Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 19

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 19
ur, sem ennþá standa utan við samtökin, um að fylkja sér inn í þau, en ekki til þess að vinna að sínum eigin dauða, held- ur til sigurs fyrir stéttina. Sigurrós. Sömu laun fyrir sömu vínnu. Eftir því sem samkeppnin innan auð- valdsþjóðskipulagsins vex, verða árásir auðvaldsins á laun verkalýðsins, ákafari en nokkru sinni fyr. Og jafnframt eykst jjátttaka kvenna og ungiinga í framleiðsl- unni. Tækni og verkaskifting nútímans útheimtir minni þekkingu og krafta. Vél- ar nútímans heimta árvekni og snör handtök, sem hefir gert það að verkum, að kvenfólk og unglingar geta á mörgum sviðum afkastað sömu vinnu og karlar. Síðustu 10 árin hefir kvenfólki, sem vinn- ur launavinnu, fjölgað gífurlega, þrátt fyrir aukið atvinnuleysi meðal karl- n;anna. Orsakirnar eru: Fyrst hin ríkj- andi skoðun um undirgefni konunnar, annað að kvenfólk hefir miklu yngri og veikari hagsmunasamtök en karlmenn. Atvinnurekendur hafa hagnýtt sér hina veiku aðstöðu kvenna, til að lækka laun verkamanna og þegar það hefir ekki tek- izt, hafa verkamennirnir verið reknir frá vinnu og' konur teknar í staðinn fyrir oft helmingi lægri laun en karlmenn. Og það eins þótt þær afköstuðu jafn miklu og karlmenn. Það á að heita, að konur hafi hér sarna íétt til lífsins og karlmenn. Með margra ára baráttu tókst íslenzkum konum að vinna sé pólitísk réttindi til jafns við karla. Eftir að konur fengu kosningar- rétt dofnaði mjög yfir baráttu kvenna. Leiðtogar kvenfrelsisbaráttunnar, sem flest voru yfirstéttarkonur, töldu réttind- um kvenna fullborgið, að fengnum kosn- ingarrétti kvenna, baráttan fyrir lífinu var þeim algert aukaatriði. Það sýndi sig líka strax, að flestar konur, sem kosnar voru til þings eða bæjarstjórna, komu þar fram sem fulltrúar auðvaldsins, og gerð- ust þar með fjendur allra vinnandi kvenna. Árangurinn af baráttu kvenna íyrir pólitískum réttindum, hefir því enn- þá ekki orðið annar en sá, að styrkja auðvaldið í baráttunni gegn verkalýðnum. Höfuðþátturinn í frelsisbaráttu kvenna er ekki barátta fyrir pólitískum réttind- um, heldur réttur konunnar til lífsins, réttur kvenna að njóta lífsins á hvaða sviði sem er. Sömu laun fyrir sömu vinnu, jafnan rétt til iðnnáms og karlmenn. Sam- tök verkakvenna eru ennþá mjög lítil, heilar atvinnugreinar eru algerlega óskipulagðar, m. a. þjónustufólk, kven- fólk, er vinnur í verksmiðjum, saumakon- u.r, hárgreisðlukonur, þvottakonur, og enn vantar mikið á að verzlunarstúlkur og fiskverkunarstúlkur séu fyllilega félags- bundnar í stéttafélögum sínum. Engin húsmæðrafélög eru ennþá til hér á landi. Barátta íslenzkra verkakvenna er nú fyrst að hefjast, næstu verkefni verka- kvenna eru: Að skipuleggja allar vinn- andi konur í verklýðsfélög á grundvelli stéttabaráttunnar, undir kjörorðinu: sömu laun fyrir sömu vinnu, — gegn öllum til- raunum atvinnurekenda til að tvístra baráttu verkalýðsins. Verkakonur, fylkið ykkur til baráttu við hlið stéttabræðra ykkar, verkamann- anna, gegn sameiginlegum óvini alls verkalýðs, auðvaldinu. Verkakona. 17

x

Jólablað verkakvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.