Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 9

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 9
Leiðin til að losna við þessar hörmung- ar, er samtök og- sameiginleg barátta allrar verkalýðsstéttarinnar. Verklýðs- stéttin, sem skapar öll verðmætin, getur með samtaka baráttu knúið yfirráða- stéttina til undanhalds og til þess að láta ýmsar réttarbætur af hendi. Lokatak- rnark þeirrar baráttu, er afnám auð- valdsskipulagsins og sköpun sósíalism- ans, þess skipulags, þar sem hið vinn- andi fólk framleiðir ailar þarfir sínar, samkvæmt vísindalegri áætlpn. Á sjötta hlutanum af yfirborði jarðar- innar, í rússnesku Ráðstjórnarríkjunum, er vinnulýðurinn að skapa sósíalismann og hefir þegar útrýmt atvinnuleysinu, bágindunum og neyðinni. Þar er konan frjáls. Hún hefir fullt jafnrétti við karl- mennina og hún hefir sömu skilyrði og þeir til að menntast og njóta hæfileika sinna. Sameiginleg matreiðsla og sameig- inlegt barnauppeldi, losar hana við heim- ilisböndin. Iiin vinnandi kona getur því aðeins orðið raunverulega frjáls, að hún taki þátt í sameiginlegri frelsisbaráttu stéttar sinnar. Það er ofur skiljanlegt, að auðvalds- blöðin reyni að hindra það að konurnar skifti sér af opinberum málum. Með því lama þau baráttu verklýðsstéttarinnar um allan helniing. Ef konurnar raða sér inn í fylkingar stéttabaráttunnar, eykst þróttur verldýðssamtakanna um helm- ing. En í hinni taumlausu fíkn sinni eftir gróða, skapar auðvaldið sjálft skilyrði þess, að konurnar verði jafngildar karl- mönnunum í stéttabaráttunni. Auðvald- inu nægir ekki að nota vinnuafl karl- mannsins í gróðaskyni, það verður einn- ig að hagnýta sér vinnuafl konunnar. Framleiðsluaðferðir nútímans gerast stöð- ugt vélrænni, og í möi’gum greinum tek- ur vinna konunnar að jafngilda vinnu karlmannsins. Kvennavinnan er ódýrari, hún færist því stöðugt í vöxt og jafnvel útrýmir karlmannsvinnunni. Þegar svo er komið hljóta karlar og konur að standa hlið við hlið í sameigin- iegri baráttu gegn sameiginlegum óvini. Kommúnistar berjast fyrir því að verka- konur og verkamenn sem vinna í sömu atvinnugrein, standi saman í sameigin- legum verkalýðsfélögum. Stéttar sinnar vegna og sjálfra sín vegna, verða allar verkakonur að ganga inn í verkalýðsfélögin hvort heldur er iim að ræða sameiginleg félög karla og kvenna eða verkakvennafélög. Þó að verkakvenafélögunum sé oft mjög ábóta- vant, mega konurnar samt ekki standa álengdar þess vegna. Kjörorðið verður að vera: Inn í verkakvennafélögin, til þess að endurbæta þau og gera þau að bar- áttuhæfu vopni. En umfram allt verða konur af verka- iýðsstétt, verkakonur og húsmæður að ganga inn í Kommúnistaflokkinn. Þar fá þær leiðbeiningar um hvernig þeim ber að starfa og leiða baráttuna til sigur- sælla lykta. Auk þess, sem Kommúnistaflokkurinn bei'st fyrir hagsmunum alls verkalýðsins og lausn hans úr ánauð, berst hann fyrir þessum sérstöku dægurkröfum verka- kvenna: Sömu laun fyrir sömu vinnu, hvort heldur hún er unnin af körlum eða kon- um. Mæðrastyrkur, mæðra- og barnavernd. Dagheimili fyrir börn verkakvenna, þar sem börnin eru undir eftirliti hæfra kvenna, meðan verkakonurnar eru við vinnu. Frí frá vinnu fyrir barnshafandi kon- ur, með fullum launum, 2 mánuði fyrir og 2 mánuði eftir barnsburð. 7

x

Jólablað verkakvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.