Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 16

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 16
„Þú ert meiri karlinn! Ef þér er það svo mikið í mun-------farðu þá bara inn. Mér er sama.----------En þú munt ekki kunna við þig-------. Það er kalt hérna! Sálin hans íwans steig inn í Paradís, settist á lítið ský, sat og sat og fór að ganga um. Þar var enginn. En sá leið- indastaður! En niðri á jörðinni vex gras, blómgast jurtir, anga blóm, syngja fugl- ar.------Þar er fagurt! Sálin var þar í tvo daga og tvær næt- ur. Á morgni hins þriðja dags, þegar sólin kom upp, blikaði döggin á ökrum, móða steig upp af vötnum og kornöxin hvísluðust á. Sálin tók litla pokann, hristi úr honum tárin frammi fyrir há- sæti Guðs og sagði: „Drottinn! Ég vil lifa! Dæmdu ekki mig heimska sál! — — Lofðu mér að fara!“ „Ætlarðu að fara langt?“ „Ég ætla aftur til jarðar.-----Ég ætla að reyna að búa þar öðruvísi um mig —“. Drottinn óskaði henni góðrar ferðar. „Farðu! Liggðu ekki á liði þínu og ireystu aðeins á þig sjálfa! Þá fer allt vel!“ Samhjálp verkalýðsins. Afleiðingin af heimskreppunni með launalækkanir, þyngri tolla- og skatta- álögur kemur harðast niður á konum verklýðsstéttarinnar. Margfaldar þrautir liður hún á við aðra: Konan, sem vinnur utan heimilisins fyrir algjörlega ófull- nægjandi laun, samfara þeirri lítilsvirð- ingu, sem henni sífellt er sýnd eins og hún væri óæðri vera í þjóðfélaginu, að ég ekki tali um þá andlegu kúgun, sem fátæktinni er samfara. Og hversu óendanlegar eru ekki sorgir og áhyggjur konu verkamannsins ? Fyrir móðurina, að sjá börnin föl og veikluleg af næringarskorti, dauf og táplítil af lík- amlegu þroskaleysi, og þar sem matur er af skornum skamti getum við gert okkur í hugarlund. klæðnað fjölskyldunnar. Hvernig eru svo húsakynnin, sem verka- lýðurinn býr við, og heilbrigðisnefndir auðvaldsskipulagsins hafa ekkert við að athuga? Þau eru svívirðileg heilsuspill- andi hreysi; algjörlega sólarlausar kjall- araholur, þar sem andrúmsloftið er þrung- ið af raka, eða hriplek þakherbergi. Fæðing barns á að vera gleðiviðburður í lífi hverrar konu, en eins og högum verkalýðsins almennt nú er háttað, þýðir það aðeins: einum munni fleira að fæða, einum kropp fleira að klæða, meiri sjálfs- afneitun, meiri fórnfýsi móðurinnar. Aðeins í einu landi — í Sovét-Rúss- landi — er engin kreppa, ekkert atvinnu- leysi, engin neyð. Á þessu ári fullgerir rússneski verkalýðurinn hina stórkost- legu fimm ára áætlun sína, og hefir henni þá verið lokið á fjórum árum. Á sama tíma og atvinnutækin alls stað- ar annarsstaðar í heiminum eru lögð nið- ur og framleiðslan takmörkuð, verða á þessu ári reistar í Rússlandi 518 nýjar framleiðslustöðvar og 1940 nýjar traktora- og vélaverksmiðjur. Þar fá vinnu þrjár miljónir manna, þar af ein miljón og sex þúsund konur. Til þess að létta byrðar verkakonunnar og gera henni lífið glaðara, eru þar í hverri verksmiðju eldhús, borðsalur, íþróttasalur, bókasafn, samkomusalur og barnaheimili. Þungaðar konur fá þar 4 mánaða frí með fullum launum. Þegar, 14

x

Jólablað verkakvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.