Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 20
Með Valsteini Konstantín og Kristínu Krisúlu í skemmtiferð í London. Þóra heima í Aþenu með fjölskyldunni, eiginmanninum Makis og börnunum tveimur, Valsteini Konstantín og Kristínu Krisúlu. Þóra með vin- konum sínum í tröppum á grísku eyjunni Skopelos þar sem bíómyndin- Mamma Mia! var tekin. Þóra við Taj Mahal á Indlandi. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 sig sagnfræði í Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum sem hefur gagnast henni vel í starfinu. Fallegasti staður í heimi Þóra var búin að starfa í tæp fimm ár hjá Cosmos þegar Samvinnu- ferðir-Landsýn fóru að bjóða ferðir til gríska sumarleyfisstaðarins Vouliagmeni. „Þetta er dásamlegur staður rétt fyrir utan Aþenu. Farar- stjórar voru Helga Hannesdóttir sem er góð vinkona mín og Hlín Agnarsdóttir leikstjóri. Eitt sumarið vantaði fararstjóra og ég hugsaði með mér að það væri gaman að vinna með Íslendingum. Það varð úr og ég starfaði í nokkur ár hjá Samvinnuferðum-Landsýn yfir sumartímann. Ég naut þess mjög að vera með Íslendingum og ég held að þeir hafi ekki síður notið þess að koma til Vouliagmeni. Ég á heima í næstu vík frá þessum stað sem nefnist Varkiza. Mér finnst þetta einn af fallegustu stöðum í heimi,“ segir Þóra. „Það má geta þess að íslensk kona átti tvö hótel í Vouliagmeni og Íslendingar gistu gjarnan hjá henni.“ Þóra segir að margt hafi breyst í Vouliagmeni, litlu hótelunum var lokað en nú hafa risið þar glæsi- hótel. „Ég hef sagt fólki sem leitar til mín að fara á þennan stað,“ segir Þóra sem tók sér frí frá fararstjórn þegar Samvinnuferðir lögðu upp laupana. „Þá eignaðist ég börnin mín tvö, Valstein Konstantín og Kristínu Krisúlu, með árs milli- bili. Ég var heima með þau í níu ár en þá byrjaði ég að vinna fyrir Úrval Útsýn á Krít. Þess má geta að Kristín Krisúla spilar með gríska landsliðinu í sundknattleik en liðið hefur orðið heimsmeistari og lék á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem íslenska handknattleiks- liðið átti sigurleiki. Þóra var einmitt viðstödd og fylgdist með löndum sínum sem og dóttur sinni. Þóra var hins vegar fararstjóri Íslendinga á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Gerðist au pair Ástæða þess að Þóra settist að í Aþenu er ekki bara ást hennar á borginni. Eftir stúdentspróf úr MH fór Þóra ásamt vinkonu sinni, Aðalbjörgu Ingadóttur sem nú er aðstoðarskólastjóri í Norð- lingaskóla, í Interrail-ferðalag um Evrópu. „Áður en við fórum í ferðina höfðum við séð kvik- myndina Zorba á kvikmyndahátíð í Reykjavík. Við fengum einhverja Grikklands-bakteríu í okkur með þessari mynd. Faðir minn hafði flutt saltfisk til Grikklands og þekkti þar eiginkonu konsúlsins, Emilíu Kofoed-Hansen, og bað hana að fylgjast með okkur. Hún gerði það aldeilis því hún bauð mér að gerast au pair hjá sér. Ég gætti barna þeirra hjóna og Alla, vinkona mín, fékk vinnu skammt frá. Við vorum þarna í einn vetur og það var ógurlega skemmtilegur tími. Örlögin ráða ferð Við fórum síðan heim en ég vann í þremur vinnum um sumarið til að safna mér fyrir námi í grísku í háskólanum í Aþenu. Þar með lét ég drauminn rætast,“ segir Þóra en þegar hún sneri aftur kynntist hún Makis sem síðar varð eigin- maður hennar. Örlögin tóku því í taumana. „Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Þóra og hlær. „Ég fékk frábæran kennara í grísku og var fljót að komast inn í málið. Seinna ákvað ég að læra spænsku líka og get því bjargað mér í latneskum málum,“ segir Þóra og viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt fyrir alla þegar hún ákvað að setjast að í Aþenu. „Ég er einkabarn foreldra minna og þetta var erfitt fyrir þau. Ég var ástfangin upp fyrir haus og það komst ekkert annað að,“ segir Þóra og bætir við að það sé langt síðan þau tóku tengdasoninn í sátt. „Þegar ég starfaði sem fararstjóri á Krít kom mamma út og hugsaði um börnin mín. Krít er yndislegur staður, eyjarskeggar eru gestrisnir og taka öllum vel. Þetta er fögur eyja,“ segir Þóra sem finnst Íslend- ingar einblína of mikið á Spán sem ferðamannastað. „Þeir ættu að horfa meira til Grikklands.