Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 6
Nú varð Gudda gamla að læra það í
elli sinni, að hugsa, hún, sem aldrei hafði
gert annað en þvo og eignast eina dóttur
í hugsunarleysi. Og kennarinn var dóttur-
sonurinn, sem lá sofandi fyrir ofan hana.
Hún varð að hugsa um það, að hann
færi ekki óeðlilega fljótt á eftir móður
sinni. En það er erfitt að vinna verk, sem
maður hefir aldrei fengist við fyrr, og
Guddu fórst starfinn ófimlega. í stað þess
að hugsa sem svo, að guð gleymi aldrei
smælingjunum og heiðarleg vinna og
sparsemi sé vegurinn til auðs og farsæld-
ar, hélt hún að eina ráðið við sultargauli
dóttursonarins væri að troða mat í munn-
inn á honum. Nú hafði hún ekki haft þá
reglu um langt skeið að hafa alltaf sama
matmálstíma, féll stundum úr hjá henni
dagur, ef hún hafði ekkert að þvo, en
kennarinn vildi ekki heyra slíkt reglu-
leysi, og þegar Guddu auðnaðist ekki að
öngla saman úrlausnum, með vinnu eða
betli, fór hún að eins og latur og slótt-
ugur skólastrákur, sem stelur svörunum.
1 jólamánuðinum hafði Gudda af og til
atvinnu við hreingerningar. Þetta gamla
handverk hennar var nú allt í einu orð-
ift blandið nýju takmarki: að stela alls-
staðar, þar sem hún fekk eitthvað að
gera. Hún gekk að þjófnaðinum með
sömu samvizkuseminni og trúmennskunni
og hún hafði vanist á að viðhafa í öllum
sinum verkum. Votu augun hennar hugðu
atalt að hverju tækifæri til að láta kjöt-
bita og brauðsneiðar hverfa ofan í pils-
vasann, sem hún hafði stækkað í þessu
skyni. Kalkaður heilinn hugsaði upp alls-
konar brellur, sem samboðnar voru korn-
ungu höfði, til þess að fá húsmóðurina
eða vinnukonurnar til að bregða sér frá
matvælabirgðunum. Margar konurnar
gáfu henni mat og mjólk handa dóttur-
syninum, sem lokaður var inni í kjallar-
anum meðan Gudda var að þvo, nema þeg-
ar hún stund og stund gat komið honum
fyrir hjá einhverri góðhjartaðri sál. En
matargjafir þessar drógu ekkert úr stuld-
um Guddu, hún safnaði í kornhlöður til
vondu áranna: dagana, sem hún hafði
enga atvinnu, því hinn fjögra ára gamli
kennari tók ekkert tillit til slíkra frídaga.
Þessi nýja köllun Guddu gömlu virtist
hleypa óþekktu afli í hennar hálf-
dauða skrokk. Hún hafði aldrei fyrr haft
af reksturskrafti spenningsins að segja,
jafnvel framleiðsla hennar á þessari einu
dóttur hafði ekkert verið spennandi.
En svo kom að því, að fyrirheitið um
trúmennskuna og hjálp guðs við smæl-
ingjana sannaði sig: Gudda var staðin að
þjófnaðinum.
1 búri konu kaupmannsins, sem Gudda
var að gera hreint hjá, voru óteljandi
ctæmi hins ósvikna ríkismannsréttar, í
búningi allavega litra dósa og ýmissa
stærða af krukkum. Undirvitund Guddu
sagði henni, að hér væru utanmörk verk-
sviðs hennar, en heppnin gerir spilamann-
inn djarfan og Gudda hafði ekki getað
friðað samvizku sína með því að ná
nokkru af hinu venjulega tæi. Henni
heppnaðist að ná tveimur dósum og koma
þeim fyrir í köi'fu, sem hún hafði haft
með sér, og byrgja þær með einhverjum
tuskum. En nú grípur forsjónin í taum-
ana. Kona kaupmannsins var örlát og guð-
hrædd og eins réttvís og sjálfur lögreglu-
stjórinn. Þegar Gudda var að fara um
kvöldið kallaði frúin á hana og ætlaði að
gefa henni margskonar matvæli til jól-
anna. Gudda stóð ferðbúin með körfuna í
hendinni og átti engrar undankomu von,
þegar frúin sagði henni að koma með
körfuna svo hún gæti látið jólaglaðning-
inn í hana. Nú sveik heilinn hana alveg,
henni hugkvæmdist ekld neitt ráð undan
hættunni. Frúin leit undrandi á Guddu.
Iiví var kerlingin svona undarleg? Svo
4