Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 42
@stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Miðvikudagur 8. mars 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Markaðurinn Sölufyrirtækin Iceland Seafood Inter­ national (ISI), Sæmark, og þýska fiskvinnslufyrirtækið Deutsche See hafa öll boðið í Gadus, dóttur­ félag Icelandic Group í Belgíu, sem nú er til sölu. Þetta fullyrðir breski fjölmiðillinn Undercurrent News og að stjórnendur Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), eiganda Icelandic Group, séu ánægðir með þau tilboð sem bárust fyrir frestinn 17. febrúar. Meira en tíu tilboð bárust og voru þau á bilinu 35­40 milljónir evra. Icelandic Group auglýsti Gadus til sölu 10. janúar en fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum þorski og laxi. Gadus selur um 7.000 tonn af afurð­ um árlega og námu tekjur 2016 um ellefu milljörðum. Söluferlið er í höndum Íslandsbanka. – hg iSi og Sæmark buðu í Gadus www.heild.is Heild er meðal stærstu fast­ eigna félaga landsins og sérhæfir sig í atvinnu húsnæði, lóðum og þróunarverkefnum. Heild hefur yfir að ráða fjölbreyttu úrvali eigna á höfuð borgar­ svæðinu og leitast við að mæta þörfum við skiptavina sinna – hvort sem laga þarf hús næði að þörfum þeirra eða byggja hús frá grunni. HEILD fasteignafélag hefur yfir að ráða fjölda af vel staðsettum atvinnu lóðum á höfuð borgarsvæðinu. Hafðu samband ef þig vantar framtíðar- stað fyrir fyrirtækið þitt. HEILD fasteignafélagfyrirspurn@heild.is Hvar á fyrirtækið þitt að vera? Fiskislóð 33 - 37, 101 Reykjavík Garðastræti 37, 101 Reykjavík, sími 568 6787 Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokks- línur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evr- ópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabanda- lag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðn- um, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðl- anir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landa- mæri í einhverjum mæli. Frí- verslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamæli- kvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðleg- an félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusam- bandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“ Bretar klesstu rollsinn Þegar ég var beðinn um að setjast í stjórn LV þá var ég fyrir í stjórn Icelandair. Ef SA hafa sett þessar reglur þá hljóta þeir að koma til mín og láta mig vita af þeim. Úlfar Steindórsson, nýkjörinn for- maður stjórnar Icelandair Group. 6.03.2017 Helgi Anton Eiríksson, forstjóri ISI 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 6 -E 5 D C 1 C 6 6 -E 4 A 0 1 C 6 6 -E 3 6 4 1 C 6 6 -E 2 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.