SÍBS blaðið - 01.06.2015, Page 30
SÍBS BLAÐIÐ 2015/230
Íhlutun rannsóknar
Íhlutun rannsóknar fólst í 6 mánaða fjölþættri
þjálfun þar sem áhersla var lögð á daglega
þolþjálfun og styrktarþjálfun tvisvar í viku. Þessu
til stuðnings var ráðgjöf um næringu og fjórir
fyrirlestrar um heilsutengda þætti. Þolþjálfun
var einstaklingsmiðuð. Hún var fólgin í daglegri
göngu á þjálfunartíma, að meðaltali um 30 mín-
útur á dag. Styrktarþjálfun fór fram í líkams- og
heilsuræktarstöð tvisvar sinnum í viku. Hún var
einnig einstaklingsmiðuð og innihélt 12 æfingar
fyrir helstu vöðvahópa líkamans, sjá mynd 2.
Mælingar
Helstu mælingar á öllum tímapunktum voru
dagleg hreyfing mæld með sérstökum hreyfi-
mælum og stöðluðum spurningalista. Líkams-
þyngdarstuðull var mældur með því að deila
hæð í öðru veldi (m2) í líkamsþyngd (kg), SPPB-
hreyfigetuprófið var framkvæmt og hreyfijafn-
vægi mælt með átta feta gönguprófi. Kraftur var
mældur í sérhönnuðu kraftmælingatæki og þol
mælt með sex mínútna gönguprófi. Heilsutengd
lífsgæði voru mæld með stöðluðum spurn-
ingalista. Holdafar var mælt með sérstökum
myndskanna, DXA-skanna, í Hjartavernd í Kópa-
vogi auk þess sem þar fóru allar blóðmælingar
fram við kjöraðstæður.
Niðurstöður rannsóknar
Mælingar í upphafi rannsóknar, bæði með
hreyfimæli og spurningalista, sýndu að dagleg
hreyfing meirihluta þátttakenda var lítið brot
af því sem ráðlagt er eins og áður hefur komið
fram. Um 60% þátttakenda hreyfðu sig að
jafnaði í 15 mínútur eða minna í hvert skipti
sem þeir hreyfðu sig. Þessi útkoma er nokkuð
undir alþjóðlegum ráðleggingum. Um 70%
þátttakenda stunduðu göngur þrjá daga eða
sjaldnar í hverri viku og um 10% þátttakenda
stunduðu styrktarþjálfun. Sex mánuðum eftir að
6 mánaða þjálfun lauk gengu um 35% þátt-
takenda í 16–30 mínútur í hvert skipti sem þeir
stunduðu hreyfingu og 35% þátttakenda eða
sama hlutfall gekk í lengri tíma en 30 mínútur.
Göngutími hafði því batnað verulegu 6 mán-
uðum eftir að þjálfuninni lauk. Göngudagar í
hverri viku á þessum tímapunkti voru fjórir eða
fleiri hjá rúmlega 50% þátttakenda miðað við
upphafsmælingu. Um 40% þátttakenda sögðust
ganga tvisvar til þrisvar í viku. Styrktarþjálfunar-
dagar hjá þátttakendum á þessum tímapunkti,
eða 6 mánuðum eftir að þjálfun lauk, voru tveir
eða fleiri hjá um 40% þátttakenda. Tæplega
60% stunduðu enga styrktarþjálfun á þessum
tímapunkti. Einu ári eftir að 6 mánaða þjálfun
lauk var staðan mjög svipuð og sex mánuðum á
undan hjá fyrri þjálfunarhópi.
Niðurstöður mælinga á hreyfigetu þátttakenda,
hvort sem um er að ræða hópinn í heild, eldri
karla eða konur sérstaklega eða mismunandi
aldurshópa, sýndu verulega bætingu á þessum
útkomubreytum. Þetta á bæði við um heildar-
niðurstöður í SPPB-hreyfigetuprófi og í ein-
stökum þáttum þess fyrir utan jafnvægi. Þar
var getan mjög góð fyrir og því var rými til
bætingar lítið. Sama á við um átta feta hreyfi-
jafnvægisprófið (e. 8-foot up-and-go test) en þar
urðu framfarir miklar. Mynd 3 sýnir framfarir hjá
fyrri þjálfunarhópi að lokinni 6 mánaða þjálfun
en bæting á sér ekki stað hjá seinni þjálfunar-
hópi á sama tímapunkti og munur verður á hóp-
unum. Eftir 6-mánaða þjálfun hjá seinni þjálf-
unarhópi koma aftur á móti framfarir í ljós og
hópurinn nær hinum að getu aftur. Niðurstöður
héldust áfram jákvæðar í að minnsta kosti eitt ár
hjá fyrri þjálfunarhópi eftir að 6 mánaða þjálfun
lauk og í að minnsta kosti sex mánuði hjá seinni
þjálfunarhópi (mynd 3).
Niðurstöður sex og tólf
mánuðum eftir þjálfunartíma
Að lokinni 6 mánaða íhlutun kom í ljós aukning
á styrk handa og fóta og einnig á 6 mínútna
göngu- og þolprófi. Hinar jákvæðu breytingar
héldust í gönguprófinu þegar mælingar voru
endurteknar 6 og 12 mánuðum eftir að þjálfun
lauk. Aftur á móti færðist styrkurinn nær niður-
stöðum upphafsmælinga á þessum tíma-
punkt um án þess þó að fara niður fyrir upp-
haflegu gildin.
Líkamssamsetning, þyngd, líkamsþyngdar-
stuðull og fitumassi, færðust til betri vegar við
lok þjálfunartímabils. Þessar jákvæðu breytingar Mynd 3. Mæling á hreyfiget
***
***
***
***
*p < 0,05; **p 0,01; ***p < 0,001
Fyrri þjálfunarhópur
Seinni þjálfunarhópur
8,5
8
7,5
7
6,5
6
5,5
5
4,5
4
0
Se
kú
nd
ur
(s
)
1 2 3 4
Upphafsmæling
beggja hópa
Eftir 6 mánaða
þjálfun (fyrri
þjálfunarhópur
Eftir 6 mánaða
eftirfylgni (fyrri
þjálfunarhópur
Eftir 12 mánaða
eftirfylgni (fyrri
þjálfunarhópur
8 feta hreyfijafnvægi
Heildaráhrif; -0.87 s (95% CI: -1.2, -0,6), p<0.001
u, 8 feta hreyfijafnvægi.
Eftir sex mánaða
þjálfun kom í ljós
aukning á styrk og
þoli, líkamssam-
setning færðist
til betri vegar
og áhættuþættir
hjarta- og æðasjúk-
dóma minnkuðu.