Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.03.2017, Blaðsíða 2
Slakað á við gongið Það getur verið notalegt að slaka á í vatni við gong-hljóma. Sú er að minnsta kosti skoðun þessara gesta gong-slökunar í Nauthólsvík. Hér sést jóga- kennarinn Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir spila á umrætt gong af mikilli snilld. Allnokkrir voru mættir til að taka þátt. Fréttablaðið/SteFán Veður Gengur í austan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu í dag, en hægara og úrkomulítið norðvestan til. sjá síðu 24 GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimiliFrá Svíþjóð Opið virka daga kl. 11-18 Lokað laugardaginn 11. mars grillbudin.is Grillbúðin Þráðlaus kjöthitamælir 6.990 Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill og ofna Er frá Þýskalandi heilbrigðismál Hlutfall þeirra sem voru fíknir í ólögleg vímuefni og leituðu sér lækninga á Sjúkrahúsinu Vogi fór á rúmlega tíu árum úr 18,5 prósentum af sjúklingahópnum í 49 prósent árið 2006. Sú staða hefur síðan lítið breyst og helmingur þeirra sem leita á Vog á hverju ári á við vandamál að stríða vegna fíknar í ólögleg vímuefni. Á tímabilinu frá 1994 til 2006, fjölgaði tilfellunum úr tæplega 300 á hverju ári í 907. Síðan hefur fjöldi til- fella lítið breyst og hlutfallið haldist það sama. Sjúkdómsgreiningar þar sem vandinn er bundinn við lyf, sem jafnframt eru vímuefni, hafa verið um 500 síðustu fimm árin, eða um 30 prósent. Þetta kemur fram í nýútgefnu árs- riti meðferðarsviðs SÁÁ 2016, en höf- undur þess er Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs. Þórarinn segir frá því hversu mikil breytingin var frá þeim tíma er SÁÁ var stofnað og byrjaði að bjóða áfengis- og vímuefnasjúklingum meðferð – þá var áfengi vímuefnið sem nær allir notuðu og áttu í vanda með. Á því voru þó vissulega fáeinar undantekningar. Einstaka sjúklingar voru fíknir í tvö vímuefni eða fleiri. „Síðan þá hafa fleiri og fleiri sjúkl- ingar komið til meðferðar sem kalla má fjölfíkla, eða eru háðir fleiri en einu vímuefni, auk tóbaks. Mikil aukning varð á þessu á árunum 1983 til 1985 og svo aftur frá 1996 til 2000. Á Sjúkrahúsinu Vogi forðast læknar að nota fjölfíklagreininguna í vímuefnagreiningunni en greina þess í stað og nefna öll þau vímuefni sem sjúklingurinn er fíkinn í. Með þessu verða vímuefnagreiningarnar nákvæmar og samanburðarhæfari milli ára,“ segir Þórarinn. Í tölfræði SÁÁ fær helmingur sjúkl- inganna á Vogi aðeins eina vímuefna- greiningu, en árið 2015 fengu þrír af hverjum fjórum áfengisgreiningu, þrettán prósent fengu kannabis- greiningu og um tólf prósent lyfja- greiningu. Einn af hverjum fjórum sjúklingum á Vogi var fíkinn í þrjú eða fleiri vímuefni á Vogi árið 2015, en hafa ber í huga að þeir hafa notað miklu fleiri vímuefni en þeir greinast fíknir í, bætir Þórarinn við. „Vegna þess hversu algengt er að sjúklingar séu háðir fleiri en einu vímuefni er mikilvægt að greina hvaða vímuefni veldur mestum vanda hjá þeim.“ svavar@frettabladid.is Flestir á Vogi hafa notað mörg vímuefni Á áratug fjölgaði þeim sem notuðu ólögleg vímuefni úr 18,5% í 49%. Þetta sýnir gagnabanki Vogs. Áfengi er rauði þráðurinn en fjórðungur sjúklinga sækir í þrjú eða fleiri vímuefni sem þeir eru fíknir í – sýna tölur ársins 2015. Frá tæru áfengi í fjölfíkn l Sú var tíðin að þeir sem leituðu sér meðferðar vegna áfengis- og vímuefnasjúkdóms á Íslandi notuðu nær eingöngu áfengi. l Um og eftir seinni heimsstyrj- öldina fóru fáeinir áfengissjúkl- ingar að nota lækningalyf sem jafnframt voru vímuefni, bæði örvandi lyf (amfetamín og skyld lyf) og róandi ávanalyf. l Árið 1961 komu benzodía- sepam-lyfin [kvíðastillandi/ svefnlyf] á markað. Notkun róandi ávanalyfja jókst mikið í kjölfarið og sjúklingar sem mis- notuðu þessi lyf fóru að leita sér meðferðar í vaxandi mæli. l Árið 1968 komu kannabisefni til Íslands og fljótlega upp úr því komu kannabisfíklar til meðferðar og sumir þeirra höfðu notað LSD [ofskynjunar- efni]. áfengissýki hefur lengi verið helsta viðfangsefnið á Vogi. Fréttablaðið/Heiða Tækni Facebook opnaði í gær fyrir nýja viðbót við Messenger-skila- boðaforrit sitt. Viðbótin nefnist Messenger Day og svipar mjög til My Story-fídussins á Snapchat. Með Messenger Day munu not- endur þannig geta bætt við myndum og myndböndum yfir daginn sem eyðast eftir sólarhring. Hægt er að velja að deila efninu með ákveðnum eða jafnvel öllum vinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook hermir eftir Snapchat. Í ágúst síðastliðnum var boðið upp á fídusinn Stories í ljósmyndaforriti Facebook, Instagram, og í febrúar fyrir ári var slíkt hið sama gert með skilaboðaforritið WhatsApp. Sú við- bót nefndist Status. Sjálfur tjáði Mark Zuckerberg, eigandi Facebook, sig um þessa nýju áherslu á ljósmyndir í símtali með greiningaraðilum í nóvember. Sagð- ist hann hafa trú á því að myndavélin yrði það tæki sem helst yrði notað til að deila upplifun með vinum í fram- tíðinni. – þea Hermir eftir Snapchat á ný ferðaþjónusTa Fyrstu komur skemmtiferðaskipa til Akraness verða í sumar. Fyrsta skipið sem hefur boðað komu sína þangað er Le Boreal. Það er ellefu þúsund brúttótonna skip með 264 farþega og 139 manna áhöfn. Frá þessu er greint á vef Faxaflóa- hafna en jafnframt að á dögunum hafi Faxaflóahafnir fengið bókun um 14 komur til Akraness frá skip- inu To Callisto. Það er lítið skip sem var smíðað árið 1963. Skipið getur tekið 34 farþega og áhöfnin er jafn- an 16 til 18 manns. Áformað er að komur skipsins til Akraness raðist nokkuð jafnt yfir sumarmánuðina. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem skemmtiferðaskip koma til hafnar á Akranesi meta starfs- menn Faxaflóahafna það svo að um stórtíðindi sé að ræða – bæði fyrir sveitarfélagið sjálft og Faxa- flóahafnir. – shá Skagamenn fá sín fyrstu skip Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook. Fréttablaðið/ePa Með Messenger Day munu notendur þannig geta bætt við myndum og mynd- böndum yfir daginn sem eyðast eftir sólarhring. 1 0 . m a r s 2 0 1 7 f Ö s T u D a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 A -F 0 4 4 1 C 6 A -E F 0 8 1 C 6 A -E D C C 1 C 6 A -E C 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.