Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 11

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 11
Ég man alltaf þegar hann fann nýja rekaspýtu í heykumlinu okkar og þeim ósköpum, sem út af því urðu. Hann til- kynnti það hreppstjóranum og krafðist þess, að maðurinn minn yrði tekinn fastur og látinn sæta ábyrgð fyrir að hafa stolið henni af fjörunni. Það stóð heldur ekki lengi á hreppstj óranum, hann var þægur ljár í þúfu hjá þeim ríku, hann sótti manninn minn og flutti hann heim á heimili Þorvaldar; þar lokuðu þeir hann uppi á hanabj álkalofti í nístings kulda og myrkri, enda varð hann heilsu- laus upp frá því þangað til hann dó. Þeir vildn fá hann til að meðganga og lofuðu að sleppa honum, ef hann vildi skuldbinda. sig til að borga eitt hundrað og fimmtíu krónur í sekt. Það sögðu margir, að þetta væri allt saman ólöglegt, en lögin eru nú ekki til að vernda okkur fátækl- ingana. Jæja, hann meðgekk ekki, enda hefði það ekki þýtt neitt, því hann átti enga peninga til að borga með. Nú var komið að þeim tíma að ver- menn áttu að fara til Eyja, til sjóróðra; það var nú líka eina bjargarvonin, og nú var blessunin hún Búkolla mín farin að geldast. Ég hafði ekkert handa börn- unurn að borða, nema mjólkina úr Bú- kollu, og svo fann ég oft fiskreka á fjör- unni, en af því að ég var ein með börn- unum, þá varð ég að fara á fjöruna seinnipart nætur, og vera svo komin heim áður en þau vöknuðu. Oft var ég hrædd að vaða yfir „Gljána“, en það var ekki hægt að komast á fjöruna án þess. Gljáin var oft djúp þegar hátt var í ósn- um, en ég treysti mér aldrei að vaða dýpra en í mitti. En einu sinni lenti ég í djúpum pytti, og þá hélt ég nú að ég myndi drukkna, en ég svamlaði þó yfir, eg gekk þá með hann Steina litla, yngsta strákinn minn, og þess vegna sökk ég ekki. Þetta var í sama skifti sem ég náði í selinn. Já, ég skal segja þér frá því. Það var aðeins farið að birta af degi, ég var búin að ganga um stund meðfram flæðarmálinu, ég var búin að finna tvo rekna þorskhausa, og smáspýtu, hæfilega stóra í kökukefli. Þá heyri ég allt í einu þrusk uppi á kambinum, ég varð hálf- hrædd í bili, en datt þó strax í hug að þetta væri selur. Ég gekk því í áttina þangað 'sem ég heyrði bröltið og þegar ég kom nær sá ég að svo var. Ég hugsaði tii barnanna minna, sem sváfu soltin heima, eða vöknuð og byrjuð að orga, og biðja um mat. Ég nálgaðist selinn hægt og hægt, hann reyndi fyrst að komast framhjá mér í sjóinn, en þegar hann sá að það gekk ekki, þá reis hann upp á afturhreifana og gerði sig líklegan til að ráðast á mig. Ég reiddi til höggs og sló hann í hausinn, hversu oft veit ég ekki, en þegar ég kom til sjálfrar mín aftur, lá ég' við hliðina á dauðum selnum, með spýtuna í hendinni, það hefir líklega liðið yfir mig sem snöggvast. Það var byrjað að frjósa, — mér varð ákaflega kalt, enda ekki þur þráður á skrokknum á mér. Ég flýtti mér að setja seilanál á selinn og byrjaði að draga hann á eftir mér, hann var of þungur til þess að ég gæti borið hann, en meðvitundin um það, að börnunum mínum væri bjargað í bili, gaf mér meiri þrótt en ég hélt að ég hefði yfir að ráða. Ertu nú búin að gleyma eldinum, Ólöf! Komdu strax inn að tæja ullina strákur! Það var húsmóðirin, sem kallaði. L, Þ. Útvarp og líkamssnyrting. Skömmu áður en blaðið fór i prentun, kom alþingismaður inn á hárgreiðslustofu hérna i hænum. Bað hann um handsnyrtingu, and- iitsþvott og varanlega háriiðun. þegar hár- greiðslukonan hafði gengið frá honum, spurði hún hánn brosandi, hvort eitthvað sérstakt stæði til í kvöld. „Já, ég á að tala í útvarpið", svaraði alþingismaðurinn. 9

x

Jólablað verkakvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.