Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 3
Jól.
Hvað eru jól?
Jól eru hvíldartími þeirra manna, sem
aldrei þurfa að vinna sig þreytta, — þá
eru haldnar stærstu átveizlur þeirra, sem
aldrei eru svangir. Það er hátíðin, þegar
mest er um ljósadýrð í skrautlegum söl-
um, — mest um glaðværar skemmtanir,
um manna fyrir þeirri staðreynd, að frið-
ur getur hér aldrei orðið fyrri en búið
er að losa heiminn úr klóm hinnar tak-
markalausu samkeppni, hinna óseðjandi
peningahíta, braskara og fjárplógsmanna.
Þá er talað um velþóknun guðs og ljóma
á Betlehemsvöllum, til að draga úr til-
finningu öreiganna fyrir því að þeir sitji
í myrkri og kulda.
Þá fjúka 5 og 10 krónu seðlar, — einn
Kvenfólk á samyrkjubúi
— söng og hljóðfæraslátt, samkomuhald
og drykkj uslark. —
Jólin eru stærsta peningalind kaup-
mannanna, einkum þeirra, sem pranga
með vörur, sem ekki teljast til brýnustu
nauðsynja eða eru til lítils eða einskis
nýtar. Þau eru tekjulind blaðanna, sem
lifa á auglýsingum. Þau eru hábjargræð-
istími bruggara og vínsmyglara.
Og hvað er meira um jólin?
Þá syngur auðvaldið vögguljóðin sín.
Þá er sungið í kirkjunum um frið á jörð-
unni til að svæfa skilning manna á því
að heimurinn logar í ófriði og loka aug-
og einn — frá sölum burgeisanna niður
í kjallaraholurnar til hinna öreiga. Og
þeir suða vögguljóð auðvaldsins í eyru
hins gefandi burgeiss, þagga niður nöld-
ur syfjaðrar samvizku gagnvart öreiga-
lýðnum, sem tærist upp af sulti, kulda og
ólofti. Því 5 króna seðillinn hvíslar: „Þú
hefir gert skyldu þína. Sofðu róleg, við-
kvæma og góða og göfuga sál“.
Og 5 króna seðillinn syngur líka vöggu-
Ijóðin fyrir öreigana. Hann syngur um
það, hvað mennirnir eru góðir, hann
syngur um kærleika prúðbúinnar konu,
sem kemur með pinkil til hungraðra
1