SÍBS blaðið - 01.06.2015, Síða 31
SÍBS BLAÐIÐ 2015/2 31
héldust ekki í öllum mælingum þegar þær
voru skoðaðar 6 mánuðum eftir íhlutunartíma.
Jákvæðar breytingar á vöðvamassa áttu sér
einnig stað hjá fyrri þjálfunarhópi að lokinni
6 mánaða þjálfun. Styrkurinn hélst að vísu
óbreyttur hjá seinni þjálfunarhópi. Við eftirfylgni-
mælingar voru jákvæðu áhrifin horfin.
Varðandi mælingar á áhættuþáttum hjarta-
og æðasjúkdóma, þá komu fram jákvæðar
breytingar á ummáli á kvið, blóðþrýstingur
lækkaði, hið góða kólesteróli (HDL) færðist til
betri vegar og hið sama gerðist við mælingar á
glúkósa og þríglýseríðum að lokinni 6 mánaða
íhlutun. Þessar breytingar héldust flestar sex
mánuðum eftir að íhlutunar- og þjálfunartíma
lauk, auk þess sem blóðþrýstingur hélt áfram að
lækka.
Ályktanir að lokinni rannsókn
Þessi íslenska rannsókn sýnir mikilvægi þess
að fylgjast með stöðu eldri aldurshópa hér
á landi. Hún sýnir einnig fram á ávinning af
fjölþættri þjálfunaráætlun sem meðal annars
innihélt daglega hreyfingu í formi þolþjálfunar og
styrktarþjálfun tvisvar í viku. Niðurstöður sýna
einnig greinilega að eldri aldurshópar geta haft
margvíslegan ávinning af markvissri líkams- og
heilsurækt ef tíðni æfinga, tímalengd þeirra og
ákefð eða áreynsla er vel skipulögð.
Gera má ráð fyrir að þjálfun af þeim toga sem
skipulögð var í rannsókninni sem hér um ræðir
geti komið í veg fyrir ótímabæra skerðingu á
hreyfigetu, unnið gegn áhættuþáttum hjarta-
og æðasjúkdóma og viðhaldið heilsutengdum
lífsgæðum eldra fólks. Einnig má gera ráð
fyrir að slík þjálfun komi í veg fyrir ótímabæra
stofnanavist. Álykta má að þjálfun af þessum
toga fyrir eldri aldurshópa ætti að vera þáttur
í hefðbundinni heilsugæslu eldra fólks. Niður-
stöður þessarar rannsóknar undirstrika jafnframt
þörfina á áframhaldandi þróun íhlutunaraðgerða
fyrir eldri borgara svo þeir geti sinnt athöfnum
daglegs lífs eins lengi og kostur er og búið
áfram í eigin húsnæði eins lengi og þeir kjósa
án utanaðkomandi aðstoðar eða með lágmarks
aðstoð.
Fyrir samfélagið, stjórnvöld og sveitarfélög, kalla
þessar niðurstöður á sameiginlegar aðgerðir
varðandi daglega hreyfingu hjá eldri aldurs-
hópum. Setja þarf fram markvissa stefnu og
aðgerðaáætlun sem styður við daglega hreyf-
ingu og fjölbreytta heilsurækt fyrir þennan
aldurshóp. Jafnframt þarf að endurskipuleggja
þjónustu og fjármögnun til að forgangsraða
hreyfingu, auk þess sem mynda þarf félagsskap
til aðgerða með það að markmiði að gefa eldri
einstaklingum tækifæri til að taka þátt í fjöl-
breyttri heilsurækt og ráðgjöf um næringu.
Produktvalsguide
TENA Men TENA Men
NIVÅ 1
TENA Men
NIVÅ 2
TENA Men
NIVÅ 3
TENA Lady TENA Lady TENA Lady TENA Lady
NORMAL
TENA Lady
EXTRA
4–8 dl
400–800 ml
TENA Pants TENA PantsTENA Pants TENA Pants
SUPER
(S, M, L, XL)
5–11 dl
500–1100 ml
9–14 dl
900–1400 ml
TENA Flex TENA Flex
PLUS
(S, M, L, XL)
TENA Pants
TENA Flex
SUPER
(S, M, L, XL)
TENA Flex
MAXI
(S, M, L, XL)
TENA Pants
MAXI
(M, L)
TENA Comfort TENA ComfortTENA Comfort TENA ComfortTENA Comfort TENA Comfort
SUPER
TENA Slip TENA Slip
PLUS
(XS, S, M, L)
SUPER
(S, M, L, XL)
TENA Slip
MAXI
(S, M, L)
TENA Slip
TENA
Comfort
TENA
Comfort
MAXI
TENA Lady
Discreet, Plus
Protective
Underwear
TENA Men
NIVÅ 4
Protective
Underwear
TENA LadyTENA Lady TENA Lady
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • rv.is
Fagleg og persónuleg
þjónusta
RV
U
n
iq
u
e
1
01
4
Við leiðbeinum skjólstæðingum SÍ, einstaklingum með þvagleka og
aðstandendum þeirra og veitum ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur.
Hafðu samband
og við sendum þ
ér
TENA bækling
inn.
1
Ráðgjöf og ú
rræði
vegna þvagl
eka
Fyrir samfélagið,
stjórnvöld og
sveitarfélög, kalla
niðurstöðurnar
á sameiginlegar
aðgerðir varðandi
daglega hreyfingu
hjá eldri aldurs-
hópum.