Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 22
Þegar sá dagur rennur upp að ég vakna og fer í það sem er næst mér í skápnum, þá hlýt ég að vera lasin. Þegar ég kaupi mér föt reyni ég að kaupa það sem enginn annar á. Hlébarðamynst- ur er í uppáhaldi hjá Hörpu, eins og sést, enda gerir það ótrú- lega mikið fyrir heildina. Loðvesti úr Gyllta kettinum er nauðsynleg eign. Líka hægt að nota á sumrin við galla- buxur, hlýrabol og sparihælaskó. „Mér finnst skrítið þegar dömurnar í heilu sauma- klúbbunum eru allar í eins flík.“ MYND/STEFÁN Harpa stofnaði og rekur Hárakademíuna, sem er einkarekinn hársnyrtiskóli, auk þess að reka Blondie hár- snyrtistofu í Mörkinni 1. Hún er líka ambassador label.m á Íslandi í samstarfi við B-pro og Toni&Guy London. Í mars er full dagskrá hjá henni, svo sem label.m-námskeið og sýning sem haldin verður á Hard Rock Café nú um helgina. Um miðjan mars verður Íslandsmót iðngreina 2017 og RFF (Reykjavík fashion festival), verkefni í London og svo fær hún vonandi páskafrí. Spáir þú mikið í tísku? „Já, alla daga, allan daginn. Tíska er stórt áhugamál hjá mér og ég elska Pinterest. Ég á það til að reyna að finna út hvað kemur í tísku langt fram í tímann. Sumarið verður allt í bleiku og einnig „print“ í fatnaði.“ Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? „Stíllinn minn er alls konar. Ég fer í allt og mér finnst gaman að fara í eitthvað sem vinnur með mér. Þegar sá dagur rennur upp að ég vakna og fer í það sem er næst mér í skápnum, þá hlýt ég að vera lasin. Þegar ég kaupi mér föt reyni ég að kaupa það sem enginn annar á eða allavega sem fæstir. Mér finnst skrítið þegar dömurnar í heilu saumaklúbbunum eru allar í eins flík. Ég hef gaman af því að setja saman mismunandi liti, efni, mynst- ur og geng helst aldrei í svörtu. Það bara gerir ekkert fyrir mig.“ Hvar kaupir þú þér föt? „London er mitt annað heimili og ég kaupi mest þar, en er alveg dugleg að skoða hvað er til hérna heima. Ég hef ekki gefið mér tíma til að læra á þetta allt sem hægt er að gera á netinu.“ Spáir í tísku allan daginn Harpa Ómarsdóttir hefur mikinn áhuga á tísku og finnst gaman að spá í hvaða tískustraumar eru fram undan. Hún klæðist helst ekki svörtum fötum og kaupir ekki föt eins og allir eiga. Eyðir þú miklu í föt? „Það er voða misjafnt og hefur minnkað mikið. Það fer eftir því hversu ört ég fer til útlanda, oft fer ég einu sinni til tvisvar í mánuði vegna vinnunnar. Stundum segi ég að það sé eins gott að ég hafi ekki kynnt mér þennan hluta á internetinu. Ég get enda- laust fallið fyrir skóm, utanyfir- flíkum og hálsskarti.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín? „Ekta loðvestið mitt úr Gyllta kettinum. Það er algjörlega sjúkt og gaman að klæða sig í kringum það.“ Uppáhaldshönnuður? „Stikkfrí þar. Enginn sérstakur, en Gucci setur saman fallega liti og notar mikið slaufur og blóm. 2015-2016 línan var æðisleg.“ Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? „Ég verð leið á fötunum allt of fljótt og fer ekki í sama lúkkið tvo daga í röð. Er heppin að eiga fullt af systrum sem fá að njóta flíkanna en það er smá vesen með skó þar sem ég nota stærð 36 en ekki þær.“ Notar þú fylgi- hluti? „Já, hálsmen/skraut alla daga og varalit. Hann er mér jafn- mikilvægur og að taka með mér bíl- lyklana þegar ég fer út á morganana.“ Áttu þér tísku- fyrirmynd? „Já, ég á nokkrar vinkonur á Pinterest.“ Grænn kjóll frá Zara er skemmtileg flík yfir eða undir með öðru. Þitt er valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum ELDHÚSINNRÉTTINGAR styrkur - ending - gæði HÁGÆða DaNSKar Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . m a r s 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 B -0 8 F 4 1 C 6 B -0 7 B 8 1 C 6 B -0 6 7 C 1 C 6 B -0 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.