Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Undarleg þessi læti vegna nýja áfengisfrum-varpsins. Í takt við kröfur neytenda hefur ÁTVR bætt þjónustu vínbúða sinna og aðgengi svo um munar á undanförnum árum en svo þegar taka á næsta skref í þeirri þróun þá er lýðheilsa þjóðarinnar skyndilega í húfi og harmþrungnar ræður haldnar um brotnar fjölskyldur og skelfilegar afleiðingar áfengis- drykkju. Engu líkara er en að einmitt nú sé komið að þolmörkum: verði vínið selt inni í matvörubúðum frekar en í sérstökum verslunum steinsnar frá, oft undir sama þaki með og einu skilrúmi á milli, þá muni áfengis- drykkja landsmanna fara úr böndunum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Er nema von að menn spyrji: Af hverju hafa þeir, sem nú hafa sig mest í frammi gegn áfengisfrumvarpinu, ekki barist gegn stöðugt aukinni þjónustu ÁTVR og bættu aðgengi vínbúðanna undanfarin ár? Hvers vegna hefur fólk ekki stigið fram og krafist þess að dregið yrði ræki- lega úr þjónustunni, verð hækkað verulega, vöruúrval minnkað stórlega og útibúum fækkað svo um munaði? Ótti við frelsi og einkaframtak? Andstæðingar áfengisfrumvarpsins hljóta að gera sér grein fyrir að engu breytir í heildarmyndinni hvort vín sé selt inni í kjörbúðinni eða hinum megin við vegginn. Það sem raunverulega býr að baki neikvæðni þeirra hlýtur því að vera annars eðlis, t.d. rótgróin íhaldssemi, óþol gagn- vart frelsisþenkjandi fólki eða dálæti á miðstýringu og ríkisrekstri. Því virðist sem gagnrýnendur frumvarpsins hafi í raun ekki tiltakanlegar áhyggjur af mögulegri fjölgun áfengissjúklinga heldur að einkavæðing áfengisverslunar- innar muni falla fólki jafn vel í geð og afnám bjórbannsins fræga sem bætti vínmenningu landsmanna svo um munaði þvert á allt svartagallsrausið. Fáum hefur dottið í hug að koma bjórbanninu á aftur. Enn færri hefur hug- kvæmst að færa þjónustustig ÁTVR eða vöruúrval áratugi aftur í tímann. Þegar upp er staðið kann fólk nefnilega að meta frelsið. Kannski þar liggi hundurinn grafinn. Áfengisfrumvarpið enn og aftur Andstæð- ingar áfengis- frumvarpsins hljóta að gera sér grein fyrir að engu breytir í heildar- myndinni hvort vín sé selt inni í kjörbúðinni eða hinum megin við vegginn. Guðmundur Edgarsson kennari og málmennta- fræðingur Gríptu lyfin á leiðinni heim Apótek Garðarbæjar í alfaraleið Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010 Landsframleiðsla jókst um 7,2 prósent 2016. Nei, þetta eru ekki hagvaxtartölur fyrir Kína. Nýjar tölur sem Hagstofan birti í gær, sem sýna að hagvöxtur á Íslandi hefur ekki aukist meira á einu ári frá því 2007, eru einstakar í vestrænum samanburði. Alþjóðabankinn áætlar þannig að hagvöxtur í þróaðri ríkjum hafi verið um 1,6 prósent að meðtali í fyrra – og útlit er fyrir að Indland verði eina ríkið í heiminum með meiri hagvöxt en Ísland. Vöxturinn hérlendis reyndist umfram væntingar sem skýrist af meiri íbúðafjárfestingu og auknum útflutn- ingi. Þetta er góðs viti og til marks um að hagvöxturinn er – enn sem komið er – sjálfbær. Þótt einkaneysla hafi aukist um tæplega sjö prósent, sem er mesti árlegi vöxtur frá 2005, þá minnkaði hún sem hlutfall af lands- framleiðslu og hefur sjaldan verið minni. Með öðrum orðum sjást þess engin merki að heimili séu að skuld- setja sig til að standa undir aukinni einkaneyslu. Þvert á móti heldur þjóðhagslegur sparnaður áfram að aukast. Staðan er því á flesta mælikvarða með eindæmum góð. Ólíkt árunum í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, þar sem vöxturinn í efnahagslífinu var drifinn áfram af erlendri skuldsetningu sem engin innistæða var fyrir, þá stafar hagvöxturinn