SÍBS blaðið - 01.06.2015, Side 9

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Side 9
SÍBS BLAÐIÐ 2015/2 9 10.000 skref á dag4. Þessar ráðleggingar áttu að vera mjög sambærilegar þeim ráðleggingum að hreyfa sig í 30-60 mínútur dag hvern. Upp úr aldamótunum ruddu hröðunarmælar sér rúms en þeir mæla hröðun líkamans og breyta í slög. Þessir mælar eru mjög nákvæmir en nokkuð hefur verið deilt um hversu mörg slög teljast meðalerfið hreyfing5-7. Hreyfing minnkar með aldrinum Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði við Íþróttafræðasetur Háskóla Íslands á Laugarvatni hefur undanfarinn rúman áratug rannsakað hreyfingu barna, ung- linga og ungs fullorðins fólks sem og aldraðra. Á meðal barna og unglinga og fram á þrítugs- aldurinn fer hreyfingin minnkandi með vaxandi aldri og algengara er að yngri börn nái að upp- fylla hreyfiráðleggingar Embættis Landlæknis. Þó er svolítið erfitt að meta það því að mæli- aðferðin er ekki alltaf sú sama (skrefmælar eða hröðunarmælar) og breytingar hafa verið gerðar á því hversu mörg slög á hröðunarmælunum þarf til þess að hreyfingin teljist meðalerfið. Þannig töldust nær öll 9 ára börn og 50-80% 15 ára barna ná ráðleggingum Embættis Land- læknis um daglega hreyfingu samkvæmt þeim slagafjölda sem Trost og félagar5 settu fram sem viðmið um meðalerfiða hreyfingu. Þegar nýrri og uppfærð viðmið um slagafjölda voru birt6, náðu einungis 5% sömu 9 ára barna ráðlegging- unum og 10% sömu 15 ára barna. Nýjustu tölur meðal íslenskra skólabarna þar sem enn önnur viðmið voru notuð7 sýna svo að um 40% barna á grunnskólaaldri uppfylli ráðleggingar Embættis Landlæknis8. Þrátt fyrir þessar tilfærslur á viðmiðum um slaga- fjölda fyrir meðalerfiða hreyfingu virðist hreyfing barna og unglinga hafa minnkað undanfarin áratug hverju svo sem er um að kenna. Ekki verður horft fram hjá því að afþreying í formi skjátíma hefur aukist en auk hefðbundinna tölva hefur flóra leikjatölva aukist og spjaldtölvur og snjallsímar hafa rutt sér verulega rúms síðustu fimm árin. Einnig hefur útsendingartími sjónvarps lengst. Því er ekki skrítið að skjátími taki upp eitthvað af þeim tíma sem áður fór í hreyfingu og þekkt er meðal foreldra að drengir spili heldur fótbolta í leikjatölvu heldur en að fara út og spila raunverulegan fótbolta. Eign á spjaldtölvum, snjallsímum o.þ.h. eykst einnig eftir því sem börn og unglingar verða eldri og gæti það að hluta orsakað minnkandi hreyfingu með vaxandi aldri. Því ber samt að halda til haga hreyfing eldri barna og unglinga hefur alltaf verið minni heldur en hinna yngri og því spila tækninýjungar ólíklega stórt hlutverk í minnkandi hreyfingu með vaxandi aldri. Ungt fólk eins og gamalmenni Hreyfing eldri unglinga og ungs fólks sem er rétt komið yfir tvítugsaldurinn er verulegt áhyggju- efni. Einungis um þriðjungur 18 ára unglinga tóku 10.000 skref á dag9 og hreyfing unglinga yfir átta ára tíma bil (frá 15 til 23 ára) minnkaði mikið. Við 23 ára aldurinn var hreyfingin í raun svo lítil að hana mátti bera saman við hreyfingu gamalmenna sem voru komin hátt á áttræðis- aldur. Það er hins vegar hægt að sporna við þessari þróun og í íhlutunarrannsókn tókst að auka hreyfingu sjö ára barna verulega10. Sú íhlutun fór fram í skólum og hafði það að mark- miði að auka hreyfingu á skólatíma þannig að hvert barn fengi 60 mínútur af hreyfingu á dag í skólanum. Þetta var ekki gert með því að fjölga íþróttatímum heldur með því að auka hreyfingu í hefðbundnum bóknámsgreinum. Auk þess voru börnin viljugri til að sinna bóknáminu eftir hreyfinguna. Drengir hreyfa sig að jafnaði meira en stúlkur og karlar meira en konur. Hvað veldur er ekki alveg vitað en þó er talið að karlpeningurinn velji sér áhugamál og vinnu sem krefjist meiri hreyfingar. Drengir eru til að mynda líklegri til að leika sér í ærslafullum leikjum með hlaupum og jafnvel slagsmálum meðan stúlkur eru oftast rólegri í leikjum sínum. Hins vegar ber svo við að á meðal barna og unglinga með þroska- hömlun fannst enginn kynjamunur á hreyfingu8. Líklegasta ástæðan fyrir því er sú að hreyfing barna með þroskahömlun var svo lítil að hún var lítið meira en athafnir daglegs lífs. Verulegur munur var á daglegri hreyfingu þessa hóps og almennra skólabarna. Auk þess var enginn munur á hreyfingu þeirra fyrrnefndu um helgar og á virkum dögum en almenn skólabörn hreyfðu sig meira á virkum dögum en um helgar. Meira af hreyfingu barna með þroskahömlun átti sér auk þess stað á skólatíma samanborið við eftir skóla en enginn slíkur munur fannst á meðal almennra skólabarna. Börn með þroskahömlun voru mun líklegri til að taka þátt í íþróttum sem stundaðar eru á lágri ákefð, s.s. boccia, göngu eða dans meðan almenn skóla- börn tóku frekar þátt í íþróttum af hárri ákefð eins og fótbolta, handbolta eða frjálsíþróttum. Ástæður barnanna fyrir að hreyfa sig voru einnig ólíkar. Hærra hlutfall barna með þroskahömlun stundaði hreyfingu/æfingar til þess að léttast meðan almenn skólabörn hreyfðu sig fyrst og fremst til að verða betri í ákveðinni íþrótt eða til þess að komast í betra form. Verða að hreyfa sig meira Eins og sagði í upphafi stuðlar hreyfing að heilsusamlegu lífi og því talsvert áhyggjuefni að sjá hvað hefur dregið úr hreyfingu meðal barna og unglinga undanfarinn áratug. Einnig er hreyfing meðal fólks á þrítugsaldri mjög lítil og börn með þroskahömlun hreyfa sig lítið umfram athafnir daglegs lífs. Því má búast við að heilsufari Íslendinga fari hrakandi á komandi árum verði ekkert að gert. Skólar eru þar í lykil- hlutverki og geta haft veruleg áhrif á hreyfingu með fjölgun íþróttatíma sem og með því að auka hreyfingu í bóknámstímum. Því skjóta Fólk hugsar oft ranglega að æfingar séu eina hreyfingin sem skipti máli á meðan í raun öll hreyfing skiptir máli. Einnig er hreyfing meðal fólks á þrítugs aldri mjög lítil og því má búast við að heilsufari Íslendinga fari hrakandi á komandi árum verði ekkert að gert.

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.