Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 26
Strandbúnaður stendur að ráðstefnu fyrir fiskeldi, skel-dýra- og þörungarækt sem fer fram á Grand hóteli 13. og 14. mars. Þar verða flutt tæplega 50 erindi í átta málstofum. Staða, framtíðar- sýn og skipulag strandbúnaðar á Íslandi verður rætt auk þörunga- ræktunar og nýtingar þörunga svo eitthvað sé nefnt. Stórþörungar og náttúrulegir kalk- og kísilþörungar hafa um nokkurt skeið verið nýttir á Íslandi en ræktun smáþörunga er ung atvinnugrein í hraðri sókn. Nú eru starfandi a.m.k. fimm fyrirtæki sem eru að hasla sér völl í ræktun smáþörunga. Ræktunin á Íslandi fer fram í lokuðum kerfum, sem felur í sér rekstraröryggi og hreinleika sem skilar hærra vöruverði á markaði, borið saman við þörunga sem rækt- aðir eru utanhúss á heitari og sól- ríkari svæðum. Smáþörungaræktun á Íslandi á því margt sameiginlegt með gróðurhúsaræktun. Lífvirk efni sem vinna má úr þörungum eru margs konar, til dæmis er þegar verið að vinna bæði andoxunar- efnið astaxanthin og fitur sem eru ríkar af ómega-fitusýrum á Íslandi. Kristján Leósson, framkvæmda- stjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, segir að nokkur fyrir- tæki sérhæfi sig í framleiðslu á andoxunarefninu astaxanthin úr þörungnum Haematococcus pluvi- alis en í fyrirlestrum á ráðstefnunni verði fjallað um ræktunartækni og vinnslu út frá reynslu tveggja slíkra fyrirtækja. „Á síðustu 5 árum hafa verið stofnuð nokkur fyrirtæki sem eru að þróa smáþörungaræktun innandyra. Það sem þarf til fram- leiðslunnar er vatn, koltvísýringur, næring og mikil lýsing,“ útskýrir Kristján. „Aðgangur að hreinu vatn og umhverfisvænu rafmagni gefur möguleika á jafnri framleiðslu allt árið þar sem hreinleiki er tryggður og vistspor lágmarkað. Einnig hefur verið til skoðunar að nýta koltví- sýringsafgas frá jarðhitavirkjunum fyrir smáþörungaframleiðslu.“ Andoxunarefni úr smáþörungum eru notuð í fæðubótarefni og í lyfja- iðnað. „Smáþörungar eru mjög fjöl- breytt tegund og enn er þörf á mik- illi þróunar- og rannsóknarvinnu til að kortleggja nýtingarmöguleika þeirra. Fyrirtækin á Íslandi eru enn sem komið er aðallega að ein- beita sér að andoxunarefnum og fitusýrum úr smáþörungum. Þetta er atvinnugrein í þróun og með mikla framtíðarmöguleika,“ segir Kristján. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um ræktunartæknina. Frekari upplýsingar má finna á heima- síðunni www.strandbunadur.is Smáþörungavinnsla er vaxandi atvinnugrein Strandbúnaður er félag sem ætlað er að stuðla að faglegri og fræðandi um- fjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun innan greinarinnar. Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- eða sjávargæða í og við strandlengju landsins. Í næstu viku verður ráðstefna fyrir fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt á Grand hóteli. Ráðstefnan fer fram dagana 13.-14. mars. Grand Hótel Reykjavík 13.-14. mars Strandbúnaður á Íslandi: Staða, framtíðarsýn og skipulag www.strandbunadur.is Skráning fer fram á www.strandbunadur.is Ræktun bláskeljar Mánudaginn 13. mars - Afhending gagna 12:00 Þriðjudagurinn 14. mars Málstofa - sameiginleg - Gullteigur Þörungarækt og nýting þörunga Málstofa A1 - Gullteigur Framtíð bleikjueldis á Íslandi Málstofa B1 - Hvammur Málstofa A2 - Gullteigur A Málstofa B2 - Gullteigur B Íslenskur strandbúnaðar og alþjóðlegt samhengi Menntun í strandbúnaði Málstofa - sameiginleg - Gullteigur Framtíð laxeldis og um- hverfismál Vaxtarsprotar strandbúnaðar Málstofa A3 - Gullteigur A Málstofa B3 - Gullteigur B ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum 4 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . m a r S 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 A -F A 2 4 1 C 6 A -F 8 E 8 1 C 6 A -F 7 A C 1 C 6 A -F 6 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.