Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 4
framhaldsnám eða sérnám, og þótt þeim sumum hverjum sé ef til vill ekki vandara um en öðr- um að fara utan og stunda fram- haldsnám þar, þá er ég sann- færð um, að miklu fleiri færu í nám hér heima, ættu þær þess kost. Ég tel brýnasta og verð- ugasta verkefni stéttarinnar í dag, að hún vinni enn meira en nú er gert að eigin menntun- armálum. Nú stendur yfir hjúkrunar- nám fyrir Ijósmæöur. Getur þú skýrt okkur frá aðdragandanum að þvi og hvers vegna þetta nám er hafið? Það var á síðastliðnu sumri, að borgarlæknir og landlæknir fóru þess á leit við mig, að ég gerði samanburð á námi hjúkr- unarkvenna og ljósmæðra með það í huga, að ljósmæður, vegna menntunar sinnar, gætu lokið hjúkrunarnámi á skemmri tíma en nú er. Lj ósmæðrafélag ís- lands skrifaði ráðuneytinu bréf um svipað leyti, þar sem m. a. kom sú ósk fram, að ráðuneytið beitti sér fyrir því, að ljósmæðr- um gæfist kostur á hjúkrunar- námi á þessum grundvelli. Þennan námssamanburð gerði ég og lagði til grundvallar upp- lýsingar frá skólunum báðum. Hjúkrunarnám spannar yfir 3 ár, bóknám er um 1500 kennslu- stundir, hitt er verknám á deild- um. Ljósmæðranám tekur 2 ár, bóknám er um 700 kennslustund- ir og hitt er verknám á deild- um. Nokkrar sömu námsgreinar voru kenndar í báðum skólun- um og notaðar sömu kennslu- bækur. Það voru um 260 stund- ir, sem ég áleit að fella mætti niður hjá ljósmæðrum við hjúkrunarnám. Voru það grein- arnar líffæra- og lífeðlisfræði, fæðingarhjálp og hjúkrun, kvensjúkdómar, hjálp í viðlög- um, barnasjúkdómar og heil- brigð börn, og nokkrar stundir í fleiri greinum. Að þessum samanburði lokn- um virtist mér, að ljósmæður með tveggja ára nám frá Ijós- mæðraskólanum og gagnfræða- próf eða landspróf miðskóla sem undirbúningsnám ættu að geta lokið hjúkrunarnámi á tveim ár- um og tveim mánuðum. Sérstaka námsskrá yrði að leggja til grundvallar því hjúkrunarnámi, þar sem felldar væru úr þær námsgreinar, sem þær hefðu numið. Áframhaldið var svo það, að ráðizt var í að halda námskeið fyrir Ijósmæður. Það var fallið frá kröfu um tveggja ára ljós- mæðranám og ákveðið undir- búningsnám, en þess í stað var ákveðið undirbúningsnámskeið og sett skilyrði um inntökupróf í líffæra- og lífeðlisfræði og barnasjúkdómum. María Pét- ursdóttir tók að sér að veita náminu forstöðu. Undirbúnings- námskeiðið stóð í 7 vikur og var það í húsakynnum Ijósmæðra- skólans. Það sóttu 23 ljósmæð- ur, og stóðust þær allar próf. Maríu til aðstoðar við allan undirbúning hefur verið Gnð- rún Marteinsson, aðstoðarfor- stöðukona í Borgarspítalanum, en kennslu önnuðust læknarnir Björn Júlíusson, Gunnlaugur Snædal og Jón Hannesson og Alda Halldórsdóttir hjúkrunar- kona. Sjálft hjúkrunarnámið hófu þær síðan 9. okt. s.l., og fer það fram í húsakynnum beggja skól- anna. Þær raddir heyrast, að við til- komu nýs hjúkrunarskóla í land- inu muni „standard“ hjúkrun- ai'námsins lækka hér á lcmdi, einnig að of mikil samkeppni verði milli skólanna um hjúkr- unarkennara ? Ekki hef ég trú á, að mennt- unarkröfur verði á nokkurn hátt minni með tilkomu nýs skóla. Hvað samkeppni viðvíkur, þá er hún holl að vissu marki, en verð- ur að vera sanngjörn og heil- brigð. 1 dag er skortur á hjúkr- unarkennurum með kennara- nám. Þó mun fullskipað í allar kennarastöður í hjúkrunarskól- anum, þótt ekki séu það allt kon- ur með framhaldsnám. Auk þess er ein nýkomin heim úr námi frá Danmörku, og tvær eru við nám erlendis og koma til starfa á næsta ári, svo að bjartara virðist fram undan. Það er trú mín og von, að ann- ar skóli efli stétt okkar, að gott samstarf verði með þessum stofnunum og að þær styðji hvor aðra og styrki. Samþykkt hefur verið frum- varp til laga um stofnun hjúkr- unarskóla í tengslum við Borg- arspítalann. Hvenær er áætlað, að skólinn taki til starfa? Skólanefnd fyrir þann skóla var skipuð s.l. sumar. Hennar fyrsta verk var að auglýsa eftir skólastjóra og líta í kringum sig eftir húsnæði. Nú er hvort tveggja fengið, María Péturs- dóttir verður skólastjóri hins nýja skóla, og hann verður í fyrstu til húsa í Grensásdeild Borgarspítalans, á neðstu hæð í hinni nýju byggingu. Nú hef- ur veiúð ákveðið, að hjúkrunar- nám ljósmæðra verði flutt yfir í þessa nýju stofnun og verði fyrsti hópur, sem þar nemur og þaðan brautskráist. Um annað fyrirkomulag get ég ekki svar- að að sinni og vísa frekari fyr- irspurnum til hins nýja skóla- stjóra. □ 120 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.