Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 8

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Blaðsíða 8
í verkfalli. Er það vegna þess, að hann er hatursfullur æsingamaður? Þú veizt, að maðurinn þinn hefir unnið baki brotnu allt sitt líf. Samt sem áður er heimilið bjargarlaust. Þú veizt, að allar skýringar borgarablaðanna eru him- inhrópandi lygi. Hvernig stendur þá á þessum ósköpum? Það hlýtur að verða [Clara Zetkin cr eiu af hclztu forgöngu- mönnum kommúnismans í þýzkalandi. Hún ei ein af frcmstu bi'autryðj endum verka- kvennalireyfingarinnar í auðvaldslöndunum. Starfaði í náinni samvinnu við Rósu Lúxem- burg, Liebknecht og Lenin. Nú er hún á ní- ræðisaldri, en stendur samt jafnupprétt í eldi stéttabaráttunnarj. næsta spurningin. Þessari spurningu verður þú að fá svarað. Fyrst verður að grafast fyrir rætur meinsemdarinnar, síðan að uppræta hana. Og nú kemst þú að raun um, að það er eitthvað bogið við það, að ljúga svona herfilega að þér um orsök vandræða þinna og predika jafn- framt að þú megir ekki hugsa um opin- ber mál, að þú megir ekki grafast fyrir rætur þess, sem þjáir þig. Og þú kemst að raun um, að þú verður að hugsa um opinber mál, þú verður að finna upp- sprettu bölsins, og þú verður að finna leiðir til að útrýma bölinu. Ef þú útvegar þér rit þau, sem Kom- múnistaflokkur íslands gefur út, ef þú útvegar þér „Verklýðsblaðið“, tímaritið „Rétt“ og bækur og rit sem gefin eru lit að tilhlutun Kommúnistaflokksins, fær þú fulla skýringu á því, hvernig á því stendur að verkamaðurinn og verka- konan, sem hafa unnið baki brotnu allt sitt líf og skapað verðmæti, skuli ekki hafa málungi matar. Þú færð skýringu á því hvernig stendur á því að miljónir manna skuli þurfa að svelta og ganga klæðlitlir, mitt í allsnægtum matar og fata og alls þess, sem til lífsins þarf. Sökina á allri þessari vitfirringu á nú- verandi skipulag, þar sem allt er fram- ieitt í gróðaskyni fyrir einstaka menn, en ekki til þess að uppfyila þarfir hins vinnandi mannkyns. Þegar atvinnurek- andinn hættir að græða á vinnu verka- mannsins, þegar verkamaðurinn er bú- inn að framleiða svo mikið af verðmæt- um, að þau seljast ekki lengur, vegna takmarkaðrar kaupgetu, segir hann hon- um upp vinnunni. Og eigendur varanna hafa engan hagnað af því að láta þær af hendi nema fé komi fyrir, sem svarar verðmæti þeirra. Nú hefir verkamaður- inn ekkert fé milli handanna, þegar búið er að svifta hann atvinnunni. Þessvegna verður hann að líða skort. En eigendur varanna láta eyðileggja þær til að minkna framboðið og halda uppi verðinu. Þannig eru hinar vitfirrtu mótsetning- ar auðvaldsskipulagsins. En á öllu þessu færðu nánari skýringar, ef þú lest rit kommúnista. 6

x

Jólablað verkakvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.