Fréttablaðið - 08.03.2017, Síða 40

Fréttablaðið - 08.03.2017, Síða 40
Leiðréttu klúður Þrír stjórnarmenn í Lífeyrissjóði versl- unarmanna (LV) og Birtu lífeyrissjóði, sem voru skipaðir í stjórnir sjóðanna sem fulltrúar SA, hafa sagt sig úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Sú ákvörðun kom eftir að Fréttablaðið hafði greint frá því að stjórnarseta Úlfars Steindórssonar í Icelandair væri ekki í samræmi við nýjar reglur SA um að fulltrúar samtakanna í stjórnum sjóðanna sitji ekki einnig í stjórnum skráðra félaga. Úlfar, sem er varaformaður Icelandair, sagðist ekki hafa vitað af þessum nýju reglum. Í tilkynningu frá SA viðurkenna sam- tökin að betur hefði mátt standa að kynningu á umræddum breytingum og báðu hlutaðeigandi afsökunar. Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Stígur til hliðar Skotsilfur Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku Samtaka atvinnulífsins. Í frétt á vef SA sagði Björgólfur tíma til kominn að einhver annar tæki við keflinu en hann hefur verið formaður SA í fjögur ár. Eyjólfur Árni Rafnsson, fyrrverandi forstjóri Mannvits, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í formannssætið. Fréttablaðið/Hanna Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Ráðstefnan „Öll störf eru kvennastörf“ hvetur til uppbrots hins kynskipta vinnumarkaðar. Íslenskur vinnumarkaður er talinn mjög kynskiptur. Lægri laun tíðkast í kvennastéttum. Kynbundið náms- og starfsval er talið viðhalda slíkum launamun kynjanna. Hvað er kvennastarf? Stjórnunarstörf eru líka kvenna- störf. Fjöldi kvenna í stjórnunar- og stjórnar stöðum hér á landi endur- speglar ekki fjölda kvenna með menntun í hagfræði, viðskiptafræði og lögfræði sem er menntun sem stjórnendur hafa oftast. Samkvæmt lögum um kynjakvóta sem tóku gildi 2013 skal tryggja að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn sé hlutfall hvors kyns ekki lægra en 40%. Lögin gilda um yfir 300 fyrirtæki og höfðu strax þau áhrif að konum í stjórnum fyrirtækjanna fjölgaði úr 23% 2012 í u.þ.b. 33% 2015. Nýleg könnun Creditinfo bendir til þess að sambærileg þróun hafi ekki orðið hjá öðrum fyrirtækjum. Ekki hafi heldur fjölgað konum í hópi stjórnenda eða stjórnarformanna. Öðruvísi stjórnarhættir Konur og karlar í stjórnunarstöðum hjá stórum fyrirtækjum eru sam- mála um að konur eru jafn hæfar körlum til að stjórna fyrirtækjum (Skýrsla félagsvísindasviðs HÍ 2015). Athyglisvert er að fleiri konur (57%) en karlar (43%) telja að miklu leyti mögulegt að samræma starf sitt höfuðábyrgð á fjölskyldu og börn- um. Meirihluti kvenna í stjórnunar- stöðum telur að sem jafnast hlut- fall stuðli að betri áhættustjórnun og fjárhagslegri afkomu fyrirtækis. Minnihluti karla telur svo vera. Erlendar rannsóknir sýna að góðir stjórnarhættir tengjast fjölda kvenna í stjórn og að skýr tengsl eru milli fjölda kvenna og góðrar afkomu fyrirtækja. Sally Krawcheck, sem var hjá bandarísku bönkunum Merill Lynch og Citi Group, segir að versta ráð sem hún hafi fengið í starfi hafi verið að hún ætti að haga sér eins og karlmaður. Þó það auðveldi stjórnendum að hafa einsleitan hóp sé ávinningur til lengri tíma að hafa meiri fjölbreytni. Miðað við þetta ætti val á stjórnar manni að vera auðvelt. Það á ekki að kjósa konu í stjórn af því að hún er kona. Konur nálgast stjórnun almennt á annan hátt en karlar. Það er skynsamlegt að tryggja slíka fjöl- breytni. Áfram stelpur Hin hliðin bjarnveig Eiríksdóttir hdl. LL.M., og FKA-félagskona. Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upp-hafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra. Á síðustu tíu árum hefur hins vegar orðið breyting. Nokia hefur ekki leng- ur tæknilega yfirburði eins og áður. Það er í raun ekkert óvenjulegt við sögu Nokia að því leyti að fyrirtæki koma og fara. En það sem er óvenju- legt er hve mikilvægt Nokia varð á 10. áratugnum fyrir finnskt efnahagslíf. Ég man þegar Nokia var, fyrir 10-15 árum, næstum 90% af markaðsverð- mæti finnska hlutabréfamarkaðarins. Finnska hagkerfið var Nokia. En á síðustu tíu árum hafa orðið breytingar hjá Nokia. Fyrirtækið hefur tapað í tæknilega kapphlaup- inu á milli símafyrirtækja heimsins. Í hagfræðinni er talað um neikvæðan skell í heildarframleiðni (e. total fact- or productivity). Undir í samkeppninni Ég lít á heildarframleiðni sem mæl- ingu á því hve vel við tengjum saman framleiðsluþættina sem við höfum – vinnuafl, fjármagn og hráefni. Aug- ljóslega framleiðir Nokia tæknilega þróaðri farsíma í dag en fyrir 15 árum en alþjóðlegir keppinautar hafa bara þróast enn hraðar. Ég legg áherslu á að hér er ég að alhæfa mjög mikið – ég er hvorki sérfræðingur í símaiðnaðinum né í Nokia og tilgangurinn er ekki að tala um Nokia sem fyrirtæki heldur um þjóðhagfræðileg áhrif nei- kvæða heildarframleiðni-skellsins sem Nokia varð fyrir. Þannig varð sá skellur fyrir Nokia neikvæður heildar framleiðni-skellur fyrir allt finnska hagkerfið. Við getum litið á þann skell finnska hagkerfisins sem neikvæðan og varan legan framboðsskell fyrir finnskt efnahagslíf, sem dregur úr langtímavexti í hagkerfinu. Ef Finnland hefði haft sinn eigin gjaldmiðil hefði þetta örugglega þýtt að finnska markið, eins og það var kallað, hefði veikst. En Finnland er núna á evrusvæðinu svo að „markið“ getur ekki rýrnað. Þess í stað hefur finnska hagkerfið þurft að aðlagast minni hagvaxtaraukningu með því að aðlaga laun niður á við. Hagkerfið enn í basli Hins vegar er finnski vinnumark- aðurinn mjög stífur og stjórnast af almennum kjarasamningum sem hafa gert launaaðlögun mun erfiðari en annars staðar á Norðurlöndunum. Afleiðingin er sú að Finnland hefur farið verr út úr efnahagskreppunni en til dæmis Ísland eða Svíþjóð. Eða að minnsta kosti hefur kreppan varað lengur þar. Svo á meðan sænska og íslenska hagkerfið hefur verið á bata- vegi í nokkurn tíma á finnska hag- kerfið enn í basli. En það gæti verið ljós við enda ganganna þar sem Nokia er nú að hefja á ný framleiðslu á hinum fræga Nokia 3310 farsíma. Því miður verður þetta hræódýr sími og það er vafa- samt að þetta muni á nokkurn hátt bjarga finnska hagkerfinu, en Nokia- aðdáendur eins og ég geta allavega fagnað því að fá aftur tækifæri til að kaupa 3310. Nokia og efnahagsvandræði Finnlands Afleiðingin er sú að Finnland hefur farið verr út úr efnahagskrepp- unni en til dæmis Ísland eða Svíþjóð. Slagur um formannsstól? Ákvörðun Björgólfs Jóhannssonar, fráfarandi for- manns SA, að bjóða sig ekki fram á ný kom fæstum á óvart enda hefur hann verið undir þrýstingi að einbeita sér að því að rétta við gengi Icelandair. Eyjólfur Árni rafnsson, fyrrverandi forstjóri Mannvits, hefur þegar tilkynnt að hann hyggist gefa kost á sér sem eftirmaður Björg- ólfs. Leiðin í formannsstólinn ætti að vera greið fyrir Eyjólf en eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi rennir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, einnig hýru auga til þess að verða formaður SA. Sótt að Magnúsi Samkvæmt frétt í DV á dög- unum er Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon á Íslandi, grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðar- slysi. Kannaðist hann sjálfur ekki við að hafa verið handtekinn vegna þess eða að hafa gist fangaklefa á meðan á frumrannsókn stóð. Óháð því hvort málið endi fyrir dómi er ljóst að lög- menn Magnúsar og kísilversins munu hafa í nógu að snúast. ÍAV stefndi fyrirtækinu í fyrra og segir það skulda verktakafyrirtækinu rúman milljarð króna. Þá hefur stálinnflytjandi stefnt fyrirtækinu og Umhverfisstofnun hótar nú að loka því vegna tíðra mengunaróhappa. 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r10 mArkAðurinn 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 6 -F 9 9 C 1 C 6 6 -F 8 6 0 1 C 6 6 -F 7 2 4 1 C 6 6 -F 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.