SÍBS blaðið - 01.06.2015, Síða 16
SÍBS BLAÐIÐ 2015/216
Hreyfing í góðum
félagsskap
Síðastliðið haust stóð SÍBS fyrir göngunám-
skeiði fyrir almenning í samvinnu við Einar
Skúlason, sem er í forsvari fyrir gönguhópi sem
kallast Vesen og vergangur. Það gekk svo vel að
ákveðið var að efni til annars göngunámskeiðs
í vor og í framhaldi af því sérstakrar áskorunar
undir yfirskriftinni 100 kílómetrar á fjórum vikum.
„Ég á félaga sem hefur verið að vinna í
tengslum við SÍBS,“ segir Einar þegar ég hitti
hann til að forvitnast nánar um þessar göngu-
ferðir. „Hann hafði fylgst með okkur í Veseni
og vergangi og vissi af áhuga innan SÍBS um
að standa fyrir námskeiðum fyrir almenning í
heilsumálum. Honum þótti upplagt að tengja
okkur saman sem varð til þess að ákveðið
var að bjóða upp á göngunámskeið í haust.
Hugsunin var frá upphafi sú að beina athygl-
inni að fólki sem stundaði ekki mikla hreyfingu
af einhverjum ástæðum, hvort sem það voru
sjúkdómar eða eitthvað annað. Hugmyndin var
jafnframt að byrja mjög létt og herða svo smám
saman áreynsluna, byggja fólk upp. Það tókst
mjög vel. Mig minnir að um 160 manns hafi
mætt í fyrstu gönguna. Og í framhaldinu voru
ávallt hátt í hundrað manns í hverri göngu sem
farin var einu sinni í viku. Síðan voru margir sem
héldu áfram inn í veturinn, og fóru líka að taka
þátt í öðrum göngum, göngum sem þeir höfðu
aldrei treyst sér í áður, en eftir að hafa farið í
gegnum þetta prógramm styrktist fólk.
Svo núna í vor ákváðum við að gera þetta
aftur. Efndum til þess sem við kölluðum „vor-
áskorun“. Byrjuðum létt og enduðum á nokkuð
erfiðari göngum. Því miður setti veðrið talsvert
strik í reikninginn, það var alltaf eitthvað að því,
stormviðvaranir og þess háttar. Margir voru því
hræddir við að fara út að ganga, en þó mættu
alltaf um 30-40 manns í hverri viku.“
100 km á fjórum vikum
„Eftir þessar tvær áskoranir ákváðum við að
bjóða upp á enn eina sem myndi henta öllum,
eða hundrað kílómetra áskorun sem tekin
yrði á fjórum vikum. Sumir urðu hvumsa, þótti
vegalengdin ansi mikil, en þegar maður fór
að útskýra fyrir fólki að þetta væru bara 3,6
kílómetrar á dag, eða eins og þrjár ferðir milli
Lækjartorgs og Hlemms, þá hljómaði það ekki
eins svakalegt og í fyrstu. Það geta nefnilega
langflestir gert þetta, bara mismunandi hratt og
við mismunandi aðstæður, úti eða inni, í halla
eða á jafnsléttu og svo framvegis. Þetta vakti
mikla lukku, um 500 manns skráðu sig til þátt-
töku. Þessi áskorun hefur aðallega verið kynnt
á Facebook og þar hefur fólk verið að pósta
árangur sinn og skiptast á athugasemdum og
hvatningu, og þannig skapast það aðhald sem
þarf til að fólk klári dæmið. En þótt þessar
göngur fari fram víða og fólk geri þetta bæði eitt
og með öðrum, þá höfum við Trausti Pálsson
félagi minn úr Veseni og vergangi skipulagt um
15 göngur í tengslum við átakið, svo þær hafa
einnig verið í boði. Útfærslan er því með ýmsu
móti en markmiðið það sama, að fólk hreyfi
sig og bæti styrk sinn og vellíðan. Það er viss
grasrótarstemmning í þessu hjá okkur.
Hundrað kílómetra áskorunin miðast þannig
við að gera eitthvað á hverjum degi, stundum
gengur fólk langt, stundum stutt, en málið er
að gera eitthvað daglega. Þetta voru einmitt
einkunnarorð konu sem ég þekkti og lést úr
krabbameini fyrir nokkrum árum: Eitthvað á
hverjum degi – það var hennar regla.“
Gott form til að lifa með sjúkdómi
Einar þekkir vel gildi hreyfingar fyrir þá sem
glíma við einhvern sjúkdóm og tengist sjálfur
einu aðildarfélaga SÍBS. „Ég er með astma og
ofnæmi og hef þurft að glíma við það vandamál
frá því ég var lítið barn. Og það er skemmtilegt
að þetta samstarf mitt við SÍBS skuli hafa
komist á því ég uppgötvaði mjög snemma að til
þess að halda astmanum í skefjum þá þyrfti ég
að hreyfa mig miklu meira en þeir sem voru ekki
með astma. Maður þarf að vera í svo góðu formi
Viðtal
Páll Kristinn Pálsson