Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 20

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 20
í Rússlandí. Grein þessi er eftir enskan bamakennara, sem ferðaðist um Rússland og kynnti sér bundruðir barnaskóla Ráðstjórnar-Rússlands. 17.612.671 börn frá aldrinum 8—14 ára sækja nú skóla í Sovét-Rússlandi. Á keisaratímun- um voru skólabörnin 7.325.988 og er það tölu- vert meira en lielmingi færra. En þó þessar tölur séu skýrar og ótvíræðar, segja þær ekki nema hálfa sögu. Hvernig eru skólarnir? Hvað læra börnin? Hver eru kjör kennara. Hvernig samband er milli kennara og barna í þessum skólum? þessum spurningum ætla ég að reyna að leysa úr samkvæmt þeim svörum, sem ég fékk við fyrirspurnum mínum til fræðslumála- stjóra hins opinbera, kennara, foreldra og barna í Rússlandi. Eg ætla að taka það fram strax, að þó að skólaskylda byrji ekki í Rússlandi fyr en a átta ára aldri, ber ekki að skilja það svo, að ekkert sé gert fyrir börnin fram til þess aklurs. í Englandi er mjög lítið um hin svokölluðu dagheimili, þar sem foreldrarnir geta örugg kornið börnunum fyrir, þegar þau eru svo upptekin við vinnu og annað, að þau geta ekki sinnt þeim. í Rússlandi er ekki nokkur verksmiðja og vinnustöð svo, að ekki sé þar dagheimili fyrir börn verkafólksins. í Rúss- landi eru líka ákaflega margir barnaleik- vellir og barnaheimili og er allur útbúnaður cftir nýjustu tíszku. Ungbarnaheimili eru þar líka og njóta hvitvoðungar verkamanna þar aðhlynningar hinna æfðustu hjúkrunarlcvenna. j^egar ég sagði frá því, að í Englandi væru aðeins 72 ungbarnaheimili ætluðu Rússamir ekki að trúa mér. Nú víkur sögunni aftur að hinum venju- legu skólum, skólaskyldra barna, 8—15 ára. Skólahús og kennslutæki eru jafnaðarlega í góðu lagi. Við og við rekst maður á gamla iagið, slæm húsakynni og úrelt kennslutæki. En stöðugt er nýjum og.nýjum skólum að skjóta upp, sem eru góðir og jafnvel betri en þeir, sem eru hér hjá okkur i Englandi. En hvað læra nú bömin i þessum skólum. I skóla 7 ára barna er kennslan fjölbreytt og alhliða. Börnunum er ekki aðeins kennt á bókina, heldur líka ýmiskonar störf, sem við þeirra hæfi eru og svo leikir, sem eru þeim hollir líkamlega og andlega. Hver skóli er rekinn í sambandi við verk- smiðju, samvinnubú, ríkisbú eða dráttarvéla- stöðvar, einkum eldri bekkirnir. Samband yngstu bekkjanna við þessar vinnustöðvar felst einkum í lieimsóknum á vinnustöðvarn- ar og gönguferðii' úti í náttúrunni. En stálp- aðri börnin vinna jöfnum höndum í verk- smiðjunum arðbæra vinnu. Börnin eru mjög áhugasöm. Sérhvert ráðstjómarbarn langar, að einhverju leyti til að taka þátt í fram- leiðslu verksmiðjunnar. Börnunum er öllum kunnugt um starfsáætlanir verksmiðjanna og bjóðast iðulega til þess að vinna ýms störf þar. I einni verksmiðjunni tóku börnin upp hjá sér sjálf að gefa verkamönnunum í einni vinnudeild verksmiðjunnar tilbúinn úlfalda, leikfang. En úlfaldinn er almennt skoðaður sem tákn seinagangs og rólyndis. Sagan segir að verkamönnum hafi þótt nóg um áminninguna. Verkamenn gefa líka mikinn gaum að skól- unum, og hlynna að þeim á allan hátt. þeir verja miklum tíma í að innrétta vinnustofur fyrir börnin, undirbúa smáferðii’, útilegur í fríum þeirra o. s. frv. Eins og eðliegt er, verður kynning barnanna við verkamennina ákaflega náin með þessu móti, þau læra að meta og virða starfið og þá sem vinna það. Auk venjulegra launa hefir kennarinn að minnsta kosti 2 mánaða sumarfrí og eftirlaun eftir 25 ára starf, sem svarar 50% af launum hans. í þorpunum hafa kennarar vanalega ókeypis húsnæði ljós og liita. Kennarinn er aðnjótandi hinna félagslegu trygginga við slysum, atvinnuleysi og læknis- hjálp. Börn og kennarar eru félagar í hinni eigin- Icgu merkingu þess orðs. Aginn er i höndum barnanna sjálfra að miklu leyti. Líkamleg barsmíð er óleyfileg enda ekki nauðsynleg. Tilhögun kennslunnar, fræðslan sjálf, gjörir skólana aðlaðandi fyrir börnin. Sjálfviljug og ánægjuleg ganga þau að verkefnum sínum. ÓDÝRAR SKÓVIÐGERÐIR! Karlmanasóln- ing með hælum kr. 6.00. Kvenm. söln- ing með hælum 4,50. Aðrar viðgerðir þar eftir. — Skóvinnustofan Frakkast. 7. KJARTAN ÁRNASSON. 1S

x

Jólablað verkakvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.