SÍBS blaðið - 01.06.2015, Page 21

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Page 21
SÍBS BLAÐIÐ 2015/2 21 skynfærunum starfar ekki eðlilega, er ekki víst að einstaklingurinn geri sér grein fyrir því að hann sé að missa jafnvægið. Í öðrum tilvikum vinnur heilinn ekki rétt úr upplýsingunum og fólki finnst það vera að detta þegar það er í jafnvægi. Hættan á slíkum vandamálum eykst eftir því sem fólk eldist, þar sem líkur aukast á hrörnun- arsjúkdómum eða sýkingum sem hafa áhrif á skynið og heilastöðvarnar. Sykursýki, Parkin- sons og heilablóðfall eru dæmi um sjúkdóma sem geta valdið truflun á jafnvægi. Jafnvel væg einkenni þessara sjúkdóma geta haft neikvæð áhrif á jafnvægi. Svimi getur orsakast vegna hrörnunarsjúkdóma eða annarra veikinda og getur leitt til truflana á jafnvægi. Þá eru einnig meiri líkur á að eldri einstaklingar hafi lent í skaða á þessum svæðum yfir ævina, ss. heila- hristingi, eyrnasýkingu, tognun eða beinbroti. Hrörnunarbreytingar tengdar auknum aldri hafa fundist í öllum kerfum sem taka þátt í stjórnun jafnvægis. Kunnugt er að skynviðtökum í jafnvægiskerfi innra eyra og taugaþráðum sem bera boð frá þeim fækkar með aldrinum. Þessar hrörnunarbreytingar virðast gerast með nokkurri ósamhverfu á líkan hátt og gerist með heyrn eða sjón. Ósamhverfa í starfsemi hægra og vinstra eyra leiðir til truflaðra skilaboða frá jafnvægiskerfinu sem leiðir af sér ómarkvissari fallviðbrögð sem aukið getur hættu á byltum. Vitað er að skyn í neðri útlimum minnkar með aldri og hefur það verið tengt jafnvægisskerð- ingu meðal aldraðra og aukinni dettni. Aldraðir með minnkað skyn hafa mun lélegri jafnvægis- stjórn heldur en aldraðir með eðlilegt skyn og yngri einstaklingar. Ýmis lyf geta einnig haft áhrif á stjórnun jafnvægis. Mikilvægt er að greina hvað orsakar skert jafnvægi og finna út hvaða meðferðarmöguleikar eiga best við. Oft er hægt að bæta jafnvægið með sértækri meðferð og/ eða þjálfun. Þjálfun jafnvægis og liðleika Jafnvægisþjálfun og teygjuæfingar er auðvelt að gera hvar og hvenær sem er. Það má æfa t.d. með því að standa á öðrum fæti eða á tám, með jógaæfingum, fimleikum og dansi. Í líkamsræktarsölum eru oft boltar og skífulaga bretti með hálfkúlu undir, sem eru notuð til að þjálfa jafnvægið. Teygjuæfingar eru oftast gerðar eftir styrktaræfingar og þolþjálfun til að teygja á vöðvum sem hafa verið undir miklu álagi á æfingunni. Þær minnka spennu í vöðvum og auka blóðflæði og eru þannig mikilvægur hluti af verkjameðferð. Ennfremur hindra þær að vöðvarnir styttist með tímanum, sem getur gerst eftir langar setur við tölvu eða yfir bókum. Jafnvægisþjálfun og teygjuæfingar hafa einnig jákvæð áhrif á liðina. Byrjunarstig jafnvægisæfinga eru æfingar eins og að standa upp á tám, standa á hælum, standa á öðrum fæti, halla sér fram með beinan bol, eins langt og hægt er án þess að detta, halla sér aftur, teygja sig til hliðanna. Á þessu stigi er lítil hreyfing í liðunum. Mikilvægt er að reyna að vera afslappaður við æfingarnar, ekki að stífa sig af og hafa eitthvað til að grípa í eða styðja sig við ef á þarf að halda. Æfingarnar eru hannaðar til að bæta fínhreyfingar í vöðvum sem styðja við liðina, svo að réttir vöðvar þurfa að vera spenntir til að missa ekki jafnvægið. Margar leiðir eru til að gera æfingarnar erfiðari, eins og að framkvæma þær með lokuð augun, standa á línu (hæll við tá) eða á óstöðugu undirlagi, t.d. á mjúkum púða. Fyrir lengra komna eru æfingarnar gerðar með meiri hreyfingu í liðum eins og að ganga á línu, ganga á línu og snúa höfðinu til hliðanna á meðan, hnébeygja á öðrum fæti, framstig eða kasta og grípa bolta á öðrum fæti. Enn erfiðari eru svo æfingar eins og hopp, æfingar á trampolíni og kassahopp sem reyna mikið á styrk. Styrktarþjálfun er einnig mikilvæg í þjálfun jafn- vægis. Rannsókn sem gerð var á Parkinson- sjúklingum sýndi að bæta mátti jafnvægið meira með því að gera bæði jafnvægisæfingar og styrktaræfingar fyrir neðri útlimi en að gera eingöngu jafnvægisæfingar í 4 vikur8. Í yfirlits- Jafnvægisskerð- ingar verða ekki bara við veikindi eða slys, þær mælast einnig hjá heilbrigðum eldri fullorðnum og virðist óstöðugleiki aukast strax eftir fertugt.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.