SÍBS blaðið - 01.06.2015, Page 11

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Page 11
SÍBS BLAÐIÐ 2015/2 11 Grein Æfum bæði þol og styrk Sigríður Lára Guðmundsdóttir, PhD. Dósent, Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Faglegar ráðleggingar um hreyfingu fyrir flest fólk mæla með því að við hreyfum okkur flesta daga vikunnar í 30 mínútur og af miðlungs eða mikilli ákefð. Ennfremur er mælt með því að við stundum bæði þol- og styrktarþjálfun. Þannig bætum við heilsu okkar, lífsgæði og lífslíkur. Einstaklingar sem ekki eru heilsuhraustir og geta ekki fylgt ráðleggingum um æfingar af mikilli ákefð geta samt flestir stundað hreyfingu af miðlungsmikilli ákefð og þar með notið jákvæðra áhrifa hreyfingar eins og aðrir. Hvað og hve oft? Þegar við skipuleggjum hreyfingu okkar er vert að hafa í huga eftirfarandi þætti: tegund (hvaða hreyfingu stundum við?), tíðni (hve oft hreyfum við okkur?), lengd (hve lengi varir hver hreyfistund?) og ákefð (hversu erfið / áköf er hreyfingin?). Samanlagt má segja að þessir þættir myndi „skammtinn“ af hreyfingu sem við fáum. Sé skynseminni beitt og æfingaáætlun rétt byggð upp má búast við því að stærri skammtur skili betri áhrifum, þó rétt sé að minna á að litlir skammtar hafa líka góð áhrif, og líklega er ávinningurinn mestur við það að fara úr því að vera kyrrsetufólk í það að hreyfa sig svolítið. Mikilvægt er að hafa í huga að áhrif þjálfunar eru sértæk fyrir þau svæði og kerfi sem verða fyrir álagi við hreyfinguna. Hjarta- og æðakerfi styrkist við þolþjálfun en styrkur eykst og jafnvægi batnar við styrktarþjálfun. Þeir vöðvar sem notaðir eru við þjálfun munu venjast hreyfingunni, styrkjast og auka þol. Á sama hátt styrkjast aðeins þeir hlutar beinagrindarinnar sem eru undir álagi við hreyfinguna. Því er mikilvægt fyrir okkur öll að huga að fjölbreyttum æfingum og að finna rúm fyrir bæði þol- og styrktarþjálfun. Þol og styrkur Í megindráttum má skipta hreyfingu í tvo flokka, þolþjálfun þar sem áhersla er á að örva hjarta- og æðakerfi, lungu og úthald og svo styrktarþjálfun þar sem áhersla er á að auka vöðvastyrk, kraft og snerpu. Þolþjálfun er sú hreyfing kölluð sem hefur þau áhrif að öndun, hjarta- og æðakerfi örvast og styrkist. Dæmi um slíka þjálfun eru ganga, sund, hjólreiðar, hlaup, gönguskíði og dans. Þolþjálfun er mikilvæg fyrir alla aldurshópa og hefur ótví- ræð jákvæð áhrif á heilsufar okkar. Ganga er vinsælasta hreyfingin sem telst til þolþjálfunar, þó sýna rannsóknir að fæstir ganga nóg til þess að uppfylla hinn æskilega hreyfingarskammt. Þetta er umhugsunarvert því reglubundin þol- þjálfun er líklega ódýrasta og aðgengilegasta leiðin til þess að vinna gegn útbreiðslu þeirra sjúkdóma sem eru stærsta byrðin á samfélaginu ÍSLANDS SJ Ó MA NNAFÉLAG Í þolþjálfun er áhersla á að örva hjarta- og æðakerfi, lungu og úthald. Í styrktarþjálfun er áhersla á að auka vöðvastyrk, kraft og snerpu.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.