“ Hrunið erfitt Þóra segir að margt hafi breyst við hrunið, bæði á Íslandi og í Grikk- landi. „Íslendingar hættu að koma til Krítar svo það var ekki mikla vinnu að hafa. Síðan rættist úr. Sér- ferðir, eins og siglingar, urðu vin- sælar á Íslandi. Ég hef unnið fyrir Bændaferðir og Vita og það hefur verið ánægjulegt að sjá að fólk er farið að ferðast aftur. Ísland virðist vera á góðri siglingu en í Grikk- landi er ekkert að gerast. Hrunið varð 2010 í Grikklandi en þar sem enginn hagvöxtur er í landinu gerist ekki mikið. Ástandið er erfitt og skattar háir. Margir eru að sligast undan þeim. Á meðan ekkert er hugsað um uppbyggingu atvinnu- vega gerist ekkert,“ segir Þóra. „Það vantar ekki loforðin en þau eru öll svikin. Þrátt fyrir að fólk sé þreytt á ástandinu gengur lífið sinn vanagang og ferðamönnum hefur fjölgað um margar milljónir. Það koma yfir 20 milljónir ferðamanna til Grikklands á ári hverju og það bjargar efnahagnum, líkt og gerst hefur á Íslandi. Túrisminn eykur atvinnumöguleika á sumrin. Launin eru að vísu lág en það er ódýrt að lifa í Grikklandi. Við finnum auð- vitað eins og aðrar þjóðir að það er alltaf að verða meiri munur á þeim ríku og fátæku. Lúxusinn blasir þó hvarvetna við, risasnekkjur og segl- skútur sigla á milli eyjanna. Maður skilur ekki alveg þessar miklu andstæður. Við vitum líka að svart hagkerfi blómstrar í landinu.“ Umhverfis jörðina Þegar Þóra er spurð hvort hún hafi ekki ferðast um allan heim, svarar hún. „O, jæja, það eru nú einhverjir staðir eftir, til dæmis Suður-Amer- íka og Suður-Afríka. Mig langar líka til að ferðast meira um Bandaríkin einhvern tíma. Þegar maður starfar við ferðalög er alltaf voða gott að koma heim til sín á milli,“ segir hún. „Mér þykja siglingar á skemmti- ferðaskipi ljúfur og góður ferða- máti. Þetta er eiginlega fljótandi þorp þar sem allt er til alls,“ segir Þóra. Í haust fer hún með hóp Íslendinga umhverfis jörðina í siglingu frá Hawaii til Nýja-Sjá- lands og Ástralíu með viðkomu á Tahítí og Bora Bora. Þóra segist hlakka mikið til þeirrar ferðar en hún seldist upp um leið og hún var auglýst. „Það hefur aukist svakalega mikið að Íslendingar fari í sigling- ar,“ segir hún. „Enda er æðislegt að vakna í nýju landi á hverjum degi,“ segir Þóra sem fór nýlega með hóp Íslendinga í siglingu frá Hong Kong til Víetnam, Taílands og Singapúr.“ Þóra er með síðuna Grikklands- galdur á Facebook. Þar setur hún upp hugmyndir að ferðum um Grikkland. „Það er alltaf að aukast að fólk hafi samband og biðji mig að setja upp ferð fyrir sig, bæði einstaklingar, fjölskyldur og hópar. Svo er ég í samstarfi við Vita með tvær hópferðir til Grikklands í sumar. Önnur ferðin er á slóðir Mamma Mia! kvikmyndarinnar.“ Þóra segir að Íslendingar séu orðnir ferðavanir og gaman að ferðast með þeim. „Það hafa aldrei komið upp nein stór vandamál hjá mér í ferðum. Auðvitað getur eitt og annað komið upp en ekkert óyfir- stíganlegt, sem betur fer. Mér finnst frábært að vinna með Íslendingum, það gefur mér ákveðin tengsl við heimalandið mitt og er mikilvægt fyrir íslenskuna mína.“ Framhald af forsíðu ➛ 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-des. 2016. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . m a r S 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 B -1 C B 4 1 C 6 B -1 B 7 8 1 C 6 B -1 A 3 C 1 C 6 B -1 9 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.