SÍBS blaðið - 01.01.2007, Page 23
2
ar hafi þar misst af heimssögulegri forystu í
mengunarvörnum.
„Hvers vegna ertu ekki orðinn margfaldur millj-
arðamæringur?“
„Líklega fyrst og fremst vegna þess að ég er
ekki markaðs- eða peningahyggjumaður. Mark-
aðssetning á nýjungum kosta líka mikla fjár-
muni og þekkingu á slíkri vinnu. Svo er þetta
líka spurning um að vera á réttum stað á rétt-
um tíma og fá skilning samtíðarmanna. Eftir
stendur, að margt af því sem ég hef verið að
gera hefur verið til góðs á margan hátt.“
Hér hefur aðeins verið stiklað á nokkrum atrið-
um úr starfi Jóns Þórðarsonar hönnuðar og
uppfinningamanns en margs er ógetið. Jón er
mjög góður ljósmyndari og myndir eftir hann
birtust víða, m.a. vann mynd á plakati Ice-
landair til gullverðlauna á Ítalíu. Þá hefur hann
ferðast ásamt fjölskyldu sinni um óbyggðir
landsins á sínum fjallabíl og þar eru mótívin
óþrjótandi.
Jón hefur „fengist við myndlist,“ eins og hann
segir af hógværð sinni frá því hann var ungl-
ingur og hann hefur málað mörg frábærlega
falleg málverk um dagana sem hann segist
ýmist hafa gefið eða selt og hann er enn við
þá iðju sína á lítilli vinnustofu sem hann hefur
komið sér upp nálægt heimili sínu í Skipholti.
Jón fékk heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði
iðnaðarins árið 1979 fyrir uppfinningar sínar,
störf sín á Reykjalundi og fyrir að flytja til
landsins verðmæta tækniþekkingu. Þeim
verðlaunum fylgdi dágóð peningaupphæð sem
notuð var til hönnunar á lofthreinsibúnaði.
Einnig var hann sæmdur gullmerki SÍBS fyrir
störf sín í þágu samtakanna.
Í þessu greinarkorni hefur verið leitað fanga
í fyrri viðtölum við Jón auk þess að eiga við
hann stutt spjall. Hann er hógvær maður og
lítillátur og vill sem minnst gera úr eigin
afrekum. Það er þó ljóst þegar litið er til
baka að eftir hann liggur mikið og gott ævi-
starf. Plastframleiðslan á Reykjalundi hefði
aldrei náð þeim árangri sem raun bar vitni um
áratugaskeið hefði hans ekki notið við. Björn
Ástmundsson forstjóri á Reykjalundi segir að
talað hafi verið um „eins manns tæknideild“ á
Reykjalundi á sínum tíma, sem stóðst þó fylli-
lega samanburð við þær sem voru fjölmennari
og margir öfunduðu Reykjalund af. Víst er að
Jóns er minnst í sögu SÍBS sem eins af burð-
arásum starfsins á Reykjalundi. Einnig hefur
hann haft margvísleg áhrif á samtíð sína eins
og kemur fram í þessu viðtali og þeim sem
vitnað er til hér að neðan.
Helstu heimildir:
Friðrik G. Olgeirsson: Hönnuðurinn frá Þóroddsstöð-
um, Árbók Ólafsfjarðar 2004, bls. 34-41
Halldór Valdimarsson: Látlaust eitthvað að ráða fram
úr, viðtal í SÍBS bókinni 1988.
Harmonikublaðið, umfjöllun um Tónalín, sérsmíðaða
harmoniku, 3. tbl. 1. árg. maí, 1987, bls. 6, 3. tbl. 6.
árg., maí 1992, bls. 17-18 og 2.tbl. 10. árg. febrúar
1996, bls. 20.
Tíminn, 112. tbl. 74. árg. 14. júní, 1990.
Fréttabréf Háskóla Íslands, 4. tbl. 12.árg. maí, 1990.
Jón og Jóhanna í stofunni heima.
Hér hefur kælibúnaðurinn verið settur upp í Noregi,
þar sem hann reyndist vel eins og alls staðar.