Fréttablaðið - 02.02.2017, Síða 48
Verk Steingríms eru frá síðustu
25 árum og skiptast í sjö seríur.
Hver um sig hefur eigin titil og
inniheldur mismargar myndir, mál-
verk, textaverk og ljósmyndir. Einni
seríunni fylgir myndband, annarri
munir og öðrum skúlptúrar. Inn-
takið er af ólíkum toga. Kvenhetjan
er nýjasta serían – Steingrímur fékk
Lindu Björgu Árnadóttur hönnuð
til að safna úrklippum af kven-
hetjum og bætti sjálfur við tilvitn-
unum í heimspekinga og fræði-
menn. Þar er spurt spurninga um
mörkin milli eigin persónuleika og
gervis sem krafist er í umhverfinu.
Steingrími verður að ósk sinni
um umræðu því innihald sýningar
hans verður rætt á sérstöku mál-
þingi í Hafnarborg laugardaginn
25. febrúar. Auk hans sjálfs verða
frummælendur þar þær Birta Guð-
jónsdóttir sýningarstjóri, Kristín
Ómarsdóttir rithöfundur og Marta
Sigríður Pétursdóttir og Nanna
Hlín Halldórsdóttir, menningar- og
kynjafræðingar.
Rósa byrjaði sem frakki
Í Sverrissal, á jarðhæð Hafnarborgar,
er Sigga Björg Sigurðardóttir með
innsetningu á veggjum og gólfi. Hún
fjallar um persónuna Rósu, upp-
runa hennar og sögu. Rósa er þar
sýnileg sjálf sem skúlptúr á gólfinu,
haldandi á hörpu – byrjaði reyndar
sem frakki sem Sigga Björg fann og
mótaði Rósu inn í, að eigin sögn.
Svo urðu til margir fleiri skúlptúrar
sem koma við sögu í tíu mínútna
vídeóverki þar sem fylgst er með
Rósu gegnum lífið, allt frá getnaði.
Veggirnir tákna hver sína árstíð í
verki Siggu Bjargar. Stórar myndir
styðja við ævintýrið um Rósu, sumar
eru málaðar á staðnum, beint á vegg-
inn, en nokkrar eru nýkomnar af
sýningu í Teikningasafninu í Laholm
í Svíþjóð þar sem Sigga Björg sýndi í
haust. Þær falla vel að efninu. „Fólk
sem gengur hér um á að geta fengið
tilfinningu fyrir aðalpersónunni,“
segir Sigga Björg. „Ég er að segja sögu
en þó ekki alla söguna.“
Ég vil að þessi sýning skapi umræður því í henni eru mörg álitamál tekin fyrir. Sum listaverk eru bara litir og form og þá verður
umræðan bara um hvort verkið sé
fallegt eða ljótt – snýst um smekk
og nær ekkert lengra. Það er ekki
í boði hjá mér. Ég vil að fólk tali
saman fyrir framan verkin og hafi
skoðanir á innihaldi þeirra.“ Þetta
segir Steingrímur Eyfjörð mynd-
listarmaður um sýninguna Kven-
hetjur sem hann er með í aðalsal
Hafnarborgar í Hafnarfirði.
Vil að fólk tali
saman framan
við verkin
Listafólkið Steingrímur Eyfjörð og Sigga
Björg Sigurðardóttir eru með tilkomu-
miklar sýningar í Hafnarborg í Hafnar-
firði, hvort á sinni hæð. Konur koma
sterkt við sögu sem viðfangsefni.
Sigga Björg Sigurðardóttir fjallar um persónuna Rósu í verkum sínum í Sverrissal á jarðhæð Hafnarborgar. FRéttaBlaðið/SteFán
Hluti verksins Grýla/Venus eftir Steingrím eyfjörð.
Steingrímur við hluta verksins Vörpun 2001. á myndunum klæðist hann nærfötum sem fundust í gömlum skáp.
FRéttaBlaðið/SteFán
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða?
Iðnaðarmann
Bílstjóra
Bifvélavirkja
Þjónustufólk
Öryggisvörð
Lagerstarfsmann
Matreiðslumann
2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r40 M e n n I n G ∙ f r É T T a b L a ð I ð
menning
0
2
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
2
5
-5
3
9
8
1
C
2
5
-5
2
5
C
1
C
2
5
-5
1
2
0
1
C
2
5
-4
F
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K