Fréttablaðið - 08.03.2017, Síða 16

Fréttablaðið - 08.03.2017, Síða 16
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Nýherji gæti gengið frá sölu á meiri- hluta í Tempo, dótturfélagi upplýs- ingatæknifyrirtækisins, til erlendra fjárfesta síðar á árinu. Þetta kom fram í ræðu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja, á aðal- fundi fyrirtækisins á föstudag. „Til að nýta fyrrgreind tækifæri sem best og auka virði hluthafa Nýherja horfum við til mögulegs samstarfs við erlenda fjárfesta um að styðja við alþjóðlegan vöxt Tempo,“ sagði Ívar. „Við sjáum það fyrir okkur að niðurstaða slíks ferlis geti mögulega falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár Tempo en þó með áframhaldandi aðkomu Nýherja sem eiganda,“ sagði Ívar. Stjórnarformaðurinn sagði vinnu að undirbúningi sölu- ferlisins miða ágætlega, en það er í höndum fjárfestingabankans AGC Partners í Boston, og að dregið geti til tíðinda á árinu. Ekki væri hægt að segja hvenær söluferli geti hafist. „Hreinskilna svarið við því er að það er enn sem komið er óljóst en mun í öllum aðalatriðum ráðast af því hvernig okkur gengur að kynna félagið í hópi vænlegra samstarfs- aðila og hins vegar að mati okkar og AGC hversu tilbúið félagið er til stöðu til dæmis út frá lausnum Tempo og markaðsaðstæðum fyrir þær.“ Tekjur Tempo voru 8,2 milljónir dala árið 2015. Í fyrra jukust þær um 40 prósent og námu því um þrettán milljónum dala. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og er leið andi hug bún að ar fyr ir tæki sem þróar verk efna stýr ing ar- og við skipta- hug búnað (B2B) fyrir JIRA-kerfið frá Atlassian. Viðskiptavinir þess eru allt frá smáum sprotafyrirtækjum til Fortune 500 fyrirtækja. Nýherji kannaði einnig árið 2015 áhuga fjárfesta á kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að bæði innlendir og erlendir fjárfestar lýstu vilja til að eignast meirihluta í Tempo. – hg Nýherji kannar sölu á meirihluta í Tempo Tempo er alfarið í eigu Nýherja. FréTTablaðið/GVa Við sjáum það fyrir okkur að niður- staða slíks ferlis geti mögu- lega falið í sér sölu á meiri- hluta hlutafjár Tempo... Ívar Kristjánsson, stjórnarformaður Nýherja Bónuspottur til handa stjórnar- mönnum og lykilstjórnendum Glitnis HoldCo, þar á meðal örfáum íslenskum starfsmönnum eignar- haldsfélagsins, mun síðar í vikunni stækka um 200 til 300 milljónir og nema þá samtals rúmlega 1.720 milljónum króna. Þeir íslensku stjórnendur sem teljast í hópi lykilstarfsmanna Glitnis eiga tilkall til þess að fá 26,1 prósent af bónuspottinum. Sú fjár- hæð nemur núna samanlagt á bilinu 305 til 447 milljóna króna, sam- kvæmt útreikningum Markaðarins. Íslenskir lykilstjórnendur félagsins, sem eiga rétt á hlutdeild í bónus- greiðslunum, eru fyrst og fremst Ingólfur Hauksson, framkvæmda- stjóri Glitnis, Snorri Arnar Viðars- son, yfirmaður eignastýringar, og Ragnar Björgvinsson aðallög- fræðingur. Ef greiðslurnar skiptast bróðurlega á milli þeirra hafa þeir nú þegar tryggt sér að meðaltali á bilinu 102 til 149 milljóna á mann í bónus. Upplýst var um það fyrst í Mark- aðnum fyrr á þessu ári að umfangs- mikið bónuskerfi Glitnis, sem var samþykkt á hluthafafundi í mars í fyrra, hefði virkjast 19. janúar síð- astliðinn samhliða því að Glitnir innti af hendi tæplega 99 milljóna evra greiðslu til skuldabréfaeigenda. Samkvæmt skilmálum bónuskerfis- ins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, höfðu stjórnendur Glitnis á þeim tíma þegar unnið sér inn bónus sem nam á bilinu 7,2 til 12,5 milljóna evra, jafnvirði 875 til 1.525 milljóna króna á þáverandi gengi. Núna mun sá bónuspottur hins vegar sem fyrr segir verða enn stærri vegna boðaðrar útgreiðslu Glitnis til skuldabréfaeigenda á morgun, fimmtudag, upp á tæplega 16,6 milljónir evra. Eftir þá greiðslu hafa lykilstarfsmenn Glitnis tryggt sér bónus sem nemur samtals á bil- inu 1.175 til 1.720 milljóna króna. Bónuspotturinn væri enn meiri í krónum talið ef ekki hefði komið til liðlega 10 prósenta gengisstyrking krónunnar gagnvart evru á undan- förnum sex vikum. Glitni er aðeins heimilt að greiða út bónus til starfs- manna í erlendum gjaldeyri. Fyrir- séð er að sá bónus sem þessir sömu stjórnendur eiga tilkall til að fá í sinn hlut á eftir að verða enn hærri samtímis því að frekari útgreiðslur til skuldabréfaeigenda Glitnis eru væntanlegar síðar á árinu. Bónuspottur Glitnis mun að stærstum hluta, eða sem nemur 75,9 prósentum af heildarfjárhæðinni, renna til þriggja manna stjórnar félagsins, en hún er alfarið skipuð erlendum ríkisborgurum. Sá bónus sem þeir stjórnarmenn eiga tilkall til nemur allt að 1.270 milljónum króna, sem þýðir að þeir geta núna vænst þess að fá 424 milljónir króna í sinn hlut á mann. Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði undir lok síðasta árs við fyrr- verandi meðlimi slitastjórnar er ástæða þess að stjórnendur félags- ins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Samkomulagið fól meðal annars í sér eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guð- bjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skað- leysissjóður var lagður niður. Ef ekki hefði komið til samkomulagsins hefðu stjórnendur Glitnis þurft að bíða lengur eftir því að fá greiddan bónus í sinn hlut – og hann hefði sömuleiðis verið umtalsvert lægri. hordur@frettabladid.is Bónusar Glitnis hækka um nærri 300 milljónir Lykilstjórnendur Glitnis hafa unnið sér inn bónus sem nemur á bilinu 1.175 til 1.720 milljóna króna. Bónuspotturinn stækkar um 200-300 milljónir þegar Glitnir greiðir út á morgun 16,6 milljónir evra til skuldabréfaeigenda.   Glitnir varð eignarhaldsfélag í kjölfar þess að slitabúið lauk nauðasamningum í árslok 2015. Stærstu eigendur félagsins eru bandarískir vogunarsjóðir. FréTTablaðið/heiða Við vinnum að sölu á eftirtöldum fyrirtækjum: Lækjargötu 2, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is • Verslun með alþjóðlegt vörumerki, fatnaður fyrir konur og karla. Mjög góður hagnaður. • Veitingastaðir í verslunarkjarna. • Kaffihús í 101 Reykjavík, mjög góður hagnaður. • Apótek í úthverfi Reykjavíkur. • Sérhæft matvinnslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Framleiðsla matvæla í háum gæðaflokki. Góður hagnaður. • Toppveitingastaður í 101 Reykjavík. Velta frá 150 milljónum. • Heildverslun með sælgæti. • Sérhæfð bílaleiga með pallbíla, mjög góður hagnaður. • Við vinnum að sölu á veitingaþjónustu í golfskála á Reykjavíkursvæðinu, góð velta og mikil tækifæri. Við hvetjum fyrirtækjaeigendur í söluhugleiðingum til að hafa samband. Fjárfestingasjóður á vegum banda- ríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management keypti undir lok síðasta mánaðar rúm- lega 2,7 prósenta hlut í olíufélaginu N1. Þannig er sjóðurinn The Well- ington Trust Company National Association orðinn ellefti stærsti hluthafi félagsins og miðað við gengi bréfa N1 við lokun markaða í gær nemur markaðsvirði hlutarins um 825 milljónum. Fjárfestingasjóðir á vegum Well- ington Management, sem er eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki heims með eignir í stýringu upp á samtals 1.000 milljarða Banda- ríkjadala, hafa að undanförnu fjárfest í fleiri skráðum félögum á Íslandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær fjárfestingar hafa hins vegar ekki verið af sömu stærðargráðu og kaupin í N1 og því ekki skilað þeim á lista yfir stærstu hluthafa félaganna. The Wellington Trust Company keypti í N1 samtímis því að Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar N1, og félag í eigu eiginkonu Jóns Sigurðssonar, stjórnarmanns í N1, seldu hluta af bréfum sínum í félaginu á síðustu dögum febrúar- mánaðar. Þannig seldi félagið Hof- garðar, sem er í eigu Helga, sam- tals þrjár milljónir hluta þann 28. febrúar á genginu 133 krónur á hlut. Félagið Helgafell, sem Jón fer fyrir sem framkvæmdastjóri, hafði skömmu áður, eða 23. febrúar, selt í N1 fyrir 540 milljónir. Miklar sveiflur hafa verið á gengi bréfa N1 að undanförnu og þannig lækkaði hlutabréfaverð félagsins um 12 prósent í fyrradag. Sú lækkun var rakin til þess að Eggert Kristó- fersson, forstjóri félagsins, hafði eftir lokun markaða síðasta föstudag selt helming hlutafjáreignar sinnar fyrir 9,6 milljónir. Gengi bréfa N1 tók hins vegar mikinn kipp í gær og hækkaði um rúmlega 5,6 prósent. Það sem af er ári hafa bréfin lækkað í verði um liðlega 5,4 prósent en litið til síðustu tólf mánaða hefur gengi bréfanna hækkað um meira en 60 prósent. – hae Bandarískur fjárfestingasjóður í hóp stærstu hluthafa N1 með 2,7 prósent  hlutabréfaverð N1 hækkaði stöðugt á árinu 2016 en það sem af er ári hafa þau lækkað um 5%. 1.270 milljónir er sú fjárhæð sem þriggja manna stjórn Glitnis hefur nú þegar að hámarki unnið sér inn í bónus 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 6 -E A C C 1 C 6 6 -E 9 9 0 1 C 6 6 -E 8 5 4 1 C 6 6 -E 7 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.