Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 38
List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Starfandi listamenn, stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 29. mars nk. MAT Á UMSÓKNUM Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum verkefnisins List fyrir alla. Listviðburðir og verkefni skulu í öllum tilvikum vera unnin af fagfólki og metnaði. Við mat á umsóknum er valnefnd heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf. Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 28. apríl 2017. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu List fyrir alla, www.listfyriralla.is Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasam­ félaginu jafnt sem almenningi. Þingið var fyrst haldið árið 1996 og verður því 21 árs árið 2017. Aðgang­ ur að þinginu er ókeypis og öllum opinn. Guðmundur Hálfdanarson, for­ seti Hugvísindasviðs, setur þingið í dag kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Í framhaldinu heldur for­ seti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hátíðarfyrirlestur undir yfirskrift­ inni: Þjóðin og fræðin. Nokkur orð um tilvistarvanda sagnfræðings sem varð forseti. Þarna er greinilega á ferðinni fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur en þingið er reyndar allt hlaðið áhugaverðum fyrirlestrum. Á meðal forvitnilegra yfirskrifta á fyrirlestrum dagsins má nefna: Sitt af hverju tagi – með hugrænni slag­ síðu, Konur og kynhlutverk í dægur­ menningu fyrri alda, Trú, trúar­ þel og fötlun – Hið sammannlega, Ofbeldi og tjáning í list og veru­ leika, Almenningur og lýðræðisleg umræða, Maður að okkar skapi, Máltileinkun, tölvur og tvítyngi. Þetta er aðeins brot af fyrirlestrum dagsins í dag og á morgun er ekki síður spennandi dagskrá sem hefst kl. 10 og stendur til 17.30. Þeim sem vilja kynna sér dagskrá Hugvísindaþings nánar er bent á að heimasíðuna hugvisindathing.hi.is en þar má finna allar nánari upp­ lýsingar. – mg Nokkur orð um tilvistarvanda sagnfræðings sem varð forseti Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur hátíðarfyrirlestur Hugvísinda- þings í dag en þingið stendur yfir í dag og á morgun. FréTTablaðið/anTon brink Það fólk sem tekur þátt í málstofunni 1957 á hug­vísindaþinginu er annað hvort í doktorsnámi eða hefur nýlokið því eða mastersprófi,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræð­ ingur. Þar er um að ræða þau Auði Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Sigmunds­ dóttur, Gísla Magnússon, Jórunni Sigurðardóttur og Kristínu Svövu Tómasdóttur auk hans sjálfs. Í stað þess að taka fyrir ákveðna fræðigrein eða langt tímabil segir Haukur hópinn hafa sett fókus á eitt ár í bókmennta­ sögunni, valið af handahófi árið 1957 og fundið þar sitthvað forvitnilegt. „Jórunn fjallar um hvernig bók­ menntum var miðlað í útvarpi. Hún fann fullt af þýddu efni á dagskrá íslenska útvarpsins á þessum tíma Settu fókus á eitt ár Viðamikið hugvísindaþing fer fram í Há- skóla Íslands í dag og á morgun. Ein  mál- stofan nefnist 1957. Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur stýrir henni. Haukur veltir fyrir sér hverju Íslendingar sóttust eftir í erlendu samstarfi á kaldastríðsárunum. FréTTablaðið/STeFán Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is og umræður um bókmenntir sem var ekki endilega verið að fjalla um í rituðu máli. Útvarpið nær til fólks hvar sem er og hefur kannski átt meiri þátt í útbreiðslu hugmynda en margt annað. Kristín Svava skoðar norska skáld­ sögu, Sönginn um roðasteininn eftir Agnar Mykle, sem sló í gegn á Norður­ löndunum en þótti mjög klámfengin. Hér vildu menn þýða hana á íslensku en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Hins vegar var bókin í mikilli dreif­ ingu hér á Norðurlandamálum og seldist í um 2.000 eintökum. Það er spennandi á öllum tímum að vita hvað er leyfilegt og hvað ekki. Auður hefur rannsakað bók­ menntagagnrýni á Íslandi á 20. öld og í erindi sínu fjallar hún um hvað einkenndi stíl Drífu Viðar sem bók­ menntagagnrýnanda, hvaða erlendu fyrirmyndir hún hefur haft og fleira því tengt. Ásdís er í sínu erindi að skoða þýtt efni í kvennatímaritum árið 1957 og velta fyrir sér áhrifum þess. Gísli Magnússon lýsir dönskum ferðabókum frá miðri síðustu öld sem fjalla um Ísland. Danskir fræðimenn töldu dregna þar upp neikvæða mynd af Íslendingum en Halldór Laxness og fleiri Íslendingar voru jákvæðir í garð þessara bóka. Gísli veltir vöngum yfir því hvers vegna menn skildu bækurn­ ar á svona ólíka vegu.“ Sjálfur kveðst Haukur vera í kalda­ stríðspælingum í sínu innleggi. „Mikið hefur verið rannsakað hvað vinstri­ menn voru að fást við en ég spái í það sem hægrimenn voru að gera, Almenna bókafélagið, Gunnar Gunn­ arsson og Tómas Guðmundsson,“ segir hann og heldur áfram: „Það voru mikil átök í menningarlífinu á 6. ára­ tugnum og menn höfðu alla anga úti til að reyna að ná undirtökum í því. Átakalínur urðu til hvar sem drepið var niður.“ Málstofan 1957 er á dagskrá í dag, föstudag, frá klukkan 13 til 16.30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. 1 0 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r26 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 A -F 0 4 4 1 C 6 A -E F 0 8 1 C 6 A -E D C C 1 C 6 A -E C 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.