Fréttablaðið - 08.03.2017, Side 56

Fréttablaðið - 08.03.2017, Side 56
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Bjarna Karlssonar Bakþankar Mannkyn stendur frammi fyrir nýrri áskorun. Nú er staðan orðin sú í heims- málum að annaðhvort komumst við öll saman inn í nýja framtíð eða það verður engin framtíð. Annað- hvort tekst okkur að laða fram sjálf- bæra þróun þannig að neysluvatn, orka og innviðir atvinnulífs séu til staðar í sátt við náttúruna eða vist- kerfið á eftir að æla okkur. Það sem enn flækir málin er sú staðreynd að við munum ekki laða fram sjálfbærni í tengslum við nátt- úruna nema við á sama tíma útrým- um sárustu fátækt, eflum heilsu og menntun en drögum úr ójöfnuði. Ástæðan er sú að neyðarástand hjá fólki kallar á neyðarráðstafanir við fæðuöflun o.fl. þar sem náttúran fer halloka fyrir manninum vegna ofveiði, mengunar og ágangs á land og gróður auk þess sem offjölgunar- vandinn stendur í beinu samhengi við fátækt og menntunarskort sem aftur ýtir undir frekari neyðarráð- stafanir o.s.frv. o.s.frv. Þess vegna hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram sautján sjálfbær þróunarmarkmið og hluti af því starfi er Parísarsam- komulagið um loftslagsmál sem 195 þjóðir hafa samþykkt. Við Íslendingar veiðum tvö prósent alls sjávarafla í heiminum, eigum ferskt vatn, orku í jörð, land- rými og ríkulegan mann- og félags- auð. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er þessi: Hvernig ætlum við að deila gæðum okkar með umheiminum? Mynd ársins sem kynnt var á árlegri sýningu íslenskra blaðaljós- myndara kristallar þennan veru- leika. Myndin af flóttamönnunum fyrir altari Laugarneskirkju rétt áður en þeir voru fluttir nauðugir úr landi minnir á að hinni nýju áskorun verður ekki vísað frá með tilvísun í neinar Dyflinnarreglu- gerðir. Við erum hér öll og það er ekkert að fara. Mynd ársins 24. febrúar til 12. mars laugardalsvelli öll kvöld opið frá: kl. 10 – 21 OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Töskur, aukið sætabil, stærra sæti, greið leið um borð? Þitt er valið. Kynntu þér nýjar leiðir til að ferðast með WOW air. Ferðastu á þínum forsendum WOW Biz Settu þig í fyrsta sæti og njóttu ferðarinnar til fulls. WOW Plus Þegar þú ert með farangur og vilt ekki flækja hlutina. WOW Basic Einfaldasta leiðin fyrir þá sem þurfa að komast frá A til B. 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 6 -D B F C 1 C 6 6 -D A C 0 1 C 6 6 -D 9 8 4 1 C 6 6 -D 8 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.