Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 13

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 13
langt mál væri að fara hér út í, hvernig kjörum ungra verkakvenna er háttað í ýms- um atvinnugreinum, þó er ekki hægt að ganga fram hjá hinu svokallaða iðnnámi þeirra. Má þar fyrst nefna hárgreiðsluna, þar sem ekki er horgað kaup í 6 mánuði og stund- um verður iðnneminn að borga með sér. Mikill hluti af því verki, sem framkvæmt er á hárgreiðslustofum hér í hænum, er þann- ig unnið af kauplausu fólki, og má nærri geta, hve mikinn gróða það veitir atvinnu- rekendunum. Sama er að segja um hattagerð og saumastofur. Á mörgum saumastofum i hænum eru 5—fi stúlkur, sem allar eru „lær- lingar" og vinna kauplaust, og þurfa jafnvel að borga með sér. j)ær verða sjálfar að þreifa sig áfram við námið og þegar þær hafa lært eitthvað ákveðið handhragð, eru þær látnar vinna það dögum og vikum saman, til þess að atvinnurekandinn geti sem hezt hagnýtt sér vinnukraft þeirra. Ungar verkakonur, sem vinna í verzlunum eiga líka við mjög slæm kjör að búa, og ó- hætt er að fullyrða, að búðarstúlkur hafa verst kjör af öllu verzlunarfólki. Kaup þoirra cr rnikið lægra og vinnutíminn oft. og tiðum lengri. Verða þær oft að leysa af hendi mikla eftirvinnu, án þess að fá nokkra aukaborgun fyrir. Við svo búið má ekki lengur standa, hinar ungu verkakonúr verða að hefjast handa til liaráttu fyrir Iiættum kjörum sínum, því að óiiætt er að ætla að ungar verkakonur fá aidrei neinar réttarbætur sér til lianda, nema í gegnum sína eigin baráttu, þar senf atvinnu- fyrirtækin eru eingöngu rekin með hagsmun- uin eigendanna fyrir augum. þeim er alveg sama hvernig verkalýðurinn hefir það, gróð- inn er þeirn fyrir ('illu. Jlegar svo kreppurnar, sem eru eðlilegar afleiðingar af skipulags- levsi auðvaldsþjóðfélagsins, skella yfir, þá rcynir það af fremsta megni að velta afleið- ingum þeirra yfir á herðar verkalýðs. Ungar verkakonur! Sitjið ekki lengur að- gerðalausai' undir þessari kúgun. A þeim tim- um sem nú standa yfir, er full þörf fyrir þá krafta, sem þið getið veitt. Gangið inn í stéttasamtök ykkar og Félag ungra kommún- ista. Félag ungra kommúnista er eini æsku- lýðsfélagsskapui'inn, sem er fær um að leiða verkalýðsæskuna í baráttu hennar fyrir bætt- um kjörum sínum. Félag ungra kommúnista stefnir að því, ásamt Kommúnistaflokki ís- lands,' að koma hér á Islandi á ríki sósíalism- ans, sem er eina'leiðin til þess að losa verka- lýðinn úr fjötrum auðvaldsins. Á. J., Alexander Newerow: Sálin hans Iwans. Hann liét fwan. Hann lifði í basli, hafði ekki neitt til neins. Syndgaði auðvitað. I-eit upp til ríku mannanna, þeirra sem höfðu klæði og skæði, öfundaði jafnvel hina dauðu--------. Oft skreið hann upp á ofninn sinn og skoðaði í huganum í annarra manna vasa. Hann Michaja ná- granni hans átti svona og svona mikið og karlarnir Jegor og Gaurila enn meira —. Þó fékk hann smámsaman nóg af því að telja annarra manna fé. Ilann fékk nóg af að hanga í gagnslausum hugarórum. --------Þegar hann hafði lifað í fjöru- tíu og fjögur ár hugsaði hann með sér: „Það væri nú líklega hægt að deyja bráðum----------. Er þetta nokkurt líf ?“ „Velkomið“, sagði Dauðinn. „Að deyja, það er ekki lengi gert —------. Legstu fyrir“. „Strax?“ „Já,------auðvitað!“ fwan var rólyndur maður, hlýðinn og kyrlátur. Hann lagðist fyrir undir dýr- lingsmyndunum, krosslagði hendurnar á brjósti sér, gretti sig- dálítið og dó-.. Sálin yfirgaf hinn dauða líkama, dró gömlu tágaskóna á fætur sér, bjó út böggla með góðverkum sínum og illverk- rm og lagði af stað til Guðs. Sálin hans fwans hnýtur í hverju spori. Henni er enginn hlátur í hug,---------- hún getur varla hreyft fæturna. Pinkl- arnir taka í. Hún hafði líka verið á jörð- 11

x

Jólablað verkakvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.