Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 24
Á síðasta ári fagnaði Vaki fiskeldiskerfi 30 ára afmæli sínu. Á þessum þremur áratugum hefur mjög margt breyst í fiskeldi hér á landi og um allan heim. Stærstu breytingarnar í rekstri fyrirtækisins urðu þó í nóv- ember síðastliðnum þegar Pentair Aquatic Eco Systems keypti öll hlutabréf í Vaka og er Vaki því orðinn hluti af þessu stóra fyrir- tæki sem ætlar sér mikinn hlut á fiskeldissviðinu á næstu árum að sögn Hermanns Kristjánssonar, forstjóra Vaka. „Pentair er alþjóð- legt fyrirtæki skráð á hlutabréfa- markaði bæði í New York og Lond- on. Fyrirtækið er með ársveltu upp á nálægt 900 milljarða króna og hefur innanborðs rúmlega 30.000 starfsmenn um allan heim. Það starfar á nokkrum stórum sviðum, meðal annars innan iðnaðar, orku, matvæla og vatnsmeðhöndlunar hvers konar.“ Aukinn fókus er á fiskeldi innan þessa stóra fyrirtækis að sögn Her- manns og eru kaupin á Vaka ætluð til þess að tryggja framgang á helstu mörkuðum. „Það á sérstak- lega við um í Noregi, Skotlandi og Chile þar sem Vaki hefur verið með starfsemi um árabil og er með afar góða markaðsstöðu. Enda eru um 95% af tekjum okkar vegna útflutnings en næstum allar vörur okkar hafi verið þróaðar í sam- vinnu við íslenska fiskeldismenn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.“ Betra vöruúrval Með nýjum eigendum verða þær breytingar helstar hér heima að vöruúrvalið sem Vaki hefur að bjóða viðskiptavinum sínum eykst til muna, segir Hermann. „Til viðbótar við allar þær vörur sem Vaki hefur þróað og selt um árabil eins og fiskiteljara, stærðarmæla, flokkara, fiskidælur og fóðurkerfi verður nú boðið upp á Point4 súr- efnissteina og eftirlitsbúnað margs konar, UV filtera, vatnsdælur af öllum stærðum, hreinsikerfi, loftun, ljós, ráðgjöf og hönnun á heildarlausnum í endurnýtingar- kerfum í fiskeldi.“ Áfram verður mikil áhersla á markaðstengda vöruþróun og með auknu vöruúrvali þarf að bæta við sölu- og þjónustufólki bæði hér heima og í dótturfélögum erlendis. „Starfsfólk Vaka horfir því björtum augum til aukinna umsvifa og nýrra áskorana á næstu árum á bæði innlendum og erlendum Starfsfólk Vaka horfir því björtum augum til aukinna umsvifa og nýrra áskorana á næstu árum á bæði innlendum og erlendum markaði. Björg Ormslev Ásgeirsdóttir er markaðs- stjóri Vaka og David Jarron er sölustjóri fyrir- tækisins. MYND/ ANTON BRINK Einn af fiskiteljurum Vaka í notkun í Tasmaníu. Sterk fyrirtæki sameinast Pentair Aquatic Eco Systems keypti Vaka á síðasta ári. Vaki er því orðinn hluti af stóru alþjóðlegu fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti á næstunni. markaði,“ bætir Björg Ormslev Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Vaka. Nánari upplýsingar um Vaka og vörur fyrirtækisins má finna á www.vaki.is. Japanskir hágæða utanborðsmótorar sem hafa reynst mjög vel við Íslenskar aðstæður. Sterkir,eyðslugrannir og á mjög hagstæðu verði. Stærð frá 2,5 upp í 250hö. Tvígengis og fjórgengis mótorar fáanlegir. Harðbotna rib bátar í hæsta gæðaflokki. Rómaðir fyrir stöðugleika og hæfni í úthafssiglingu. Fáanlegir í mörgum stærðum og útfærslum. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 555 6444 - www.maras.is Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Salt - Umbúðir - ÍbætiefniSaltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður | Sími 560 4300 | saltkaup.is Salt - Umbúðir - Íbætiefni Salt - Umbúðir - Íbætiefni SaltfiskgámarSaltfiskkassarTrétunnur Plasttunnur Tröllakassar Öskjur Kíktu á heim asíðuna www.saltk aup.is Arkir Pækilblanda Erythorbate Fötur Plastpokar Karfapokar Saltsekkir Coex pokar Fínt salt Kassar Afak filmur Plasthettur Tunnur Íbætiefni Laxakassar Arkir ÖskjurFötur Vacumpokar Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður | Sími 560 4300 | saltkaup.is Salt - Umbúðir - Íb tiefni Salt - Umbúðir - Íbætiefni SaltfiskgámarSaltfiskkassarTrétunnur Plasttunnur Tröllakassar Öskjur Kíktu á heim asíðuna www.saltk aup.is Arkir Pækilblanda Erythorbate Fötur Plastpokar Karfapokar Saltsekkir Coex pokar Fínt salt Kassar Afak filmur Plasthettur Coex pokar Fínt salt Salt- sekkir Frágangsvörur í miklu úrvali • Strekkifilmur • Límbönd • Bretti • Stoðir og pappahorn • Bindborðar og margt fleira. #akraborgin AKRABORGIN SPORT OG ROKK HJÖRTUR HJARTAR ALLA VIRKA DAGA 16:00 - 18:00 ALLTAF VIÐ HÖNDINA ... allt sem þú þarft Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu 2 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . m A r S 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 A -F 5 3 4 1 C 6 A -F 3 F 8 1 C 6 A -F 2 B C 1 C 6 A -F 1 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.