinn minn sem allt Naglbítastöffið er samið og spilað á. Ég hef átt hann í mörg, mörg ár og þetta er uppáhaldsgítarinn minn.“ Leikur hann stórt hlutverk í sýningunni? „Já, já, enda er rafmagnsgítar mest töff hljóðfæri í heiminum og það væri hálf asnalegt að setja upp sýningu og útskýra það ekki fyrir krökkunum – annars væri ég bara að plata og ekki vil ég gera það.“ Hvenær fékkstu áhuga á vísindum og af hverju vísindasýning? „Ég er eiginlega búinn að hafa hann í mörg ár, bara frá því að ég man. Síðan fór ég í heimspeki í Háskólanum. Mér finnst svo mikilvægt að tala við krakka um að vera forvitin og kenna þeim gagnrýna hugsun svo að þau verði betri kynslóð en sú á undan, því að þau eru framtíðin. Það er svo mikilvægt fyrir krakka að fá að vera hissa og forvitin og kveikja á þessum ótrúlega magnaða heim sem við búum í. Það er svo sorglegt að fara í gegnum lífið án þess að hugsa um heiminn, það er svo leiðinlegt þegar hlutir verða hversdagslegir – þetta er allt ótrúlegt kraftaverk, það að við skulum yfirhöfuð vera hérna og að hlutirnir séu eins og þeir eru. Ég vil virkja forvitnina og gagnrýnina í börnum og vil að þau séu alltaf forvitin – þau eiga eftir að stýra heiminum þegar ég verð á elliheimili. Ég vil bara að heimurinn verði betri og betri. Þetta er mín leið til þess – að gera það spennandi að læra vísindi og kynna þetta þannig að þeim finnist þetta flott, en alls ekki fjarlægt eða fráhrindandi. Mikið af þessu er flókið, en það er ekkert mál af því að fullt af krökkum eru eldklárir – það er ekkert allt fyrir alla í vísindum en ég vil samt ekki að krakkar upplifi vísindi sem eitthvað skelfilegt og leiðinlegt sem skiptir ekki máli því þetta snýst nefnilega um það hvernig heimur- inn okkar virkar – það er svo gaman að skilja gangverkið. Þetta er rosalega skemmtilegt og ég meina það, alveg innilega frá hjartanu. Áfram vísindi og listir!“ stefanthor@frettabladid.is Vísinda-Villi með Fender Villi hefur í nokkurn tíma kennt börnunum um undraheim vísindanna en færir sig nú á fjalir Borgarleikhússins með Vísindasýninguna. Markmiðið er að efla forvitni og gagn- rýna hugsun krakka og kenna þeim að rafmagnsgítar er mest töff hljóðfæri í heiminum. Villi mundar hér Fender-gítarinn forláta sem hann samdi og spilaði öll lög 200.000 naglbíta á, en hann spilar stóra rullu í sýningunni. Fréttablaðið/GVa Elsku eiginmaður minn, Hörður Kristbjörn Jónsson Vogatungu 85a, Kópavogi, lést á Vífilsstöðum 22. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát Harðar. Anna Margrét Þorsteinsdóttir Jón Ragnar Harðarson Aðalheiður Þorsteinsdóttir Svanlaug Elín Harðardóttir Theodór Þórðarson Jóna Björk Guðmundsdóttir Jóhannes Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Álfheiður Líndal Jetzek Tjarnargötu 24, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn 27. janúar. Útförin fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. febrúar. Agnes Jetzek Hansdóttir Jacques Melot Helga Jetzek Hansdóttir Kristinn G. Harðarson Tómas Ottó Jetzek Hansson Elín M. Sveinbjörnsdóttir Þórhildur Jetzek Hansdóttir Magnús B. Eyþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær maðurinn minn og faðir okkar, Jón Aðalsteinsson fyrrverandi yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Húsavík, er látinn. María Kristjánsdóttir Aðalbjörg Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Aðalsteinn Jónsson Kolbrún Jónsdóttir Salbjörg Rita Jónsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ragnar Guðmundsson Ásgarði 77, Reykjavík, lést 26. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á heimahlynningu Landspítalans. Elín Bergljót Björgvinsdóttir Björgvin Ragnarsson Steinunn Björk Ragnarsdóttir Árni Sigurðsson Hrafnhildur Ragnarsdóttir Valur Heiðar Sævarsson og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs sonar okkar og bróður, Árna Salvars Einarssonar Skarðsbraut 11, Akranesi. Einar Árnason Linda Kolbrún Haraldsdóttir Íris Ósk Einarsdóttir Gísli Kristinn Gíslason Júlía Ósk Baldvinsdóttir Kristófer Leonar Kristjánsson Hinrik Freyr Baldvinsson Laufey Dís Baldvinsdóttir Silvía Björg Einarsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Júlíus Jón Daníelsson verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 13. Árni Daníel Júlíusson Birna Gunnarsdóttir Anna Guðrún Júlíusdóttir Viðar Hreinsson Monica Haug barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, Ísak Berg Jóhannsson Brekkustíg 27, Njarðvík, lést mánudaginn 9. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhann G. Sigurbergsson Þórunn Sveinsdóttir Helga Birna Rúnarsdóttir Sveinn Enok Jóhannsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ingvi Sigurðsson frá Hlemmiskeiði, Stekkholti 23, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á krabbameinsdeild 11E Landspítalanum. Sigríður Bergsdóttir Davíð Örn Ingvason Hulda Margrét Þorláksdóttir Jón Trausti Ingvason Hrafnhildur E. Bjarnadóttir Þórir Már Ingvason Ármann Ingi Ingvason Fjóla Dóra Sæmundsdóttir Inga Rós Ingvadóttir og barnabörn. Merkisatburðir 1626 Karl 1. krýndur Englandskonungur. 1653 Nýja Amsterdam (síðar New York-borg) fær borgarréttindi. 1709 Alexander Selkirk er bjargað af eyðieyju, björgun sem síðar varð grunnurinn að bókinni Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe. 1878 Grikkir lýsa yfir stríði á hendur Tyrkjum. 1883 Sex manns farast í snjóflóði á bænum Stekk í Njarðvík í Borgarfirði eystra. 1920 Frakkland hertekur Memel. 1933 Adolf Hitler leysir þýska þingið upp. 1935 Lygamælirinn er prófaður í fyrsta skipti af Leonard Keeler. 1943 Síðustu hersveitir nasista gefast upp fyrir Sovétmönnum í orrustunni um Stalíngrad. 1979 Sid Vicious deyr af of stórum skammti heróíns. 1982 Sýrlensk stjórnvöld ráðast á bæinn Hama og drepa þúsundir. 1983 Samþykkt á Alþingi að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins. 1988 Halldór Halldórsson verður fyrstur Íslendinga til að fá ígrædd hjarta og lungu í átta klukkustunda aðgerð í London. 1990 F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, lofar að láta Nelson Man- dela lausan. 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r34 T í M a M ó T ∙ f r É T T a b L a ð I ð tímamót 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 5 -8 E D 8 1 C 2 5 -8 D 9 C 1 C 2 5 -8 C 6 0 1 C 2 5 -8 B 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.