Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 18

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 18
eins og árið áður, það var í alla staði skynsamleg og góð ráðstöfun, því að þá gekk vinnan jafnar yfir og skipin þurftu ekki að bíða með síldina og láta hana oft og tíðum skemmast. Það skýrðist fyrir mér að hér var um stéttabaráttu að gera, burgeisarnir vildu eyðileggja söltunarfé- lögin, og vegna þess að ég vann hjá sölt- unarfélagi, hafði ég fyrir þessa svívirði- legu ráðstöfun þeirra, mikið minni vinnu en stúlkur sem unnu hjá stóru saltend- unum: Ingvari, Ásgeiri Péturssyni o. fl. Ég sá að það rétta var að verkalýðurinn saltaði sjálfur síldina án milliliða, sem eru verkalýðnum til bölvunar og einskis annars. En það var annað atvik sem ég stóð undrandi yfir. Á Siglufirði voru nefni- lega tvö verkakvennafélög. Verkakvenna- félagið „Ósk“ var hið upphaflega félag og hafði altaf unnið að því að halda taxtanum uppi og það með dágóðum á- rangri, en s. 1. sumar kom babb í bátinn. Nokkrar konur höfðu klofið félagið um veturinn, fyrir tilstilli Guðm. Skarphéð- inssonar og myndað nýtt félag, sem kom fram með sinn eigin taxta og var hann í mörgum liðum lægri en taxti Óskar; með þennan taxta gengu þær um eins og frelsarar útgerðarmanna og þeim veitt- ist auðvitað ekki ei-fitt að fá undirskrift- ir þeirra. Hjá söltunarfélaginu þar sem ég vann, var taxti Óskar borgaður og að nokkru leyti víðar. Það gefur að skilja, að erfitt var fyrir Ósk að halda sínum taxta uppi, þar sem hópur stéttvilltra kvenna barðist fyrir kauplækkun og neit- aði að halda sameiginlegan fund þar sem hægt væri að sameina taxtana. Það má búast við því, að þessar kon- ur reyni að koma fram kauplækkun næsta sumar, en þessar athafnir þeirra hafa vakið svo mikinn viðbjóð hjá fjöld- anum, að vonandi er að þær hætti sínu illa starfi í þágu útgerðarmannanna. Ég vil að edingu hvetja allar þær kon- Stúlknr ú barnaheimili i Rússlaiidi. 16

x

Jólablað verkakvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.