í þetta sinn einkum af stöðugum vexti í útflutningstekjum og stórbættri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Útlit er fyrir áframhaldandi mikinn viðskiptaafgang og erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í lýðveldissögunni. Hættumerkin eru hins vegar, eins og ávallt, vitaskuld einnig fyrir hendi. Hin hliðin á þessum öra vexti, sem er síður æskileg til lengri tíma litið, er hin mikla og hraða gengishækkun krónunnar. Hún styrktist um liðlega tíu prósent gagnvart evru í febrúar þrátt fyrir að Seðla- bankinn hafi keypt gjaldeyri á sama tíma fyrir um 35 milljarða. Slík gengisstyrking – á aðeins fjórum vikum – er nánast fordæmalaus. Óþarfi er að fjölyrða um þau neikvæðu áhrif sem þessi þróun hefur fyrir rekstrarskil- yrði útflutningsgreina landsins. Með sama framhaldi munum við enda með þessar atvinnugreinar laskaðar og harkaleg gengisleiðrétting verður óumflýjanleg. Hvað er til ráða? Augljósasta skrefið er að afnema alfarið höft á heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Fram kom í máli fjármálaráðherra í gær að slíkra aðgerða væri að vænta, hugsanlega á næstu vikum. Það eru góð tíðindi. Meira þarf samt að koma til. Seðlabankinn ætti að lækka vexti og draga þannig úr miklum vaxtamun Íslands við útlönd. Það yrði til þess fallið að ýta undir erlenda fjárfestingu innlendra aðila og þannig vinna gegn styrkingu krónunnar. Þá þarf að nýta sterka gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins til að stofna sem fyrst stöðugleikasjóð, sambærilegan norska olíusjóðnum, sem myndi fjárfesta í erlendum eignum sem gæfu betri ávöxtun til lengri tíma. Með því að koma slíkum sjóði á fót væri hægt að draga úr miklum kostnaði Seðla- bankans við að halda úti stórum gjaldeyrisforða og jafna sveiflur í gengi krónunnar. Fyrsta skrefið er hins vegar vaxtalækkun, að minnsta kosti um hálft pró- sentustig, sem Seðlabankinn hlýtur að tilkynna um á vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku. Brothætt staða Fyrsta skrefið er hins vegar vaxtalækkun, að minnsta kosti um hálft prósentustig, sem Seðla- bankinn hlýtur að tilkynna um á vaxtaákvörð- unarfundi sínum í næstu viku. Ódýr auglýsing Eftir viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálms- dóttur, formann samtaka um líkamsvirðingu, á mánudag, kall- aði Hildur Lilliendahl, femínisti og verkefnisstjóri hjá borginni, Sindra Epalhomma. Sindri tók uppátækið ekki inn á sig sam- kvæmt dv.is, en margir aðrir tóku að sér að móðgast fyrir hans hönd eins og svo oft vill verða. En einn er sá sem var hæstánægður með uppnefnið úr smiðju Hildar, en það er Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal. Ódýr auglýsing fyrir Eyjólf. Epalkomminn Annað orð hafði áður rutt sér til rúms og hafði tengingu við húsgagnaverslunina ágætu. Það var orðið Epalkommi, sem hefur kannski líka skotið upp í kollinn á einhverjum undanfarna daga. Gunnar Smári Egilsson fjölmiðla- maður hefur nefnilega lýst því yfir opinberlega að hann sé sósíalisti. Hann heldur stofnfund nýs félags, Frjálsrar fjölmiðlunar, nú um helgina. Þar er almenningi boðið að gefa pening til stuðnings fjöl- miðlafyrirtæki Gunnars Smára, sem er raunar að stórum hluta í eigu eins ríkasta manns á Íslandi, Sigurðar Gísla Pálmasonar. Ef vel gengur með söfnunina og nægjan- legt fé safnast til að greiða laun starfsmanna fyrirtækisins geta þeir Sigurður Gísli og Gunnar Smári kannski skroppið í Epal fyrir aurinn sinn. jonhakon@frettabladid.is 1 0 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 A -E B 5 4 1 C 6 A -E A 1 8 1 C 6 A -E 8 D C 1 C 6 A -E 7 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.