SÍBS blaðið - 01.06.2015, Qupperneq 29
SÍBS BLAÐIÐ 2015/2 29
dóma, sem ekki eru smitandi. Aðferðin er ekki
flókin, hún gengur út á það að fá kyrrsetufólk til
að stunda hreyfingu. Hreyfingarleysi á heimsvísu
hefur samt aukist þó að þekking á þjálfunar-
aðferðum sem leiða til bættrar heilsu hafi farið
vaxandi. Þessu ástandi er líkt við heimsfaraldur
því að það snertir ekki einungis heilsu fólks
heldur eru afleiðingarnar einnig efnahagslegar,
umhverfislegar og félagslegar.
Mikilvægar ábendingar fyrir 65+
Í nýlegri skýrslu frá bandarískum heilbrigðisyfir-
völdum eru settar fram mikilvægar ábendingar
tengdar heilsu 65 ára og eldri einstaklinga.
Helstu þættir sem nefndir eru og stuðla að góðri
heilsu eru reglubundin hreyfing, æskileg næring
og að forðast tóbaksreykingar. Helstu þættir
sem aftur á móti stofna heilsu eldri aldurshópa
í hættu eru minnkandi hreyfing, lítil ávaxta- og
grænmetisneysla, offita og tóbaksreykingar.
Rannsóknaniðurstöður frá 2011 gáfu til kynna að
um 33% einstaklinga, 65 ára og eldri, hreyfðu
sig ekki, 73% borðuðu færri en fimm ávaxta- og
grænmetisskammta á dag, 24% þeirra væru í
offituflokki og 8% reyktu. Þessar niðurstöður
sýna fram á mikilvægi þess að koma á fót
heilsutengdri íhlutun í samfélögum þjóða með
það að markmiði að stemma stigu við áhættu-
þáttum tengdum heilsuleysi og um leið að auka
markvissa hreyfingu og æskilega næringarinn-
töku meðal eldri aldurshópa.
Íslensk doktorsrannsókn
Doktorsritgerð greinarhöfundar var að athuga
hvaða áhrif sex mánaða íhlutun, sem byggð
var á fjölþættri hreyfingu og ráðleggingum um
næringu og heilsu, hefði á helstu útkomubreytur
eins og daglega hreyfingu, hreyfigetu, styrk, þol,
líkamssamsetningu og þætti tengda hjarta- og
æðasjúkdómum. Markmið rannsóknarinnar
var jafnframt að skoða áhrif íhlutunar til lengri
tíma, eða sex og tólf mánuðum eftir að íhlutun-
artímabili lauk. Einnig var athugað hvort áhrif
íhlutunar væru ólík meðal eldri karla og kvenna
í rannsókninni og hvort hún hefði mismunandi
áhrif á ólíka aldurshópa. Með alþjóðlegar ráð-
leggingar og sjálfbærni að leiðarljósi var einnig
reynt að meta hvort sú aðferð og íhlutun sem
beitt var gæti reynst gagnleg fyrir eldri einstak-
linga til að viðhalda eða bæta eigin heilsu til
lengri tíma.
Þátttakendur og fjölþætt þjálfun
Þátttakendur í rannsókninni voru 117 og var
þeim skipt af handahófi í tvo hópa, fyrri þjálfun-
arhóp (56 þátttakendur) og seinni þjálfunarhóp
(61 þátttakandi). Að loknum grunnmælingum
og skiptingu í þessa tvo hópa stóð þjálfunar-
og rannsóknartími yfir á þremur sex mánaða
tímabilum. Fyrri þjálfunarhópur tók þátt í 6
mánaða fjölþættri þjálfun, auk þess sem hann
fékk næringar- og heilsuráðgjöf. Seinni þjálf-
unarhópurinn virkaði sem viðmiðunarhópur í 6
mánuði. Eftir 6 mánaða fjölþátta þjálfun hjá fyrri
þjálfunarhópi og biðtíma hjá seinni þjálfunarhópi
voru grunnmælingar endurteknar. Þegar þessum
mælingum var lokið lauk afskiptum af fyrri
þjálfunarhópi en seinni þjálfunarhópur tók þátt
í sambærilegri þjálfun og fyrri þjálfunarhópur.
Eftir seinna þjálfunartímabilið voru mælingar
aftur endurteknar hjá báðum hópum. Þar með
lauk afskiptum rannsakenda einnig af seinni
þjálfunarhópi. Sex mánuðum eftir að seinni
þjálfunarhópur lauk sinni þjálfun voru mælingar
endurteknar í fjórða sinn á báðum hópum. Að
því loknu lauk rannsókninni formlega en hún
stóð yfir í eitt og hálft ár.
Þátttakendur í þessari rannsókn voru heilbrigðir
einstaklingar á aldrinum 71–90 ára. Þeir höfðu
tekið þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar og
staðist ákveðnar grunnmælingar sem gengið
var út frá. Þessar mælingar tengdust heilsufars-
stöðu þeirra og niðurstöðum í SPPB-hreyfifærni-
prófi. Af þeim 325 einstaklingum sem höfðu náð
70 ára aldri þáðu 96 þátttöku. Af þessum fjölda
uppfylltu 92 kröfur um þátttöku, auk þess sem
mökum þátttakenda var boðin þátttaka. Þáðu
25 makar boðið. Helstu ástæður þess að hafna
boði voru of langur og bindandi rannsóknartími,
áhugaleysi eða veikindi. Mynd 1 sýnir hluta af
rannsóknarhópi á æfingum á Laugardalsvelli en
þar fóru æfingar meðal annars fram.
Mynd 2. Ferli styrktarþjálfunar á rannsóknartíma: Upphitun sem stóð yfir í
10–15 mínútur, styrktarþjálfun sem stóð yfir í um 30 mínútur og niðurlag
æfingar sem lauk með teygjum og slökun.