Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Page 4
framhaldsnám eða sérnám, og
þótt þeim sumum hverjum sé ef
til vill ekki vandara um en öðr-
um að fara utan og stunda fram-
haldsnám þar, þá er ég sann-
færð um, að miklu fleiri færu
í nám hér heima, ættu þær þess
kost. Ég tel brýnasta og verð-
ugasta verkefni stéttarinnar í
dag, að hún vinni enn meira en
nú er gert að eigin menntun-
armálum.
Nú stendur yfir hjúkrunar-
nám fyrir Ijósmæöur. Getur þú
skýrt okkur frá aðdragandanum
að þvi og hvers vegna þetta nám
er hafið?
Það var á síðastliðnu sumri,
að borgarlæknir og landlæknir
fóru þess á leit við mig, að ég
gerði samanburð á námi hjúkr-
unarkvenna og ljósmæðra með
það í huga, að ljósmæður, vegna
menntunar sinnar, gætu lokið
hjúkrunarnámi á skemmri tíma
en nú er. Lj ósmæðrafélag ís-
lands skrifaði ráðuneytinu bréf
um svipað leyti, þar sem m. a.
kom sú ósk fram, að ráðuneytið
beitti sér fyrir því, að ljósmæðr-
um gæfist kostur á hjúkrunar-
námi á þessum grundvelli.
Þennan námssamanburð gerði
ég og lagði til grundvallar upp-
lýsingar frá skólunum báðum.
Hjúkrunarnám spannar yfir 3
ár, bóknám er um 1500 kennslu-
stundir, hitt er verknám á deild-
um. Ljósmæðranám tekur 2 ár,
bóknám er um 700 kennslustund-
ir og hitt er verknám á deild-
um. Nokkrar sömu námsgreinar
voru kenndar í báðum skólun-
um og notaðar sömu kennslu-
bækur. Það voru um 260 stund-
ir, sem ég áleit að fella mætti
niður hjá ljósmæðrum við
hjúkrunarnám. Voru það grein-
arnar líffæra- og lífeðlisfræði,
fæðingarhjálp og hjúkrun,
kvensjúkdómar, hjálp í viðlög-
um, barnasjúkdómar og heil-
brigð börn, og nokkrar stundir
í fleiri greinum.
Að þessum samanburði lokn-
um virtist mér, að ljósmæður
með tveggja ára nám frá Ijós-
mæðraskólanum og gagnfræða-
próf eða landspróf miðskóla sem
undirbúningsnám ættu að geta
lokið hjúkrunarnámi á tveim ár-
um og tveim mánuðum. Sérstaka
námsskrá yrði að leggja til
grundvallar því hjúkrunarnámi,
þar sem felldar væru úr þær
námsgreinar, sem þær hefðu
numið.
Áframhaldið var svo það, að
ráðizt var í að halda námskeið
fyrir Ijósmæður. Það var fallið
frá kröfu um tveggja ára ljós-
mæðranám og ákveðið undir-
búningsnám, en þess í stað var
ákveðið undirbúningsnámskeið
og sett skilyrði um inntökupróf
í líffæra- og lífeðlisfræði og
barnasjúkdómum. María Pét-
ursdóttir tók að sér að veita
náminu forstöðu. Undirbúnings-
námskeiðið stóð í 7 vikur og var
það í húsakynnum Ijósmæðra-
skólans. Það sóttu 23 ljósmæð-
ur, og stóðust þær allar próf.
Maríu til aðstoðar við allan
undirbúning hefur verið Gnð-
rún Marteinsson, aðstoðarfor-
stöðukona í Borgarspítalanum,
en kennslu önnuðust læknarnir
Björn Júlíusson, Gunnlaugur
Snædal og Jón Hannesson og
Alda Halldórsdóttir hjúkrunar-
kona.
Sjálft hjúkrunarnámið hófu
þær síðan 9. okt. s.l., og fer það
fram í húsakynnum beggja skól-
anna.
Þær raddir heyrast, að við til-
komu nýs hjúkrunarskóla í land-
inu muni „standard“ hjúkrun-
ai'námsins lækka hér á lcmdi,
einnig að of mikil samkeppni
verði milli skólanna um hjúkr-
unarkennara ?
Ekki hef ég trú á, að mennt-
unarkröfur verði á nokkurn hátt
minni með tilkomu nýs skóla.
Hvað samkeppni viðvíkur, þá er
hún holl að vissu marki, en verð-
ur að vera sanngjörn og heil-
brigð. 1 dag er skortur á hjúkr-
unarkennurum með kennara-
nám. Þó mun fullskipað í allar
kennarastöður í hjúkrunarskól-
anum, þótt ekki séu það allt kon-
ur með framhaldsnám. Auk þess
er ein nýkomin heim úr námi
frá Danmörku, og tvær eru við
nám erlendis og koma til starfa
á næsta ári, svo að bjartara
virðist fram undan.
Það er trú mín og von, að ann-
ar skóli efli stétt okkar, að gott
samstarf verði með þessum
stofnunum og að þær styðji hvor
aðra og styrki.
Samþykkt hefur verið frum-
varp til laga um stofnun hjúkr-
unarskóla í tengslum við Borg-
arspítalann. Hvenær er áætlað,
að skólinn taki til starfa?
Skólanefnd fyrir þann skóla
var skipuð s.l. sumar. Hennar
fyrsta verk var að auglýsa eftir
skólastjóra og líta í kringum
sig eftir húsnæði. Nú er hvort
tveggja fengið, María Péturs-
dóttir verður skólastjóri hins
nýja skóla, og hann verður í
fyrstu til húsa í Grensásdeild
Borgarspítalans, á neðstu hæð
í hinni nýju byggingu. Nú hef-
ur veiúð ákveðið, að hjúkrunar-
nám ljósmæðra verði flutt yfir
í þessa nýju stofnun og verði
fyrsti hópur, sem þar nemur og
þaðan brautskráist. Um annað
fyrirkomulag get ég ekki svar-
að að sinni og vísa frekari fyr-
irspurnum til hins nýja skóla-
stjóra. □
120 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS