Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 14

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 14
inni í fjörutíu og fjögur ár og drýgt iíi argar syndir. Henni veittist erfitt að bera sínar jarðnesku byrðar upp Himna- fjallið.------- Hún gengur og gengur og sér aðra sál á undan sér, sálu kaupmanns nokk- urs.-------- Kaupmannssálin gengur beint áfram, keik og upprétt, án þess að hnjóta.----- Á eftir henni dregur hestur vagn og á vagninum eru fjórir ljósastjakar, átta ei- lífðarlampar, tvær kirkjuklukkur, sem hann hafði gefið ýmsum kirkjum við ýms tækifæri---------. Tíu ámur af olíu, sem brennt hefir verið á kirkjulömpunum, átta vættir af hvítum kertum, sem hann hefir keypt handa ýmsum dýrlingum á ýmsum helgidögum, kista full af silfri, sem hann hefir gefið betlurum, munkum og prestum. Sálin hans íwans verður dauðadöpur. Hún leit á litla léreftspokann með góð- verkunum, og lét í hryggð sinni tvö tár íalla ofan í hann--------. Þegar hún kom til himna, sagði hún: „Hvar eru hlið Paradísar?“ „Um hvað spyrðu?“ sagði dyravörður- inn. „Ég vildi komast inn í Paradís“. „Inn í Paradís? Jæja, sýndu þá góð- verkin þín!“ Hún tók litla pokann, dró augun í pung, teygði fram álkuna og horfði lengi ofan í hann og hristi síðan allt, sem í honum var á gólfið.-------Nokkur mjó og lítil kerti féllu úr honum, keypt á jólum og páskum, nokltrir skitnir smáskildingar, sem hann hafði fleygt 1 gjafastokk kirkj- unnar og tvö dapurleg tár, stór eins og ofþroska baunir.--------- „Allt?“ Sálin hans íwans sneri við buxnavös- unum, leitaði í brjóstvasanum og sagði í hljóði: ,, Allt!“ „Þér verður ekki sleppt inn með þessu rusli. Þú verður að gefa skýringu á því“. „Hverjum?" „Spurðu ekki svona heimskulega------- Guði!“ „Segðu að ég sé kominn-----------“. „Þá það“. Sálin hans Iwans situr á bekk við hlið Paradísar, og bíður--------. Hún heldur á grönnu, litlu kertunum í hendinni og lítur í kringum sig. Svona sat hún alein, og enginn heilsaði henni og enginn tók í móti henni. Það varð kveld. „Mér hefir verið gleymt!“ Hún barði að dyrum —. Þögn-----------■. Hún barði fastar. Enginn lauk upp. Sálin varð særð. „Það á ekki að hleypa mér inn“. Hún draup höfði. Úr augunum hennar féllu beizk, beizk tár beint niður í litla pokann — —. Seint um kvöldið, er hinar himnesku stjörnur skinu með skærum ljóma, heyrði hún: „Hvar er sálin hans ívans? Komið með hana inn“. Hún tók tárvotan pokann, kveikti á grönnu kertunum og gekk inn. Drottinn leit á hana aumingjalega og útgrátna, með gömlu tágaskóna á fótunum og hristi höfuðið. „Ertu komin?“ „Ég er komin“. „Segðu mér þá snöggvast, hvernig þú hefir lifað“. „Ég hefi nú ekki margt um það að segja. Þú veizt svo sem, hvernig ég hefi lifað ? Ég hefi engar klukkur keypt handa klausturkirkjunum og enga eilífðarlampa hengt upp í kirkjurnar----------. Ég er fátækur-------“. Postularnir og spámennirnir hlustuðu á hana og urðu hissa. 12

x

Jólablað verkakvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.